Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Hvernig setja má loftslagsmarkmið fyrirtækja

Hagnýt vinnustofa um hvernig fyrirtæki geta sett sér markmið um minni losun. Með undirritun loftslagsyfirlýsingar Festu og Reykjavíkurborgar sýna fyrirtæki að þau vilja leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum. Skráðu þig hér: http://bit.ly/loftlagsmarkmid Næsta skref er að skoða hve mikið fyrirtækið losar af gróðurhúsalofttegundum (GHL) og hvernig gengur að draga úr myndun úrgangs, setja sér markmið og skipuleggja aðgerðir. Á þessari vinnustofu eru kynntar gagnlegar aðferðir til að setja loftslagsmarkmið fyrir fyrirtæki. Notast verður við raundæmi. Vinnustofan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum, sem vilja setja sér markmið í loftslagsmálum en hafa til þessa ekki nýtt sér t.d. grænt bókhald eða aðra aðferðafræði við að mæla losun GHL og magn úrgangs. Hvenær: 22. mars 2018 kl. 8.30-10.30 Hvar: Háskólinn í Reykjavík, salur M209 Fyrir hverja: Fyrirtæki sem vilja setja sér loftslagsmarkmið Verð: Ókeypis fyrir starfsfólk aðildarfélaga Festu, verð kr. 14.900.- fyrir aðra. Markmið vinnustofu: – Veita yfirsýn yfir helstu hugtök sem tengjast losun gróðurhúsalofttegunda – Kynna hagnýt tól til að greina losun GHL og úrgangs í fyrirtækjarekstri – Leiðbeina um notkun Hugtök og aðferðir fyrir loftslagsmarkmið Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, Andrými Dæmi um loftslagsmarkmið fyrirtækis Sigurpáll Ingibergsson, ÁTVR Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, Festu Meira um samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar um loftslagsmál: http://festasamfelagsabyrgd.is/loftslagsmarkmid/

Af hverju skiptir útlit máli? Áhrif hugsana á líðan

Andri Steinþór Björnsson, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna í nýju erindi í röðinni Háskólinn og samfélagið - Best fyrir börnin. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 22. mars og hefst hann kl. 12:00. Bein útsending frá erindinu https://livestream.com/accounts/11153656/events/8122431/player Andri mun leitast við að varpa ljósi á það af hverju útlit skiptir okkur máli og hvenær sú áhersla verður að sálrænum vanda, á borð við átraskanir og líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphic disorder) sem er lítt þekkt meðal almennings en algeng og oft alvarleg geðröskun. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má nálgast á vef Háskóla Íslands: https://www.hi.is/vidburdir/af_hverju_skiptir_utlit_mali

Grunnnám, hvað svo? - Hvað er í boði í HÍ að loknu grunnnámi?

Getur nemandi með BA-gráðu í mannfræði farið í talmeinafræði? Getur nemandi með BS-gráðu í hjúkrunarfræði farið í framhaldsnám í guðfræði? Getur nemandi með BS-gráðu í tölvunarfræði farið í framhaldsnám í leikskólakennarafræði? Hverjar eru forkröfurnar fyrir hverja og eina námsleið í framhaldsnámi við Háskóla Íslands? Sérfræðingar fræðasviða Háskóla Íslands veita svör við þessum spurningum og ótal fleiri á Litla-torgi Háskólatorgs fimmtudaginn 22. mars milli kl. 16 og 17:30. Náms- og starfsráðgjafar verða á staðnum og veita ráðgjöf. Háskóli Íslands á í samstarfi við yfir 500 háskóla um allan heim og sérfræðingar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta verða einnig viðstaddir og kynna hina fjölbreyttu möguleika í skiptinámi. Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hyggja á framhaldsnám í Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur um framhaldsnám við Háskóla Íslands er til 15. apríl en lista yfir námsleiðir í framhaldsnámi má finna á vef skólans: https://www.hi.is/framhaldsnam_listi Sótt er um framhaldsnám á vef skólans: https://www.hi.is/umsokn_um_nam

