Húrra

Naustin
101, Reykjavík

Viðburðir

Hið árlega Jólabingó Húrra

Húrra

15235503 1143603609089837 414913464005225873 o

Þá er það komið að því! Hið árlega jólabingó Húrra fer fram miðvikudagskvöldið 21. desember klukkan 21. Nú fer að styttast í að det hele verði hringt inn og halda þurfi heilög jól. Margir eru í óðaönn að versla gjafir og glaðninga en sumum sækist verkið illa eins og gengur. Þá kemur Húrra til hjálpar og hægt verður að sækja bara gjafirnar og klára innkaupin í einu góðu bingóspili. Nóg verður af vinningum, stórum sem smáum. Allir fá þá eitthvað fallegt eins og skáldið sagði. Mörgum er enn í fersku minni þegar Ameríkaninn Eric labbaði út með heilan ljósabekk á aðventunni í fyrra. Spilað verður eftir kúnstarinnar reglum, lárétt, lóðrétt, stakar línur, krossinn og heil spjöld. Eitt spjald á litlar 1000 krónur og innifalinn einn kaldur jólaöl á krana. Bingóstjórar verða þau Jóhann Alfreð og Margrét Erla Maack og lofað er sannkölluðum jólaanda í einu öllu fram eftir kvöldi.

President Bongo & The Emotional Carpenters & Sonic Deception

Húrra

14195357 664439767068198 4903967395460061761 o

Radio Bongo Label Night Presents: LIVE: Sonic Deception Performs Sold Out Project: Ghost Army President Bongo & The Emotional Carpenters DJ Support: Detective Ronson 1500kr Entrance Sonic Deception is: Sveinbjörn Bjarki Jónsson - Synthesist President Bongo & The Emotional Carpenters are: Helgi Svavar Helgason - Drums & Percussion Daníel Friðrik Böðvarsson - Guitar & Bass Davíð Þór Jónsson - Synths President Bongo aka Ævintýri Bongo - Electronics & Mix Aki Asgeirsson - Trumpet & Efx Ómar Guðjónsson - Bass Detective Ronson is: Andri Björgvinsson

Krakk & Spaghettí, Brilliantinus, væn rispa og Skoffín á Húrra

Húrra

15385417 10209486576614542 9112898405006845170 o

Herrar mínir og frúr Í tilefni þess að heilög jól ganga í garð höfum við ákveðið að halda hátíðlega jólatónleika á Húrra þann 27. des. Ljúfir tónar munu finna sér leið í hjarta ykkar og framkalla hinn sanna jólaanda eða e-ð. //Væn Rispa// / //Brilliantinus// / //Krakk&Spaghettí// / //Skoffín// *1000 kr inn*

DJ KGB Soundsystem

Húrra

Kgb soundsystem by sveinn s. benediktsson

The threat from the East, DJ KGB, is here to dethrone the capitalistic swine that run the country, creating the dawn of a golden age for the proletariat. But for now, he’ll play some dance music.

Omotrack & Prime Cake á Húrra

Húrra

15732400 10211422344658981 885726759103932188 o

Hljómsveitrnar Omotrack og Prime Cake halda tónleika saman á Húrra! Miðasala við hurð, litlar 1000 kr inn Húsið opnar kl 20:00 og tónleikarnir hefjast kl 21:00 Prime Cake var upphaflega sett saman sem funk kvartet af þeim Reyni Snæ, Snorra Erni og Svanhildi Lóu. Magnús Jóhann bættist svo við sveitina og urðu stefnubreytingar eftir það. Hljómsveitin leggur nú mikin metnað í að búa til tónlist í fusion stíl, þar sem að hinum ýmsu tónlistarstefnum er blandað saman. Lögin eru að hluta til útsett en með stórt rými fyrir spuna og einkennast flest af miklu “groove-i” og grípandi stefjum. Omotrack á rætur sínar að rekja til Omo Rate, lítils þorps í Eþíópíu. Þar ólust bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir upp og ber tónlistin keim af því. Erfitt er að lýsa tónlistarstílum á einfaldan hátt en þetta er einhvers konar raf-popp blanda með áhrifum úr öllum áttum. Bæst hafa í sveitina blásturshljóðfæraleikarar sem setti punktinn yfiir i-ið. Brass: Gunnar Kristinn Óskarsson - Trompet Gríma Katrín Ólafsdóttir - Trompet Steinn Völundur Halldósson - Básúna Svavar Hrafn Ágústsson - Saxófónn Hljómsveitin gaf út breiðskífuna ‘Mono & Bright’ í september en platan hefur fengið góð viðbrögð. Hægt er að nálgast plötuna á Tónlist.is, iTunes og Spotify. Ekki missa af þessu!

