Reykjavík

Reykjavík
101, Reykjavík

Viðburðir

Leiknir vs Breiðablik

Reykjavík

10167961 10153431979432590 4630550315547492684 n

Sunnudaginn 7.júní verður blásið til fótboltaveislu í Breiðholtinu. Þá fá Leiknismenn lið Breiðabliks í heimsókn og verður allt lagt í sölurnar. Svæðið okkar er að taka á sig skemmtilega mynd og Leiknisljónin hafa verið að vekja verðskuldaða athygli. Nú hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að koma og syngja með þeim. Grillmeistarar okkar verða með hina margfrægu Leiknisborgara þrátt fyrir verkfall og hvetjum við alla til að gæða sér á herlegheitunum. Hvetjum alla til að mæta tímanlega og bendum á það að frítt er fyrir börn undir 16 ára. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Komdu með og fagnaðu með Leikni Reykjavík.

17. júní í Hörpu // Independence Day Celebration at Harpa

Reykjavík

11393119 10152801262011268 5182198370119990670 n

Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með glæsilegri dagskrá. Boðið verður upp á ókeypis viðburði fyrir alla fjölskylduna víða um húsið. 17. júní í Hörpu 2015 ELDBORG main hall 13:45 Norska lúðrasveitin Kampen Janitsjarorkester // Brass Band Kampen Janitsjarorkester from Norway 14:00 Þjóðsöngur í Eldborg undir stjórn Garðars Cortes ásamt Óperukórnum í Reykjavík // National Anthem and singalong with Reykjavik Opera Choir 14:30 Þrjár systur // Three Singing Sisters 15:00 Lög íslenskra kvenna // Songs of Icelandic Women 15:30 Hlé // Intermission 16:00 Sniglabandið // Rockband Sniglabandið HÖRPUHORN Harpa Corner 15:15 Harpa International Music Academy: HIMA - Yngri deild // Junior Division 15:30 Reykjavík Midsummer Music // Music festival 18– 21 June 16:00 Credo kórinn frá Dallas syngur// Credo choir from Dallas Norðurljós recital hall 17:00 Harpa International Music Academy: HIMA - Hátíðartónleikar // Festival Concert – miðaverð/ticket price kr. 2500 SMURSTÖÐIN ground floor 14:00 Musycle 14:20 Náttsól 14:40 Ventus Brass 15:00 Hlé // Intermission 16:00 Átta sirkuslistamenn // Jay and his seven jugglers 16:20 Duo Stemma // Icelandic folk music 16:45 Aurora Jazz Band 17:15 Alda Dís - Winner of Iceland Got Talent 17:30 Skuggamyndir frá Býsans // World music folk band NORÐURBRYGGJA ground floor 15:00 Dan Marques trúður og töframaður // The Funnykito Show 15:30 Jón Víðis töframaður // Jón Víðis the magician 15:50 Mama Lou – Sterkasta kona í heimi // Strong woman Framhús Hörpu – Front of house 15:00 Maxímús heilsar börnum og gefur blöðrur // Maximus greets the children and gives balloons 16:00 Maxímús heilsar börnum og gefur blöðrur // Maximus greets the children and gives balloons Hörputorg Harpa square Fornbílar // Antique car show Tuktuk fríar ferðir // Tuktuk free rides Hörputorg Fornbílar Tuktuk fríar ferðir

Leiknir vs Fylkir

Reykjavík

11411151 10153466728127590 3350456572650014793 o

Mánudaginn 22.júní verður næsti heimaleikur Leiknis. Þá fá Leiknismenn nágranna okkar í Fylki í heimsókn og verður allt lagt í sölurnar. Leiknisljónin áttu stúkuna í Grafarvogi í síðustu umferð og nú hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að koma og syngja með þeim. Grillmeistarar okkar verða með hina margfrægu Leiknisborgara þrátt fyrir verkfall og hvetjum við alla til að gæða sér á herlegheitunum. Hvetjum alla til að mæta tímanlega og bendum á það að frítt er fyrir börn undir 16 ára. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Komdu með og fagnaðu með Leikni Reykjavík.