Verkefnavaka 2018

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, ritver og bókasafn Menntavísindasviðs, ritver Hugvísindasviðs, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ standa fyrir Verkefnavöku gegn frestunarpest og ritkvíða í Þjóðarbókhlöðunni fimmtudaginn 22. mars kl. 17–22. Boðið verður upp á dagskrá fyrir alla stúdenta Háskóla Íslands sem eru með verkefni í smíðum, smá eða stór, námskeiðsverkefni eða lokaverkefni. Á Verkefnavökunni gefst gott tækifæri til þess að vinna í verkefnum eina kvöldstund í góðum félagsskap. • Hvetjandi fræðsla í boði. • Leiðsögn sérfræðinga um allt það sem viðkemur verkefnaskrifum. • Vinnustofur og örnámskeið um árangursríka heimildaleit. Allir velkomnir! Markmið vökunnar eru • að gefa stúdentum færi á að vinna að verkefnum sínum utan hefðbundins vinnutíma eina kvöldstund og fá aðstoð og hvatningu frá jafningjum, kennurum eða öðrum starfsmönnum Háskólans, • að vekja athygli á þeim mikla vanda í háskólum heimsins að fjöldi stúdenta kvíðir því að skrifa og margir hverfa frá námi þegar lokaverkefnið eitt er eftir, • að vekja athygli á að unnt er að aðstoða höfunda á öllum stigum ritunarferlisins og hjálpa þeim að komast af stað sem frestað hafa verkefnum of lengi. Fyrirmynd að verkefnavöku er sótt til ritvera í Þýskalandi sem héldu fyrstu vökuna 2010 undir nafninu Lange Nacht der aufgeschobenen Hausarbeiten. Verkefnið hefur breiðst út til háskóla austan hafs og vestan og er á ensku kallað Long Night against Procrastination.

Franskar stundir í Stúdentakjallaranum

(English below) Þann 22. mars verða franski tónleikar í Stúdentakjallaranum í tilefni daga franskrar tungu. Þeir sem koma fram eru: Jóhanna Vigdís og Karl Olgeirsson Unnur Sara Eldjárn Tui Hirv og Páll Ragnar Le Bateau Vivre Boðið verður uppá drykki og hægt að kaupa franskan mat á barnum. Tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar Krafts - Stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Aðgangur ókeypis. - On March 22nd there will be a French concert at Stúdentakjallaranum in honor of the French language days. Those who will perform are: Jóhanna Vigdís and Karl Olgeirsson Unnur Sara Eldjárn Tui Hirv and Páll Ragnar Le Bateau Vivre There will be free drinks and French food available for purchase at the bar. Donations accepted to support Kraftur - Support system for young people with cancer and their relatives. Free entrance.

Fegurð, frost og fullveldi!

Ekki missa af spennandi fræðslu- og skemmtidagskrá á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, Listasafns Reykjanesbæjar, Sögufélags Suðurnesja og Leikfélags Keflavíkur ásamt tónlistarmönnunum Arnóri og Elmari á fimmtudag. Erindi flytja Eiríkur Hermannsson formaður sögufélagsins sem bregður upp mynd af kjörum fólks á Suðurnesjum árið 1918 og Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri Þingvallasýningarinnar sem nú stendur í listasal, segir frá myndlistarsýningunni. Þá bregða félagar úr Leikfélagi Keflavíkur upp svipmyndum frá frostavetrinum mikla. Viðburðurinn er liður í 100 ára fullveldisafmæli Íslands og verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Fullveldissjóði Íslands. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Háaleiti og Bústaðir: Íbúafundur borgarstjóra

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, stendur fyrir opnum fundi fyrir íbúa Háaleitis og Bústaðahverfa í Breiðagerðisskóla, 22. mars kl. 20. Borgarstjóri mun fara yfir málefni hverfishlutanna í glærukynningu, kynnt verða hugmyndir um Miklubraut í stokk, skipulag við Kringluna auk þess sem samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, Þorsteinn R. Hermannsson, mun kynna Borgarlínu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Öll velkomin og heitt á könnunni.