Styrktarkvöld fyrir Ástu Yfirdólg á Húrra

Húrra

15780776 10154901808468384 3059425412659853274 n

Kvöldið verður pakkað af uppistandi og öskrandi gleði en fam koma Ari Eldjárn Snjólaug Lúðvíksdóttir Hugleikur Dagsson Þórhallur Þórhallsson Bjarni Töframaður Þórdís Nadia Gísli Jóhann Jóhannes Ingi Jonathan Duffy Kynnir er Bylgja Babýlons og í hléi verða svo áritaðar íþróttatreyjur afhentar hæstbjóðendum en það má bjóða í þær hér: https://www.facebook.com/events/1460868103924056/ Húsið opnar 20. Uppistand byrjar 20:30. Í lok kvöld mun svo enginn annar en legendið sjálft, Valdimar taka nokkur lög. Aðgangseyrir er litlar 2000 kr og að sjálfsögðu tekið við frjálsum framlögum. Styrktarreikningur fyrir þá sem ekki komast er: 0167-15-380380 - kt. 040288-2289. En Hver er þessi Ásta sem allir eru að tala um? Ásta er 28 ára og flutti búferlum til Sviss í janúar 2014 til að hefja doktorsnám í frumufræðum (sameindalíffræði og ónæmisfræði). Hún hafði nýlega verið greind með kvíðaröskun og beilaði því á náminu strax mánuði seinna, svo hún gæti unnið aðeins betur í sjálfri sér áður en hún færi að vinna 24/7 sem doktorsnemi í útlöndum! Áramótin 2014/2015 komust læknar á Íslandi að þeirri niðurstöðu að köstin sem hún væri að fá væru ekki kvíðaköst, heldur hluta-flogaköst. Þeir sáu breytingar í heila hennar, og sendu hana heim með flogaveikilyf. Í ágúst 2015 reyndi Ásta aftur við doktorsnáms-drauminn í Sviss (læknar á Íslandi gáfu henni grænt ljós á það, ef hún myndi leita til lækna og láta hækka lyfjaskammtinn aðeins, því það væri líklega það sem þyrfti til). Hún leitaði til lækna í Sviss en eftir mun ítarlegri rannsóknir kom fljótlega í ljós að um var að ræða eitthvað allt annað og erfiðara því líðan hennar fór hríðversnandi, hún fór að missa allt minnið og margt fleira. Læknarnir í Sviss sáu rakleiðis að breytingarnar í heilanum voru ekki "algengar breytingar hjá flogaveikum" eins og sagt var á Íslandi, heldur bólga sem var búin að fá að grassera ómeðhöndluð allt frá áramótum 2013/2014. Ásta var að lokum greind með mjög sjaldgæfa tegund sjálfsofnæmis sem kallast "Anti-Gad positive limbic encephalitis" og lýsir sér á afar stuttu og einföldu mannamáli svona: íkaminn ræðst á ákveðinn hluta heilans og heldur að hann sé óvinur sinn. Þetta veldur risa bólgum í heilanum sem reynt var að ná niður með sterum og með því að skipta út blóði, prófa skrilljón lyfja-kokteila (allt að 12 mismunandi lyf ofan í hvert annað á hverjum degi) og fleiri hressandi aðferðum. Ásta þurfti því aftur að hætta í náminu og býr núna hjá mömmu sinni í Danmörku og er í umsjón lækna þar. Hún getur ekkert unnið vegna veikindanna og lyfja- og læknakostnaður er mikill. Framundan eru lækna heimsóknir til að komast að því hvort möguleiki sé að skera burtu skemmdir eftir bólgurnar í heilanum sem valda skertu minni og fjöldanum öllum af daglegum köstum. Það er von manna og kvenna að með slíkri aðgerð muni Ásta aðeins gleyma þegar hún fer í blackout á djamminu. Og fái að fara á djammið aftur!

Steingrímur Teague & kompaní

Húrra

15874902 10154003650065563 3136702048875992259 o

Andri Ólafsson: bassi Magnús Trygvason Eliassen: trommur Ómar Guðjónsson: gítar Steingrímur Teague: hljómborð og söngur -- Steingrímur Teague er hljómborðsleikari og einn söngvara Moses Hightower, og hefur líka spilað og/eða sungið með alls konar skemmtilegu fólki, eins og Ojba Rasta, Teiti Magnússyni, Of Monsters and Men, Cell 7 og Lögreglukórnum. Þann 17. janúar ætlar hann hinsvegar að grafa djúpt í lagabankann, og spila og syngja lög með átrúnaðargoðum sínum, sem telja t.d. Blossom Dearie, Nat King Cole, Dusty Springfield, Jón Múla og the Velvet Underground. Með honum spila núlifandi átrúnaðargoðin Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Það er gaman að heyra fámenna hljómsveit kjamsa á virkilega góðum lögum á skemmtilegum tónleikastað, og hér er tikkað í öll boxin. Síðast þegar þessi hljómsveit kom saman var útkoman fáránlega kósí. Húsið opnar kl 20, tónleikar hefjast kl 21, og miðaverð er 1500 kr.