Á vit...// Journey : GusGus and Reykjavík Dance Productions at Harpa

Reykjavík

11008616 10152647150671268 2993994821705291516 o

Á vit… er framandi ferðalag skilningarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma. Að verkinu standa GusGus og Reykjavík Dance Production. Verkið var frumflutt í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 2012 og hefur verkið verið sýnt á Lollandi í Danmörku, Norilsk og Moskvu í Rússlandi við góðar undirtektir. Nú gefst íslenskum áhorfendum einstakt tækifæri að að sjá verkið á ný. Dagsetningar 11. júlí kl 20:00 14. júlí kl 20:00 22. júlí kl 20:00 Miðasala er hafin. --- JOURNEY is an unconventional piece where the interplay of dance, music and film bring to light unexplored emotions from the audience. The team behind the piece JOURNEY is GusGus and Reykjavík Dance Productions. The piece JOURNEY was premiered at Reykjavík Art Festival 2012 and the piece has been very well received in Lolland, Denmark, Norilsk and Moscow in Russia. Dates 11. July at 8pm 14. July at 8pm 22 July at 8pm Tickets available now.

Leiknir vs Keflavík

Reykjavík

11696006 10153526253482590 302737938875304346 n

Mánudaginn 13.júlí verður næsti heimaleikur Leiknis. Þá fá Leiknismenn lið Keflavíkur í heimsókn og verður allt lagt í sölurnar. Þetta er sannkallaður 6 stiga leikur og er það von okkar að allir Breiðhyltingar mæti og láti vel í sér heyra. Leiknisljónin munu sem fyrr sjá um forsönginn og hungrar þá í stig. Þessi vaska stuðningssveit hefur vakið verðskuldaða athygli og er ávallt opið yfir áhugasama að stökkva á lestina. Keflvíkingar hafa í tvígang fengið afnot í skamman tíma af okkar dáðustu sonum. Fyrst tóku þeir Buxa og síðar Dóra. Nú verður ekkert gefins! Grillmeistarar okkar verða með hina margfrægu Leiknisborgara og hvetjum við alla til að gæða sér á herlegheitunum. Hvetjum alla til að mæta tímanlega og bendum á það að frítt er fyrir börn undir 16 ára. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Komdu með og fagnaðu með Leikni Reykjavík

Leiknir vs Valur

Reykjavík

11698957 10153548271917590 3706677542185627660 o

Mánudaginn 20.júlí verður næsti heimaleikur Leiknis. Þá fá Leiknismenn lið Valsmenn í heimsókn og verður allt lagt í sölurnar. Er það von okkar að allir Breiðhyltingar mæti og láti vel í sér heyra. Leiknisljónin munu sem fyrr sjá um forsönginn og hungrar þá í stig. Þessi vaska stuðningssveit hefur vakið verðskuldaða athygli og er ávallt opið yfir áhugasama að stökkva á lestina. Ljónin voru nýlega krýnd stuðningsmenn fyrri umferðar og ætla að halda áfram uppteknum hætti. Grillmeistarar okkar verða með hina margfrægu Leiknisborgara og hvetjum við alla til að gæða sér á herlegheitunum. Hvetjum alla til að mæta tímanlega og bendum á það að frítt er fyrir börn undir 16 ára. Leikurinn hefst klukkan 20:00. Komdu með og fagnaðu með Leikni Reykjavík

