Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Þjóðsögur á þriðjudögum - hádegisfyrirlestur

Fjallað verður um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar um aldamótin 1900 og þá sérstaklega um tímamótasýningu hans árið 1905 í Reykjavík þar sem hann sýndi fyrstur íslenskra myndlistarmanna málverk sem sóttu myndefni sín í þjóðsögurnar. Þjóðsagnamyndir Ásgríms eru skoðaðar í samhengi við menningarlegan bakgrunn hans og verk myndhöggvarans og góðvinar Ásgríms, Einars Jónssonar sett í samhengi við verk Ásgríms og tengsl þeirra við þjóðernisrómantík og symbólisma. Einnig verður fjallað um söfnun og útgáfu þjóðsagna á Íslandi og það hlutverk sem sú útgáfa hafði sem bakhjarl hinnar þjóðernisrómantísku hreyfingar í lok 19. aldar. Fjallað verður um nokkrar þjóðsagnamyndir Ásgríms sem hann vann í byrjun 20. aldar og þá sterku tjáningu tilfinninga sem koma fram í þessum verkum hans. Að lokum eru landslags- og þjóðsagnamyndir Ásgríms settar í samhengi við þá þjóðernislegu orðræðu sem varð til í lok 19. aldar. Verk Ásgríms eru þá einnig sett í samhengi við hugmyndir um þjóðerni og hlutverk myndlistarinnar sem voru nátengdar í upphafi 20. aldar. Fyrirlesari er Guðrún Lilja Kvaran, sem hlaut B.A gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og hefur framhaldsmenntun á sviði upplýsingafræði, með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún starfar sem skjalastjóri Vísindasiðanefndar. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Bjarnarmessa

Bjarnarmessa: 100 ár frá fæðingu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings Þriðjudaginn 20. mars kl. 16:30-18:30 verður efnt til Bjarnarmessu í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur (fyrirlestrarsal 023). Bjarnarmessa er minningarþing Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags sem haldið er í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings. Björn var brautryðjandi í nútímasagnfræði á Íslandi og um langt skeið einn fremsti fræðimaður á sínu sviði. Hann setti Íslandssöguna í alþjóðlegt samhengi og opnaði henni nýjar víddir. Björn var alla ævi kennari og óþreytandi að miðla þekkingu sinni til nemenda og almennings enda taldi hann brýnt að þjóðin þekkti fortíð sína. Á Bjarnarmessu stíga þjóðþekktir fræðimenn á stokk og heiðra minningu Björns með fjölbreyttum erindum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fundarstjóri: Kristín Svava Tómasdóttir, formaður Sagnfræðingafélags Íslands Fyrir hlé: Þingsetning: Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags. Kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttur Helgi Skúli Kjartansson: Eigi einhamur. Æviatriði Björns Þorsteinssonar Sveinbjörn Rafnsson: Björn Þorsteinsson, íslenskur sagnfræðingur á 20. öld Helgi Þorláksson: Félagsmálatröllið Björn Þorsteinsson Guðmundur J. Guðmundsson: Í slóð Björns Þorsteinssonar Hlé ca. kl. 17:20 í 20 mín. Léttar veitingar Eftir hlé: Björn Pálsson: Fræðari og félagi Þórunn Valdimarsdóttir: Bjössi besta Buna Ávarp: Valgerður Björnsdóttir Ávarp: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Styrkveiting úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar. Valgerður Björnsdóttir afhendir styrkinn. Þingslit: Anna Agnarsdóttir f.h. Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands

KexJazz // Arnold Ludvig kvartett

Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel, þriðjudaginn 20.mars, kemur fram kvartett færeyska bassaleikarans Arnold Ludvig. Með honum leika þeir Jóel Pálsson á saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja fjölbreytta tónlist eftir Arnold. Tónlistin á Kex hostel hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.

Hjalti Nordal og Þórður Hallgrímsson

Þriðjudaginn 20. mars verða flutt sex verk eftir Þórð Hallgrímsson og Hjalta Nordal. Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur. Um tónleikana: Fiðla - Móeiður Una Ingimarsdóttir Víóla - Þórhildur Magnússon Selló - Sverrir Arnórsson Söngvarar: Birgitta Björg Guðmarsdóttir Hera Magdalena Steinunnar Eiríksdóttir Iðunn Einarsdóttir Katla Kristjánsdóttir Melkorka Gunborg Briansdóttir Móeiður Una Ingimarsdóttir Þórey Einarsdóttir Þórhildur Magnúsdóttir Verk eftir Þórð Hallgrímsson: Móðurást Þar sem háfjöllin heilög rísa Einsemd Verk eftir Hjalta Nordal: Fokk brass Sónata fyrir aukahljóðfæri Eitt stykki í viðbót ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Works by Hjalti Nordal & Þórður Hallgrímsson for strings and voice. Doors at 8:30 p.m. - Tickets are 2.000 krónur. Voice: Birgitta Björg Guðmarsdóttir Hera Magdalena Steinunnar Eiríksdóttir Iðunn Einarsdóttir Katla Kristjánsdóttir Melkorka Gunborg Briansdóttir Móeiður Una Ingimarsdóttir Þórey Einarsdóttir Þórhildur Magnúsdóttir Violin - Móeiður Una Ingimarsdóttir Viola - Þórhildur Magnússon Cello - Sverrir Arnórsson Pieces by Þórður Hallgrímsson: Móðurást Þar sem háfjöllin heilög rísa Einsemd Pieces by Hjalti Nordal: Fokk brass Sónata fyrir aukahljóðfæri Eitt stykki í viðbót