Tappi Tíkarrass á Húrra

Húrra

15776786 1176096815840516 7006404814384178212 o

Tappi gengur á ný á annarri öld eftir dvala, endurnærður og ánægður. Tappi Tíkarrass tók til starfa árið 1981 og var í upphafi skipaður fjórum piltum sem nú eru orðnir menn. Söngkonan Björk gekk fljótlega til liðs við sveitina og voru þá söngvarar tveir, Björk og Eyþór Arnalds. Aðrir meðlimir voru þeir Guðmundur Gunnarsson, kallaður Frændi og Oddur Sigurbjörnsson sem léku á trommur, þó ekki samtímis heldur hver á fætur öðrum. Oddur fyrst og síðan Guðmundur. Eyjólfur Jóhannsson spilaði á gítar og Jakob Smári Magnússon á bassa. Tappinn lagðist í dvala í Desember 1983 uppgefin og hræddur. Nú er Tappi Tíkarrass semsagt vaknaður og kominn á upphafsreit ef svo má segja og er aftur orðinn strákaband ( eða mannaband ). Meðlimir eru : Eyþór Arnalds , Guðmundur Þór Gunnarsson, Eyjólfur Jóhannsson og Jakob Smári Magnússon sem leika hver á sitt hljóðfæri nema Eyþór sem syngur. Tappinn ætlar að spila ný lög í bland við nokkur gömul á Húrra 19. Janúar 2017. Húrra fyrir Tappa - Tappi fyrir Húrra

JACK ROCKS á Húrra: Andi, Konsulat og ₩€$€‎₦

Húrra

16252060 1199858756797655 2255224830435277174 o

(English below) ████████████████ JACK DANIEL'S kynnir JACK ROCKS á Húrra fimmtudagskvöldið 26. janúar 2017. Fram koma þrjár hljómsveitir sem deila sviði á rafmögnuðum og rokkuðum tónleikum. Þær eru Andi, Konsulat og ₩€$€‎₦. Hús opnar kl. 20 og aðgangur er ókeypis. ████████████████ ░░░░░░░░░Andi░░░░░░░░░ Jafn mikið og fljúgandi furðuhlutur á himni í miðjum stormi vekur undrun þá er tónlist Andra Eyjólfssonar sem nýr og ferskur andblær í heim íslenskrar tónlistar. Fyrsta útgáfa Anda var gefin út á 50 bláum kassettum í fyrra af gröllurunum hjá Lady Boy Records. https://ladyboyrecords.bandcamp.com/album/andi ░░░░░░░░░Konsulat░░░░░░░░░ Hljómsveitin Konsulat samanstendur af þeim Þórði Grímssyni og Kolbeini Soffíusyni sem áður léku með með hljómsveitinni A & E Sounds auk Arnljóti Sigurðssyni (Arnljótur, Ojba Rasta). Draumkennt gítarglamr Konsulat fær heila og líkama til að hreyfast með hjálp taktfasts hljóðs trommuheila þeirra. https://soundcloud.com/konsulata ░░░░░░░░░₩€$€‎₦░░░░░░░░░ ₩€$€‎₦ er Reykvísk hljómsveit skipuð af þeim Loga Höskuldssyni (Loji, Sudden Weather Change) og Júlíu Hermannsdóttur (Oyama). Tvíeykið flytur einlægt og tilraunakennt rafpopp. Seint á síðasta ári gaf ₩€$€‎₦ út sína fyrstu breiðskífu, Wall of Pain, í samstarfi við pródúsentinn Árna Rúnar Hlöðversson (FM Belfast, Milkywhale). https://soundcloud.com/wesenwesen ████████████████ Sjáumst þar! - ████████████████ JACK DANIEL'S presents JACK ROCKS @ Húrra, Thursday January 26. Three local and lively bands will share a stage on Thursday January 26. They are Andi, Konsulat and ₩€$€‎₦. Doors open at 8 PM and admission is free. ████████████████ ░░░░░░░░░Andi░░░░░░░░░ Andi's presence in the Icelandic music scene is like a breath of fresh air. He catches you by suprise just as the wonderful sight of a U.F.O. would. Andi's, Earth name: Andri Eyjólfsson, debut was released last year by Lady Boy Records as a limited run of blue cassette tapes, 50 to be exact. https://ladyboyrecords.bandcamp.com/album/andi ░░░░░░░░░Konsulat░░░░░░░░░ Konsulat consists of Þórður Grímsson & Kolbeinn Soffíuson (former members of A & E Sounds) alongside Arnljótur Sigurðsson (Arnljótur, Ojba Rasta). Their effect-driven and dreamy guitar melodies, kept afloat by a steady drum machine sound, will move your mind and limbs. https://soundcloud.com/konsulata ░░░░░░░░░₩€$€‎₦░░░░░░░░░ ₩€$€‎₦ is a band made up of Loji Höskuldsson (Loji, Sudden Weather Change) and Júlía Hermannsdóttir (Oyama). The duo produces and performs sincere and experimental electropop. Late last year their debut album, Wall of Pain, was relased in collaboration with producer Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast, Milkywhale). https://soundcloud.com/wesenwesen ████████████████ See you there!