Leiknir vs Stjarnan

Reykjavík

11792061 10153588812462590 2440584546606603186 o

Miðvikudaginn 5.ágúst verður næsti heimaleikur Leiknis. Þá fá Leiknismenn lið Stjörnunnar í heimsókn og verður allt lagt í sölurnar. Er það von okkar að allir Breiðhyltingar mæti og láti vel í sér heyra. Leiknisljónin munu sem fyrr sjá um forsönginn og hungrar þá í stig. Þessi vaska stuðningssveit hefur vakið verðskuldaða athygli og er ávallt opið yfir áhugasama að stökkva á lestina. Ljónin voru nýlega krýnd stuðningsmenn fyrri umferðar og ætla að halda áfram uppteknum hætti. Þau fá vini sína í Silfurskeiðinni í heimsókn og má búast við gríðarlega skemmtilegum söngum sitt á hvað... já og jafnvel samsöng. Búið ykkur undir veislu. Grillmeistarar okkar verða með hina margfrægu Leiknisborgara og hvetjum við alla til að gæða sér á herlegheitunum. Hvetjum alla til að mæta tímanlega og bendum á það að frítt er fyrir börn undir 16 ára. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Komdu með og fagnaðu með Leikni Reykjavík

Leiknir - ÍBV

Reykjavík

11855897 10153599655587590 7660738210657140947 n

Sannkallaður sex stiga leikur á sunnudaginn! Eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturunum í síðustu umferð er mikilvægt að byggja ofan á hann. Eyjamenn, líkt og við, eru að heyja hatramma baráttu við falldrauginn fræga. Því er þessi leikur enn mikilvægari en aðrir. Ekki láta þig vanta í stúkuna. Höldum áfram að styðja liðið af þeim krafti sem hefur einkennt okkur á tímabilinu. Sjáumst á vellinum!

Opið hús: Tobbi túba

Reykjavík

11879231 1031536636870400 1545817028236279499 o

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á barnatónleika með tónlistarævintýrinu um Tobba túbu þar sem sögumaður er trúðurinn Barbara og einleikari á túbu Nimrod Ron. Á síðari efnisskránni verða sérvaldir gullmolar sem hafa gert garðinn frægan á hvíta tjaldinu. Hægt verður að sækja aðgöngumiða í miðasölu á tónleikadegi. Tónlistarævintýrið um Tobba túbu hefur notið mikilla vinsælda allt frá útgáfu þess árið 1945. Í ævintýrinu um Tobba segir frá hugrakkri túbu sem þráir það heitast að fá að leika fallegar laglínur rétt eins og flauturnar og fiðlurnar í hljómsveitinni. Ævintýrið um túbuna er margrómað og hefur verið gefið út á fjölda tungumála. Tónleikarnir eru um það bil hálftími að lengd. EFNISSKRÁ: George Kleinsinger: Tobbi túba STJÓRNANDI: Bernharður Wilkinson EINLEIKARI: Nimrod Ron KYNNIR: Trúðurinn Barbara

Opið hús: Uppistand með Sinfóníunni

Reykjavík

11145209 1031538360203561 3290892421043499487 o

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á barnatónleika með tónlistarævintýrinu um Tobba túbu þar sem sögumaður er trúðurinn Barbara og einleikari á túbu Nimrod Ron. Á síðari efnisskránni verður sankallað uppistand hjá Sinfóníunni þegar Ari Eldjárn stígur á svið með hljómsveitinni. Athyglinni er beint að glæsilegri klassískri hljómsveitartónlist sem hljómað hefur í mörgum af vinsælustu kvikmyndum sögunnar. Má þar nefna tónlistina úr 7. Sinfóníu Beethovens sem flutt var í The King's Speech, danstónlist eftir Offenbach úr Rauðu myllunni og ægifagran kafla úr Enigma-tilbrigðunum eftir Elgar sem hljómaði í Elizabeth: The Golden Age. Ari Eldjárn hefur um árabil kitlað hláturtaugar landans með leiftrandi framkomu og skörpum spegli á samtímann. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir.