COWs 5: Morton Feldman: For Christian Wolff

Tónleikaröðin COWs samanstendur af þrennum tónleikum sem fara fram á vormisseri 2018 í Mengi. Á tónleikunum verður flutt tilraunakennd tónlist af ýmsum toga eftir tónskáldin Jennifer Walshe, Morton Feldman, Carolyn Chen auk fleiri. Aðrir tónleikarnir í COWs-tónleikaröðinni fara fram 22. mars er verkið For Christian Wolff eftir Morton Feldman verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið er um tvær klukkustundir að lengd og um flutning sjá Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Mathias Halvorsen píanóleikari. Komið verður fyrir dýnum í rökkvuðu rýminu og er gestum velkomið að leggjast niður og njóta þannig hugleiðslukenndrar tónlistarinnar. Lokatónleikar raðarinnar fara fram 27. apríl en þá verða verk eftir Carolyn Chen flutt, af henni sjálfri, Berglindi Tómasdóttur, Erik DeLuca, Einari Torfa Einarssyni og fleirum. Nánari efnisskrá verður tilkynnt síðar. Listræn stjórnun COWs: Berglind María Tómasdóttir Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði. Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr. ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ COWs concert series consists of three concerts that will take place in Mengi in Spring 2018. The concerts include music by composers Jennifer Walshe, Morton Feldman, Carolyn Chen amongst others. The second concert in this season’s series will take place on March 22, and features the Iceland premiere of For Christian Wolff (for flute and piano) by Morton Feldman performed by Berglind María Tómasdóttir and Mathias Halvorsen. Mats will be installed on the floor so the audience can enjoy a meditative moment while listening to the two-hour-long work. The last concert will take place on April 27 and is dedicated to music by Carolyn Chen performed by the composer, Erik DeLuca, Einar Torfi Einarsson and others. More information TBA soon. Curator of COWs Concert Series: Berglind Tómasdóttir COW Concert Series is supported by the Icelandic Music Fund. Doors open at 8.30 PM - Tickets are 2.000 ISK. Um flytjendur / About the performers: Berglind Tómasdóttir is a flutist and interdisciplinary artist living in Reykjavík, Iceland. In her work she frequently explores identity and archetypes, as well as music as a social phenomenon. An advocate of new music, Berglind has worked with composers such as Anna Thorvaldsdottir, Peter Ablinger, Evan Ziporyn, Nicholas Deyoe, Clinton McCallum and Carolyn Chen, and received commissions from The Dark Music Days Festival and The National Flute Association. Her work has been featured at Reykjavík Arts Festival, Nordic Music Days, Cycle Music and Art Festival, MSPS New Music Festival (LA), REDCAT (CA) and CMMAS in Morelia, Mexico to name a few. Berglind Tómasdóttir holds degrees in flute playing from Reykjavik College of Music and The Royal Danish Music Conservatory in Copenhagen and a DMA in contemporary music performance from University of California, San Diego. Berglind is an associate professor in contemporary music performance at the Iceland Academy of the Arts. Mathias Halvorsen lives Reykjavik with his girlfriend and his little son. He performs regularly in lots of weird places, doing anything from chamber music and solo concerts to composition and exciting genre defying projects. From 2018 to 2020 Mathias is a member of the german fellowship program BeBeethoven. An overview over current projects can be found at www.mathiashalvorsen.com He studied with prof. Jiri Hlinka (2006-2010) in Oslo and with prof. Gerald Fauth (2011 - 2013) in Leipzig. In 2008 he founded the Podium festival in Haugesund together with flutist Guro Pettersen. The festival was held for the 10th time in 2017. In 2009 he discovered the manuscript of piano concerto no. 5 by the Norwegian composer Halfdan Cleve at the National Library in Oslo and performed it with the Lithuania State Symphony and conductor Gintaras Rinkevicius. Since 2010 he has been performing concerts in complete darkness as a founding member of the critically acclaimed trio LightsOut. The last years Mathias has performed regularly alongside Peaches in the duo show Peaches Christ Superstar. The production has visited many festivals such as Theater der Welt in Mannheim and Yoko Ono's Meltdown in London. He has also done several dance and theatre pieces with director and choreographer Laurent Chetouane. One of these, the comedy 'Den Stundesløse' featured Mathias' acting debut at the National Theatre in Oslo, Norway. In 2017 Mathias premiered his first opera Dracula, commissioned and performed by the Haugesund Chamber Opera. Recently Mathias has performed at festivals such as Brighton Festival, Mofo (Tazmania), Everybody's Spectacular (Reykjavik), Podium Festival Esslingen, Portland Chamber Music Festival and venues like the Münchner Kammerspiele, Onassis Cultural Centre (Athens), Queen Elizabeth Hall (Southbank Centre), Kampnagel (Hamburg) and La Commune (Paris).

Týsdagstæknó á Húrra / 22.3.2018

Týsdagstæknó snýr aftur á Húrra! Fimmtudags-edition. Line Up: NÆRVERA (DJ-set) LaFONTAINE HIDDEN PEOPLE Frítt inn, kvöldið hefst kl. 22:00 🏁