Axel Flóvent á Húrra ásamt RuGL - Silently Tour

Húrra

15994836 1193078130809051 6339768856198625046 o

Axel Flóvent klárar Silently tónleikaferðalagið á Húrra. 2. Febrúar næstkomandi. Þetta verða síðustu tónleikar Axels á Íslandi í smá tíma en framundan eru mikil ferðalög erlendis. Axel kemur fram ásamt hljómsveit sem verður ný lent heima eftir 3 vikna tónleikaferð svo búast má við því að strákarnir verði í topp formi. Strákarnir hafa spiluðu í Noregi, Danmörku, Hollandi, Belgíu, Austurríki og Sviss en enda tourinn heima. Ein mest spennandi hljómsveit landsins sér um að byrja kvöldið en það er hljómsveitin RuGL sem slógu eftirminnilega í gegn á Iceland Airwaves hátíðinni. Miðaverð er aðeins 1500 kr

Tanya Tagaq (CA) + SiGRÚN á Húrra

Húrra

16114497 1196123140504550 5807544655075844411 n

Kanadíska tónlistarkonan Tanya Tagaq heldur tónleika á Húrra 7. febrúar næstkomandi. Hún er margverðlaunuð fyrir tónlist sína og hlaut m.a. Polaris verðlaunin fyrir bestu kanadísku plötuna 2014 fyrir plötuna Animism. Hún sérhæfir sig í hálssöng (e. throat singing) að hætti frumbyggja Ameríku. Hún vann m.a. með Björk við gerð plötunnar Medúllu. Þetta verða einstakir tónleikar sem áhugamenn um framsækna tónlist mega alls ekki láta fram hjá sér fara. Miðaverð er 2.000 kr. og húsið opnar kl. 20. SiGRÚN hitar upp. -- Tanya Tagaq (CA) will play Húrra on feb. 7th 2017. Doors are at 8 pm. Tickets: 2.000 ISK. Support by SiGRÚN. Nánar um Tanya Tagaq // More info on Tanya Tagaq: Tanya Tagaq: Retribution Inuit throat singer and artist Tanya Tagaq won the Polaris Prize for best Canadian album in 2014, for Animism. Those who thought she had then made her definitive artistic statement are in for a surprise. Also in for a shock are those who thought international success, playing to major festivals and packed houses all over the world, would lead to a mellower sound, or a more laid back approach. Tagaq follows up Animism with Retribution, an even more musically aggressive, more aggressively political, more challenging, more spine tingling, more powerful masterpiece. There are those who find comfort in the bland sweetness of middle of the road love songs designed to soothe. But then there are music fans that find comfort in honesty, blazing human talent and free, intelligent expression of passion. This album is not dinner party ambience music. This album is a cohesive, whole statement. Why sugarcoat it? This album is about rape. Rape of women, rape of the land, rape of children, despoiling of traditional lands without consent. Hence the cover version of Nirvana's song "Rape Me." It's at least a hundred times more chilling than the original. Retribution is Tanya Tagaq's portrait of a violent world in crisis, hovering on the brink of destruction. It's a complex, exhilarating, howling protest that links lack of respect for women's rights to lack of respect for the planet, to lack of respect for Indigenous rights. It's an album about celebrating the great strength of women, it's about rejecting the toxic, militaristic masculinity that's taken over the world since the rise of Western industrial capitalism, and is rapidly destroying human life support systems through climate change and pollution. In a startling lyric from the title track, she observes, "Money has spent us." The Inuit people live on the cutting edge of the climate emergency. As sea ice dwindles at astonishing rates, they are witnessing the death of the entire Arctic ecosystem, as the colonialist machine rolls on, mining newly uncovered areas for diamonds. And the Inuit know the truth about the contemporary natures of the crimes at the center of Canada's identity. Tagaq herself attended Canada's infamous genocidal Residential School System, something most Canadians would rather imagine as a dealt-with thing of the distant past. Tagaq is the leader of this project, and she uses the power of her voice, the power of her commitment to her performance, the power of her informed, uncompromising artistic standards, to draw other, similarly committed and talented people to her mission. Jesse Zubot collaborates as producer and lead violinist, creating a stunning array of sound, employing mastery over his instrument and an arsenal of digital and analogue effects. Jean Martin's drumming builds dynamics and rolls devastatingly across the sonic landscape like a tank division of Tagaq Army, an army which also includes Tuvan throat singer Radik Tulush, rapper Shad, traditional Inuk singer Ruben Komangapik, and Tagaq's own young daughter, Inuuja, who is brought in on the first song, like a symbolic character in a novel, to represent both the hope of the future and also to elicit shame for the betrayals we are visiting on the generations to come. We defy you to listen to this album without weeping, without shuddering, without feeling its intense power and immediacy. This is dramatic, relevant, stunning music. "Retribution will be swift."

FM Belfast DJ Bonanza!

Húrra

16602137 10154897438385539 8196086236319051621 o

Come join us for a night of dancing at Húrra! This will be a FM Belfast Dj-set on steroids with a lot of old and new friends joining us!