Beethoven 101

Reykjavík

11838520 1030666490290748 665231966678782552 o

Ludwig van Beethoven er tvímælalaust eitt mesta tónskáld allra tíma og eru sinfónísk tónverk hans meginstoðir í starfi hverrar hljómsveitar. Á komandi starfsári flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjár sinfóníur Beethovens, fiðlukonsert og tvo hljómsveitarforleiki. Til að hita upp fyrir átökin heldur Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar erindi í Kaldalóni mánudagskvöldið 31. ágúst kl. 20 þar sem hann stiklar á stóru í ævi og tónlist meistarans í tali og tónum. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér Beethoven betur, sem og klassíska tónlist yfirleitt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Uppáhaldsaríur Kristins

Reykjavík

11700594 1009763689047695 8200842390474918985 o

- Tónleikarnir eru endurteknir 4. sept. kl. 20:00 - Kristinn Sigmundsson er einn ástsælasti söngvari íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar og stendur nú á hátindi ferils síns. Hann hefur sungið í mörgum af helstu óperuhúsum heims og nægir þar að nefna La Scala í Mílanó, Ríkisóperuna í Vínarborg, Þjóðaróperuhúsin í París, Metropolitan óperuna í New York og San Francisco-óperuna. Þá hefur hann tekið þátt í nokkrum hljóðritunum með erlendum hljómsveitum, m.a. Töfraflautunni og Don Giovanni með hljómsveit Drottningholm-óperunnar, Mattheusarpassíu og Jóhannesarpassíu Bachs með Orchestra of the eighteenth century og Rakaranum í Sevilla með Útvarpshljómsveitinni í München. Undanfarna mánuði hefur Kristinn sungið í The Ghosts of Versailles eftir John Corigliano, Brúðkaupi Fígarós og Rakaranum í Sevilla í óperunni í Los Angeles. Á liðnu hausti steig Kristinn á svið Íslensku óperunnar í fyrsta sinn eftir 12 ára hlé og fór eftirminnilega með eitt voldugasta bassahlutverk óperusögunnar, Filippus konung og föður Don Carlo í samnefndri óperu. Á tónleikunum syngur Kristinn aríur úr nokkrum af uppáhaldsóperum sínum og bregður sér í hlutverk Don Basilio í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, greifans í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Bancos úr Macbeth og Sakaríasar í Nabucco eftir Verdi. Óperukórinn í Reykjavík verður Kristni til halds og trausts á tónleikunum en stjórnandi er fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands Rico Saccani sem er annálaður túlkandi óperutónlistar. EFNISSKRÁ W.A. Mozart, Gioacchino Rossini og Giuseppe Verdi: Aríur, kórar og forleikir úr Brúðkaupi Fígarós, Rakaranum í Sevilla, Valdi örlaganna, Nabucco og fleiri óperum STJÓRNANDI Rico Saccani EINSÖNGVARI Kristinn Sigmundsson KÓR Óperukórinn í Reykjavík

Arngunnur spilar Mozart

Reykjavík

11221358 1009765235714207 4111359075961686325 o

Yndisfagur klarínettkonsert Mozarts var eitt hans síðasta verk, saminn fáeinum vikum áður en hann lést langt fyrir aldur fram. Um nálgun Mozarts sagði tónlistarfræðingurinn Alfred Einstein - frændi Alberts - að hann hefði „samið fyrir klarínett eins og hann væri fyrstur til að uppgötva þokka hljóðfærisins, mýkt, sætleika og fimi.“ Hér hljómar konsertinn í flutningi Arngunnar Árnadóttur sem tók við stöðu leiðandi klarínettleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012. Arngunnur stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín og brautskráðist þaðan með hæstu einkunn. Arngunnur er einnig ljóðskáld og hefur hlotið mikla athygli fyrir störf sín á þeim vettvangi. Schumann samdi Vorsinfóníu sína í bráðainnblæstri árið 1841, á aðeins fjórum dögum – og jafnmörgum nóttum. Hún er eitt hans dáðasta verk enda lífleg með eindæmum. Eldur Jórunnar Viðar er tímamótaverk – fyrsta hljómsveitarverk íslensks kventónskálds. Þýski stjórnandinn Cornelius Meister er aðalstjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar í Vínarborg og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir starf sitt þar. Hann hefur einnig stjórnað mörgum helstu hljómsveitum heims, til dæmis Concertgebouw-sveitinni í Amsterdam, og það er því mikið tilhlökkunarefni að fá hann í fyrsta sinn til Íslands með þessa spennandi efnisskrá í farteskinu. EFNISSKRÁ Jórunn Viðar: Eldur W.A. Mozart: Klarínettkonsert Robert Schumann: Sinfónía nr. 1, Vorsinfónían STJÓRNANDI Cornelius Meister EFNISSKRÁ Arngunnur Árnadóttir

