Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Bachaðu þig upp! Bachófónía í Hörpu

Elskarðu Bach? Ertu að æfa Bach? Hefur þig dreymt um æfa Bach? Komdu og taktu þátt í einstakri Bachófóníu í Hörpu á alþjóðlega Bachdeginum. Fæðingardag Jóhannes Sebastíans Bachs (1685 - 1750) ber upp á miðvikudaginn 21. mars og tónlistarmenn um víða veröld halda upp á daginn með margvíslegum hætti. Í miðvikudagshádeginu mun tónlistardeild Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Hörpu, blása til opinnar og óformlegrar æfingar á tónlist Bachs í Hörpu. Allir eru velkomnir að mæta með hljóðfærin sín og söngröddina og spila eða syngja brot úr tónverkum meistarans. Einleiksverk og kammerverk, einsöngsverk og kórverk, hljómsveitarverk, allt höfundaverkið er undir og meiningin er að úr tónbrotunum sem hljóma munu í Hörpu muni myndast voldugur og glundaroðakenndur hljóðveggur, sannkölluð Bachófónía. Því fleiri sem mæta, því betra og skemmtilegra. Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir vilja taka þátt eða hlusta og njóta. Við hefjumst handa klukkan 11:30 og spilum Bach til klukkan 13:00. #bachaðuþigupp #bach2basics #horfðuíbachsýnisspegilinn ___________________ Do you love Bach? Are you rehearsing Bach. Or do you dream of rehearsing Bach. Then come to Harpa on Bach's birthday, Wednesday, March 21st from 11:30 am - 1:00 pm and join us in a truly magical Bachofonia. Everybody can bring their instrument / voice and rehearse their Bach; fragments / tunes / movements / whole works for all kinds of instruments / voices / choirs / arrangements. You are also welcome to sit down, relax and listen. Bachofonia is a project of the Music Department of Iceland University of the Arts, in collaboration with Harpa Concert Hall. Curator: Berglind María Tómasdóttir.

Rebecca's Dates with Dudes, edition #9

Dates with Dudes is an ongoing research into the tropes of modern hetero dating, an inspection of gender relations, and a method of investigating the performance of the first meeting. Above all, it's a great way to spend a few hours drinking a beer in front of a vivisection of a date. Free entry, and please feel free to bring a date.

Edda II - tónleikakynning

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir fræðandi og skemmtilegri kvöldstund með Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarfræðingi og listrænum ráðgjafa Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í Kaldalóni miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20. Þar mun Árni Heimir fræða gesti um óratóríuna Eddu eftir Jón Leifs og sýna áður óbirtar skissur Jóns af verkinu. Auk þess ræðir Árni Heimir við kórstjórann Hörð Áskelsson, sem tekur þátt í flutningi á Eddu II ásamt einsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Óratórían Edda, eitt metnaðarfyllsta tónverk íslenskrar tónlistarsögu, er samin við texta úr Eddukvæðum og vann Jón að smíði þess í tæp 40 ár, frá um 1930 og þar til hann lést árið 1968. Fyrsti hluti verksins, Edda I: Sköpun heimsins, var frumfluttur árið 2006 og mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja annan hluta versksins, Edda II: Líf guðanna, þann 23. mars næstkomandi í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Árni Heimir þekkir mjög vel til verka Jóns Leifs en hann ritaði ævisögu tónskáldsins, Jón Leifs - Líf í tónum, sem kom út árið 2009 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Aðgangur á kynninguna er ókeypis og allir velkomnir. Meðlimir Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands fá 20% afslátt af miðaverði þessara sögulegu tónleika hljómsveitarinnar 23. mars. Skráðu þig í Vinafélagið hér: https://www.sinfonia.is/vinafelagid/