Hefnendabíó á Húrra - Miami Connection

Húrra

16403090 1191015364352154 9141393258449106667 o

Hulkleikur og Ævor Man varpa týnda demantinum MIAMI CONNECTION á Húrra tjaldið! Þetta er svona mynd um ninjur og kókaín og mótorhjól og rokkhljómsveitir og annað flott. GA to the MAN. sjáumst!!!

Amiina flytur Fantômas á Húrra

Húrra

16473196 1212322685551262 6664934912862498003 n

Hljómveitin amiina flytur tónlist af nýútkominni plötu sinni, Fantômas við samnefnda kvikmynd frá 1913 á Húrra 22. og 23. febrúar 2017. Miðaverð: 2.500. Takmarkaður sætafjöldi í boði. Lávarður hryllingsins, herra Fantômas, ræður ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu sem kom út hjá Mengi 25. nóvember síðastliðinn. Tónlist amiinu samin við þögla spennumynd frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade, frumflutt á Hrekkjavöku í hinu virta Théâtre du Châtelet í París árið 2013 og lítur nú dagsins ljós sem sjálfstæð heild enda höfðu amiinuliðar það strax á stefnuskránni að gefa tónlistina út á plötu. Þetta er fjórða breiðskífa amiinu, eldri eru Kurr (2007), Puzzle (2010) og The Lighthouse Project (2013) en allar þessar plötur hafa hlotið dreifingu víða um heim og hlotið frábærar viðtökur. Angurværð og tregi, himneskar laglínur og ágengir taktar, ólgandi spenna og hryllingur; tónlist amiinu við Fantômas býr yfir margvíslegum kenndum þar sem nokkur leiðarstef mynda nokkurs konar rauðan þráð og gefa tilfinningu fyrir heilsteyptu verki á sama tíma og hægt er að njóta hvers einstaks lags. Fiðla, selló, ukulele, trommur, slagverk ýmiss konar, borðharpa og rafhljóð mynda uppistöðuna í hljóðheimi amiinu á þessari plötu sem er full af andstæðum þar sem möguleikar hljóðfæranna eru nýttir á margvíslegan hátt eins og amiinuliðum einum er lagið. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem amiina semur tónlist við, undanfarin ár hafa þau tekið ástfóstri við heillandi kvikmyndir þýsku kvikmyndagerðarkonunnar Lotte Reiniger og samið tónlist við nokkur af brothættum ævintýrum hennar. Annars konar andrúmsloft svífur svo sannarlega yfir vötnum í kvikmyndum Louis Feuillade um hinn harðsvíraða glæpamann Fantômas sem fyrst kvaddi sér hljóðs árið 1911 í bókaseríu frönsku rithöfundanna Marcel Allain og Pierre Souvestre en Fantômas sló umsvifalaust í gegn á meðal franskra, spennusagnaþyrstra lesenda. Hann varð aðalviðfangsefni fimm kvikmynda Louis Feuillade sem frumsýndar voru á árunum 1913 til 1914 í París og átti einnig eftir að verða ótal listamönnum úr ólíkum áttum innblástur allt fram á okkar daga. Súrrealistar og framúrstefnulistamenn í upphafi 20. aldarinnar á borð við Guillaume Appolinaire og René Magritte sóttu í smiðju Fantômas og sjónvarpsþættir, myndasögur, kvikmyndir, skáldsögur og tónlistarmenn seinni tíma í ótal löndum hafa og byggt á þessum efnivið á einn eða annan hátt, má þar nefna verk listamanna á borð við Mike Patton, Julio Cortázar og ótal fleiri. Undir fáguðu yfirbragði Fantômas leynist stórhættulegur raðmorðingi sem nýtur þess að pynta og kvelja fórnarlömb sín og beitir til þess ótrúlega hugvitssamlegum aðferðum. Rottur og snákar, sandgryfjur og eitur, allt þetta og meira til nýtir hinn hugmyndaríki Fantômas sér til að murka lífið úr þeim sem á vegi hans verða. Hann er meistari klækja og bellibragða og ókrýndur konungur dulargervanna; enginn veit hvaða ásýnd hann tekur á sig í það og það skiptið. Dúóið Juve og Fandor eru þjónar réttvísinnar í sögunum um Fantômas, Juve er rannsóknarlögreglumaður og Fandor rannsóknarblaðamaður en báðir leggja þeir allt í sölurnar til að handsama þrjótinn sem heldur Parísarborg í heljargreipum. Ekki þarf að taka fram að klækjaþrjóturinn Fantômas sigrar orrustuna í hvert sinn og smýgur undan réttvísinni. Tónlist amiinu var frumflutt Hrekkjavöku í Théâtre du Châtelet í París árið 2013 samhliða tónlist fjögurra annarra tónlistarmanna við kvikmyndir Louis Feuillade um Fantômas. Tónlistarmennirnir James Blackshaw, Loney Dear, Tim Hecker og Yann Tiersen lögðu til nýja tónlist við hinar fjórar myndirnar á viðburði sem laut listrænni stjórnun Yann Tiersen (sem sjálfur er þekkt kvikmyndatónskáld og samdi meðal annars tónlistina við hina ástsælu kvikmynd Amelie) en Tiersen hafði pantað tónlistina af þessum músíköntum fyrir viðburðinn. Myndirnar fimm voru sýndar hver af fætur annarri og á meðan hljómaði tónlist 21. aldarinnar við þögul kvikmyndaverk frá upphafi 20 aldarinnar. Sýningatími var í kringum sex klukkustundir en tilefni viðburðarins var meðal annars endurgerð franska kvikmyndafyrirtækisins Gaumont á myndunum um Fantômas.