Formleg opnun göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut

Reykjavík

12027184 10153528357210042 135012516207792453 o

Ný brú sem auðveldar gangandi og hjólandi að komast milli Norðlingaholts og Seláss yfir Breiðholtsbraut verður formlega opnuð fimmtudaginn 17. september kl. 17.00 Dagur B. Eggertsson og fulltrúar íbúa í Norðlingaholti og Árbæ taka brúna formlega í notkun. Allir eru velkomnir að fagna þessari samgöngubót.

Where are the Women in Tech? Hosted by Sabre Airline Solutions

Reykjavík

11986990 874379379316041 4609320915656724733 n

Register for this event at https://www.eventbrite.com/e/where-are-the-women-in-tech-hosted-by-sabre-airline-solutions-tickets-18465162799 As technology companies strive to correct the embarrassing gender imbalances of our industry, many stumble on the fact that very few to none of their job applicants are women. What can these companies do to attract more women to apply? Are there simply not enough women educated in the field or is the problem more complex then that? Sabre Airline Solutions, in cooperation with Women in Tech of Iceland, would like to initiate a discussion on the subject: "Where are the Women in Tech?" For more information and to register, please go to https://www.eventbrite.com/e/where-are-the-women-in-tech-hosted-by-sabre-airline-solutions-tickets-18465162799

Mozart og Beethoven

Reykjavík

11187285 1009774522379945 298024766903113388 o

Vínarmeistararnir Mozart og Beethoven deila þessari efnisskrá þar sem hljóma nokkur þeirra dáðustu verka. Píanókonsertinn í A-dúr er einn þeirra sem Mozart samdi þegar hann stóð á hátindi ferils síns um 1785, og er ljóðrænt og geislandi verk sem ekki hefur heyrst í á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil. Áttunda sinfónía Beethovens er ekki eins stór í sniðum en sum önnur verk hans í sömu grein, en býr þó yfir bæði krafti og gáska. Forleikirnir að leikritinu Egmont og óperunni Don Giovanni eru báðir dramatískir með eindæmum, hlaðnir spennu og krafti. Robert Levin er einn helsti sérfræðingur samtímans í tónlist Mozarts og Beethovens. Hann hefur gegnt prófessorsstöðum við Harvard og Juilliard, hljóðritað konserta Beethovens ásamt John Eliot Gardiner og lokið við allnokkur verk sem Mozart lét eftir sig ófullgerð. Það er ekki síst óvenjulegt við flutning hans að hann spinnur „kadensur“ píanókonsertanna af fingrum fram rétt eins og tíðkaðist á tímum Mozarts. Levin hefur tvisvar áður leikið á Íslandi við frábærar undirtektir en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í Hörpu. Breski hljómsveitarstjórinn Matthew Halls hóf feril sinn sem semballeikari og hefur afburða skilning á tónlist klassíska skeiðsins, eins og hann hefur meðal annars sýnt með starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undanfarin ár. EFNISSKRÁ W.A. Mozart: Don Giovanni forleikur og Píanókonsert í A-dúr K. 488: Ludwig van Beethoven: Egmont, forleikur og Sinfónía nr. 8 STJÓRNANDI Matthew Halls EINLEIKARI Robert Levin