Amiina flytur Fantômas á Húrra

Húrra

16463480 1212326222217575 3414614143053656307 o

Hljómveitin amiina flytur tónlist af nýútkominni plötu sinni, Fantômas við samnefnda kvikmynd frá 1913 á Húrra 22. og 23. febrúar 2017. Miðaverð: 2.500. Takmarkaður sætafjöldi í boði. Lávarður hryllingsins, herra Fantômas, ræður ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu sem kom út hjá Mengi 25. nóvember síðastliðinn. Tónlist amiinu samin við þögla spennumynd frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade, frumflutt á Hrekkjavöku í hinu virta Théâtre du Châtelet í París árið 2013 og lítur nú dagsins ljós sem sjálfstæð heild enda höfðu amiinuliðar það strax á stefnuskránni að gefa tónlistina út á plötu. Þetta er fjórða breiðskífa amiinu, eldri eru Kurr (2007), Puzzle (2010) og The Lighthouse Project (2013) en allar þessar plötur hafa hlotið dreifingu víða um heim og hlotið frábærar viðtökur. Angurværð og tregi, himneskar laglínur og ágengir taktar, ólgandi spenna og hryllingur; tónlist amiinu við Fantômas býr yfir margvíslegum kenndum þar sem nokkur leiðarstef mynda nokkurs konar rauðan þráð og gefa tilfinningu fyrir heilsteyptu verki á sama tíma og hægt er að njóta hvers einstaks lags. Fiðla, selló, ukulele, trommur, slagverk ýmiss konar, borðharpa og rafhljóð mynda uppistöðuna í hljóðheimi amiinu á þessari plötu sem er full af andstæðum þar sem möguleikar hljóðfæranna eru nýttir á margvíslegan hátt eins og amiinuliðum einum er lagið. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem amiina semur tónlist við, undanfarin ár hafa þau tekið ástfóstri við heillandi kvikmyndir þýsku kvikmyndagerðarkonunnar Lotte Reiniger og samið tónlist við nokkur af brothættum ævintýrum hennar. Annars konar andrúmsloft svífur svo sannarlega yfir vötnum í kvikmyndum Louis Feuillade um hinn harðsvíraða glæpamann Fantômas sem fyrst kvaddi sér hljóðs árið 1911 í bókaseríu frönsku rithöfundanna Marcel Allain og Pierre Souvestre en Fantômas sló umsvifalaust í gegn á meðal franskra, spennusagnaþyrstra lesenda. Hann varð aðalviðfangsefni fimm kvikmynda Louis Feuillade sem frumsýndar voru á árunum 1913 til 1914 í París og átti einnig eftir að verða ótal listamönnum úr ólíkum áttum innblástur allt fram á okkar daga. Súrrealistar og framúrstefnulistamenn í upphafi 20. aldarinnar á borð við Guillaume Appolinaire og René Magritte sóttu í smiðju Fantômas og sjónvarpsþættir, myndasögur, kvikmyndir, skáldsögur og tónlistarmenn seinni tíma í ótal löndum hafa og byggt á þessum efnivið á einn eða annan hátt, má þar nefna verk listamanna á borð við Mike Patton, Julio Cortázar og ótal fleiri. Undir fáguðu yfirbragði Fantômas leynist stórhættulegur raðmorðingi sem nýtur þess að pynta og kvelja fórnarlömb sín og beitir til þess ótrúlega hugvitssamlegum aðferðum. Rottur og snákar, sandgryfjur og eitur, allt þetta og meira til nýtir hinn hugmyndaríki Fantômas sér til að murka lífið úr þeim sem á vegi hans verða. Hann er meistari klækja og bellibragða og ókrýndur konungur dulargervanna; enginn veit hvaða ásýnd hann tekur á sig í það og það skiptið. Dúóið Juve og Fandor eru þjónar réttvísinnar í sögunum um Fantômas, Juve er rannsóknarlögreglumaður og Fandor rannsóknarblaðamaður en báðir leggja þeir allt í sölurnar til að handsama þrjótinn sem heldur Parísarborg í heljargreipum. Ekki þarf að taka fram að klækjaþrjóturinn Fantômas sigrar orrustuna í hvert sinn og smýgur undan réttvísinni. Tónlist amiinu var frumflutt Hrekkjavöku í Théâtre du Châtelet í París árið 2013 samhliða tónlist fjögurra annarra tónlistarmanna við kvikmyndir Louis Feuillade um Fantômas. Tónlistarmennirnir James Blackshaw, Loney Dear, Tim Hecker og Yann Tiersen lögðu til nýja tónlist við hinar fjórar myndirnar á viðburði sem laut listrænni stjórnun Yann Tiersen (sem sjálfur er þekkt kvikmyndatónskáld og samdi meðal annars tónlistina við hina ástsælu kvikmynd Amelie) en Tiersen hafði pantað tónlistina af þessum músíköntum fyrir viðburðinn. Myndirnar fimm voru sýndar hver af fætur annarri og á meðan hljómaði tónlist 21. aldarinnar við þögul kvikmyndaverk frá upphafi 20 aldarinnar. Sýningatími var í kringum sex klukkustundir en tilefni viðburðarins var meðal annars endurgerð franska kvikmyndafyrirtækisins Gaumont á myndunum um Fantômas.

Ambátt útgáfutónleikar á Húrra

Húrra

16402967 10212266199189681 8577251532070929616 o

Flugufen er ný plata með hljómsveitinni Ambátt sem er samstarfsverkefni listamannsins Pan Thorarensen og tónskáldsins Þorkels Atlasonar. Platan er gefin út á vínyl og stafrænt á netinu og inniheldur 7 ný lög. Flugufen hefur verið í vinnslu með hléum undanfarin 3 ár og eru þar könnuð ytri mörk ólíkra tónlistarstíla með áherslu á form og byggingu. Á plötunni leikur einnig þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky og Katrína Mogensen (Mammút) syngur. Platan er búin að fá frábæra dóma hér heima og erlendis og dottið inn á marga árslista yfir plötur ársins 2016. Flugufen fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki - Raftónlist. "Flugufen er ómþýður staður. Lagt er upp með stemningu, alltumlykjandi, og platan rennur af hægð og með öryggi. Evrópsk sveimdjassstemning keyrð inn í ókennilega og alíslenska rafblöndu" Útgáfutónleikar Ambátt munu fara fram á Húrra ásamt hljómsveit miðvikudagskvöldið 1 mars og kostar litlar 1500 kr inn. Húsið opnar kl. 20.00 og mun King Lucky sjálfur (LUCKY RECORDS) sjá um ljúfa tóna eins og honum er einum lagið.! Tónleikar hefjast svo kl. 22.00. Ambátt / Hljóðfæraleikarar eru: Pan Thorarensen - Electronics Þorkell Atlason - Guitar Benjamín Bent Árnason - Drums Helgi Egilsson - Bass Sebastian Studnitzky - Trumpet Katrína Mogensen - Vocal Visual by: Guðmann Þór Bjargmundsson www.ambatt.org

Babies á Húrra

Húrra

16797825 1229612497155614 5794887458924722679 o

BABIESFLOKKURINN mætir á Húrra og hristir vorið í gang á sinn einstaka hátt. Þau stíga á svið á slaginu 10. Frítt inn og stimmung!

Emmsjé Gauti á Húrra 4.mars

Húrra

16797056 1768112056547882 910592992575576228 o

Þann 4.mars næstkomandi mun Emmsjé Gauti leika fyrir dansi á Húrra. Gauti gaf út tvær plötur á síðasta ári (Vagg&velta og Sautjándi nóvember) og mun flytja vel valin lög af þeim báðum ásamt vinum sínum Birni Vali (DJ), Vigni BA$$ og Kela Drumz Húsið opnar kl: 21:00 og tónleikarnir hefjast kl: 22:00, 20 ára aldurstakmark. Hljómsveitin Cyber sér um að hefja kvöldið með ljúfum tónum Miðasala er hafin á tix.is 2.500 ISK

Heiladans #42: BistroBoy, Andartak, Án, Chevron & DJ Dorrit

Húrra

16904876 10210910294026995 3257273164352941130 o

Möller Records heldur veislu á Húrra og fagnar t.d. útgáfum frá Andartak og Án. Acid gestur kvöldsins verður enginn annar en hinn breski Chevron og Bistro Boy (Möller pabbi) sér um að öllum verði hlýtt. Dj Dorrit spilar vel valin lög á milli atriða. Verið hjartanlega velkomin! BistroBoy https://soundcloud.com/bistroboy Chevron https://soundcloud.com/chevron Andartak https://soundcloud.com/andartak Án https://soundcloud.com/antonlist Dj Dorrit https://soundcloud.com/futuregrapher Heiladans - fyrir fólkið í landinu <3 1.500 kr. inn :)

Skelkur í Bringu, Hestbak & B'CHU

Húrra

16904738 1233495840100613 2400653217718265611 o

Þriðjudagstilboð á Húrra. Tónleikar með þremur áleggum (Skelkur í bringu, Hestbak & B'CHU) á einungis 1.000kr | hús opnar kl 20:00 ------------------------------------------------------------ Skelkur í bringu, Hestbak & B'CHU | 1000kr | doors at 20:00