Maxímús heimsækir hljómsveitina

Reykjavík

906009 1009768892380508 5117220309281227587 o

Ævintýrin um Maxa hafa notið fádæma vinsælda og er þessi tónelska mús orðin heimilisvinur fjölda barna á Íslandi og í mörgum löndum Evrópu, Asíu og Ameríku. Nú þegar fjórar bækur hafa verið gefnar út með músinni er komið að sjálfu upphafsævintýrinu á nýjan leik þar sem Maxi heimsækir sinfóníuhljómsveitina. Á þessum fjörugu tónleikum er hlustandinn leiddur inn í töfraheim tónlistarinnar þar sem hljóðfærin eru kynnt hvert af öðru og ungum hlustendum fylgt inn í heillandi heim hljómsveitarinnar eftir því sem ævintýrum Maxa vindur fram. Verndari verkefnisins um Maxímús Músíkús er Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Myndum Þórarins Más Baldurssonar úr ævintýrinu um Maxa er varpað upp meðan á tónleikunum stendur. Nemendur úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leika skemmtilega göngutónlist á undan tónleikunum. EFNISSKRÁ Maurice Ravel:: Bóleró Ludwig van Beethoven: Úr Örlagasinfóníunni Aaron Copland: Hátíðargjall Sigvaldi Kaldalóns: Á Sprengisandi Hallfríður Ólafsdóttir: Lagið hans Maxa STJÓRNANDI Hallfríður Ólafsdóttir

Þóra og Ashkenazy

Reykjavík

11698753 1009782982379099 8481410485341230898 o

TÞess er nú minnst um allan heim að 150 ár eru liðin frá fæðingu Sibeliusar, þjóðartónskálds Finna. Sinfóníuhljómsveitin fagnar áfram stórafmælisárinu með tónleikum þar sem Vladimir Ashkenazy heldur um tónsprotann. Fimmta sinfónía Sibeliusar er eitt hans dáðasta tónverk, stórfengleg og rismikil tónlist þar sem hljómur hljómsveitarinnar nýtur sín til fullnustu. Luonnotarer óvenjulegt meistaraverk við erindi úr þjóðkvæðabálkinum Kalevala þar sem segir frá sköpun heimsins. Gyðjan Luonnotar stígur niður úr híbýlum guðanna og skapar jörðina og himnana. Þóru Einarsdóttur þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum; hún kom síðast fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Kullervo eftir Sibelius fyrr á þessu ári og vakti verðskuldaða aðdáun fyrir túlkun sína á aðalhlutverkinu í óperunni Ragnheiði. (ATH: Upphaflega stóð til að leika einnig sinfóníu Nielsens á tónleikunum en henni var skipt úr fyrir sinfóníu Sibeliusar.) EFNISSKRÁ Johannes Brahms: Sinfónía nr. 2 Jean Sibelius: Luonnotar Jean Sibelius: Sinfónía nr. 5 STJÓRNANDI Vladimir Ashkenazy EINSÖNGVARI Þóra Einarsdóttir

Østfrost - Airwaves off-venue

Reykjavík

12034272 1697450370468370 7707274697588590589 o

Norwegian band Østfrost has a sound that’s difficult to describe, sitting somewhere between jazz, pop, indie and folk. Thankfully they’ll be playing five off-venue shows during Airwaves, allowing you the opportunity to find out for yourself just how good their music is.

The Anatomy Of Frank - Airwaves off-venue

Reykjavík

The anatomy of frank

The Anatomy of Frank is a five-piece band from the mountains of Virginia. Their melodies and subject matter tend toward nostalgia, intricacy, and nuance, touching on every facet of the human heart. Focusing on fingerstyle guitar work, rich harmonies, and melodies that sound like they were forgotten from childhood, the mood journeys from quiet delicacy to roaring climaxes over the course of their songs.