Rick and Morty Pub Quiz at Húrra (in English)

Húrra

16473481 1211031485680382 8142732733255864133 n

YO YO YO, What is up my Glip Globs! // Icelandic blelow \\ The day has finally arrived :D The second Rick *purb* and Morty Pub Quiz will be held at Húrra on the 15th of March 2016 at 8 pm at Húrra Bar Lets unite in protest of stupid Tammy and show up in a costume! Birdperson would have wanted that :'( We will show one episode, you can choose, answer the poll below. 3-4 per team There will be prices also for best costume! wubba lubba dub dub I'm not looking for judgement, just a yes or no! will you be there? #FreeRick --- YO YO YO Hvað er uppi glip glopsin mín! Dagurinn er loksins mættur :D Annað Rick *rop* og Morty Pub Quiz Íslands verður haldið þann 15. mars 2016 klukkan 20:00 á Húrra. Við skulum sameinast og mótmæla heimsku Tammy og koma í búning! Fuglamanneskja hefði viljað það :'( Við munum sýna einn þátt, valið er þitt, veldu hér fyrir neðan. 3-4 í liði Það verða vinningar, líka fyrir besta búninginn! wubba lubba dub dub Ég er ekki að leita réttar, bara já eða nei! verður þú þar? #FrelsumRíkharð

PASHN, Futuregrapher & Magnetosphere á Húrra

Húrra

16819219 1233499190100278 5603534485051692884 o

PASHN heldur tónleika á húrra þann 22. mars Futuregrapher og Magnetosphere sjá um að hita upp krádið með ljúfum tónum. Húsið opnar klukkan 20.00 og tónleikar hefjast klukkan 21.00 PASHN https://www.facebook.com/pashnofficial/ PASHN er íslenskt popp-elektrónískt duo. Hljómsveitina skipa Ragnhildur Veigarsdóttir og Ása Bjartmarz. Þær stunda báðar nám við Skapandi Tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands en hafa báðar verið lengi í tónlistarnámi. Ása hefur einnig stundað nám við BIMM háskóla í London í popular music performance og Ragnhildur hefur stundað nám við djasssöng og djasspíanó í Tónlistarskóla FÍH. Þessa dagana er PASHN að vinna í fyrstu plötunni sinni og stefna á að spila á Secret Solstice og Iceland Airwaves í ár. Futuregrapher https://www.facebook.com/Futuregrapher/ Futuregrapher, eða Árni Grétar Jóhannesson (fæddur 6. desember 1983), er íslenskur raftónlistarmaður og einn stofnenda Möller Records. Hann hefur gefið út fjórar breiðskífur og spilað víða við góðar undirtektir - m.a. á Iceland Airwaves, Sonar Reykjavík, Aldrei Fór Ég Suður, Extreme Chill og bæði í N-Ameríku og Evrópu. Futuregrapher hefur gefið út fjöldan allan af smáskífum - og gert endurhljóðblandanir fyrir marga, t.a.m. Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono,. Árni Grétar starfar einnig með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson & Futuregrapher) og hefur unnið með mörgu öðru listafólki. Magnetosphere https://www.facebook.com/magnetospheremusic/ Magnetosphere er sólóverkefni Margrétar G. Thoroddsen þar sem seiðandi raftónlist nærist á sálarskotinni rödd með magnaðri uppbyggingu. Margrét starfar við tónlist sem laga- og textahöfundur, söngkona, hljómborðsleikari og ásláttarleikari. Rafræn Ep-plata Magnetosphere (you) er í vinnslu og kemur út í byrjun árs 2017. Titillag plötunnar, You, var gefið út á þessu ári. 1.500 kr inn :) /////// PASHN is an Icelandic pop-electronic duo formed by Ragnhildur Veigarsdóttir and Ása Bjarmarz. They are both currently studying Creative Music Communication at the Iceland Academy of Arts and have been studying music for many years. Ása has attended the British and Irish Modern Music Institute, or BIMM in London for Popular Music Performance and Ragnhildur has studied jazz vocal and jazz piano at Tónlistarskóli FÍH. These days they are working on an EP and plan on performing at Secret Solstice and Iceland Airwaves Music Festival this year. Árni Grétar (born 6 December 1983), best known under the pseudonym Futuregrapher, is an electronic musician described by Grapevine magazine in 2009 as “fucking brilliant.” He founded the indie record label Möller Records in 2011. Futuregrapher has released four critical acclaimed albums and remixed many artists; Ghostigital, Samaris, Mick Chillage and Ruxpin (to name a few). Live events all around Iceland and has toured in both N-America and Europe. Worked and made music with many artists, like Japanese sound artist Gallery Six and Icelandic composer Jón Ólafsson. Magnetosphere is a soloproject from Margrét G. Thoroddsen in which soothing electronic music nourishes from a soulful voice, building up an amazing sound. Margrét is both music and lyric composer, singer, she plays piano/keys and percussion. Magnetosphere Ep-record, You, will be released online in 2017. Her first single came out earlier this year.