Sykur - Airwaves

Reykjavík

Sykur

Shimmering string synths and scintillating arpeggios, rumbling bass that resonates within your chest, more vocal power than any one person should have a right to possess. Sykur have come to represent the forefront of the Reykjavík Electro Pop scene, and Iceland Airwaves has long been their venue for unleashing fresh, new content.

AURORA- Airwaves

Reykjavík

Aurora

AURORA made her North American debu at the CMJ Music Marathon. Garnering critical acclaim from The New York Times, NPR, PASTE Magazine, Pigeons and Planes and more, AURORA has quickly made a name for herself as an exciting rising star to watch. Her Running in the Wolves EP, out now, solidifies the buzz with four gorgeous, ethereal tracks that highlight her soaring vocals and unique musical arrangements. AURORA, growing up in the small Norwegian town of Os, was first drawn to music as a young child influenced by her sister’s piano playing. Coming into her own at the ripe age of 17, AURORA started performing publicly, first for her schoolmates and now at major Norwegian music festivals and radio stations – AURORA has become one of Norway’s most talked about new artists.

The Anatomy Of Frank - Airwaves off-venue

Reykjavík

The anatomy of frank

The Anatomy of Frank is a five-piece band from the mountains of Virginia. Their melodies and subject matter tend toward nostalgia, intricacy, and nuance, touching on every facet of the human heart. Focusing on fingerstyle guitar work, rich harmonies, and melodies that sound like they were forgotten from childhood, the mood journeys from quiet delicacy to roaring climaxes over the course of their songs.

Sturla Atlas - Airwaves

Reykjavík

Sturla atlas

From 101 downtown Reykjavík, the heart throbbing Sturla Atlas shook the Icelandic hip-hop scene with the release of his debut mixtape, Love Hurts, in the summer of 2015. Alongside the 101 Boys, he has already put out three singles this fall, including a video off his forthcoming EP, These Days,which is out the 30th of October.

Emmsjé Gauti - Airwaves

Reykjavík

Emmsj c3 a9 gauti

Despite his young age, Emmsjé Gauti is a veteran when it comes to the rap game. After honing his talent for the last 13 years in Reykjavik’s small but vibrant and competitive rap scene, he released his debut solo album in 2010 which proved a big hit among fans and critics alike. Catapulting into the spotlight with his feature on the Blazroca’s hit “Elskum Þessar Mellur”, the aptly titled “Bara Ég” (“Only Me”) solidifies his status as one of Iceland’s most prominent young artists, striking an eclectic balance between flamboyant pop, humor and unadulterated rhyming skills. Say what you want about young Emmsjé Gauti, he gets the party started! Go check out his videos on Youtube (he’s put out more of them this year alone than most artists do in their entire careers). Gauti released his second solo album in 2013 called “ÞEYR”. “ÞEYR” is a darker, heavier release than his first outing and showcases the growth of the artist. If you are into punk-like shows, stagediving and random bullshit, Gauti is your go to guy.

Úlfur Úlfur - Airwaves

Reykjavík

Ulfur ulfur

Úlfur Úlfur is an Icelandic rap duo that’s on the rise. They’ll be playing a few times during Airwaves, both on and off-venue, so check ‘em out!

Skepta - Airwaves

Reykjavík

Skepta

Joseph Junior Adenuga, better known by his stage name Skepta, is an English rapper, grime artist, MC, songwriter, record producer and recording artist of Nigerian heritage. Skepta is best known for his work in the grime scene. Skepta released his debut studio album Greatest Hits in late 2007 independently, followed by another independent release Microphone Champion in 2009 and Doin’ It Again on AATW in 2011. In June 2014 Skepta charted at 21 in the UK singles chart “That’s Not Me” the first single from his fourth studio album Konnichiwa.