Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

WAFF: Secret Solstice Launch Party at Spybar - 2/24

wAFF: SECRET SOLSTICE LAUNCH PARTY Saturday, February 24 wAFF makes his long awaited return to Spybar as the official Chicago launch party for Secret Solstice Festival on February 24th! BUY TIX / RSVP: http://bit.ly/2rGBR8L wAFF (U.K.) Over the last two years wAFF has become one of the most engaging artists on the international circuit joining the ever popular and influential Hot Creations / Paradise family, several highly commended releases and a residency with Jamie Jones’s ‘already under his belt... More info: https://www.residentadvisor.net/dj/waff Also spinning: INPHINITY DUSTIN SHERIDAN HENRY CASTRO LIKE US on Facebook - http://www.facebook.com/SpybarChicago CHECK US OUT online - http://www.spybarchicago.com/ FOLLOW US on Twitter - @Spybar SPYBAR 646 N. Franklin (between Ontario and Erie) 10pm-5am | 21+ | parking/valet available

Sunnudagsleiðsögn: Elina Brotherus - Leikreglur

Pétur Thomsen leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, í Listasafni Íslands, sunnudaginn 25. febrúar kl. 14. Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus. Elina Brotherus (f. 1972 í Finnlandi) fæst að mestu við gerð sjálfsmynda og landslagsmynda. Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin eru unnin á árunum 2014-2017 og einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill. Verk Elinu vöktu snemma athygli vegna nálgunar hennar á notkun ljósmiðla til endurspeglunar á tilfinningalífinu og leikriti hins daglega lífs. Hún kannar persónulegar en í senn sammannlegar upplifanir, sjálfsmyndina, tímahugtakið, nærveru og fjarveru ástarinnar. Elina Brotherus nam ljósmyndun í Helsinki og býr í Finnlandi og Frakklandi. Hún hóf að sýna verk sín í lok 10. áratugarins sem hluti af hinum þekkta Helsinki School hópi ljósmyndara í Finnlandi og hafa verk hennar síðan verið sýnd víða, s.s. í Centre Pompidou í París; Neue Berliner Kunstverein í Berlín; Þjóðarlistasafni Finnlands Ateneum í Helsinki og Louisiana nútímalistasafninu í Danmörku. Verk Elinu voru sýnd í i8 Gallery í Reykjavík árið 2000 og á samsýningu í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2006. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018 Ljósmynd: Elina Brotherus, Orange Event, 2017. Úr myndaröðinni Règle du Jeu / Leikreglur. Courtesy Elina Brotherus and gb agency, Paris / carte blanche PMU 2017

Russian souvenir Shostakovich - Sígildir sunnudagar

RUSSIAN SOUVENIR - SHOSTAKOVICH. Sígildir sunnudagar. Sunnudagur 25. febrúar kl.17:00, Kaldalón í Hörpu. Miðaverð 3.500kr Miðasala er í sima 5285050 eða á Harpa.is & tix. Hægt að tryggja miða lika hér: https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/4549/ Tónleikarnir “Russian Souvenir” eru tilenkaðir menningarfjársjóði rússneskrar tónlistar og tónskálda. Dramatísk tónlist eftir Dimitry Shostakovich ( 1906-1975 ) mun taka hlustendur í heim rússneskra sorga og harma. Flytjendur: Alexandra CHERNYSHOVA – sópran Sigurður HALLDÓRSSON – sellóleikari Hildigunnur HALLDÓRSDÓTTIR – fíðluleikari Nína Margrét GRÍMSDÓTTIR – píanóleikari Guðrún ÁSMUNDSDÓTTIR – kynnir Á tónleikanum mun hljóma Sónata fyrir selló og píanó í D moll, Op. 40 og Rómönsusvíta fyrir sópran, fiðlu, selló og píanó, Op. 127, ljóð eftir Alexander Blok ( 1880-1921 ) Rómönsusvíta er tónlistarverk sem sannarlega er eitt af áhrifamestu verkum Dmitry Shostakovich. Þetta verk skrifaði Dimitry Shostakovich árið 1967. Aleksandr Blok skrifaði ljóðið þegar hann var 20 ára að aldri um fuglinn “Ptiza Gamajun” sem er aðalkarakter í tónlistarverkinu, sem segir sannleikann um framtíðina. Alexanders Blok hafði trú að ljóðsköpun - frelsi harmoníunnar og lifsins. Verkið er flutt á rússnesku á upprunalegu tungumáli verksins. 1. Песня Офелии - SÖNGUR ÓFELÍU 2. Гамаюн птица вещая - SPÁFUGLINN GAMAJÚN 3. Мы были вместе - VIÐ VORUM SAMAN 4. Город спит - BORGIN SEFUR 5. Буря - STORMUR 6. Тайные знаки - LEYNILEG MERKI 7. Музыка - TÓNLIST Alexandra Chernyshova sópran söngkona og tónskáld er fædd í Kænugarði. Alexandra útskrifaðist árið 1994 frá Kiev Tónlistarskóla N1 með 8 stig í piano, árið 1999 með einsöngspróf frá Kiev Glier High Music Institute, árið 2003 með einsöngspróf og kennarapróf frá Odessa State Nezdanova Music Academy með hæstu einkum. Ár 2000 útskrifast Alexandra með háskólagráðu BA með kennsluréttindi frá Kiev State Linguistic University. Árið 2002 hún var valin “Nýtt nafn Úkrainu”. Hér á Íslandi Alexandra stofnaði Óperu Skagafjarðar og óperukór, stúlknakór Norðurlands Vestra - Draumarradir Norðursins og Söngskóli Alexöndru. Alexandra setti upp fjölmargar óperur, t.d La Travita, Rigoletto, Biðin og L’aumor á trois, Óperudrauginn, Skáldið og Biskupsdóttirin og Ævintyrið um norðurljósin. Árið 2013 Alexandra fékk mastergráðu M.Mus frá Listaháskóla Islands. Árið 2014 var Alexandra valin í Top-10 Framúrskarandi ungir íslendingar fyrir sín afrek og framlag til tónlistarinnar. I samstarfi við Guðrúnu Ásmundsdóttir Alexandra gerði og sungið fjölmarga leik-og söng dagskrá, eins og “Ævi og starf Sigvalda Kaldalón”, “Stúlka frá Kænugarði” , “Og þá kom stríðið...”, “Jól í Kallafjöllunum”, “Ein saga er geimd” og flr. Alexandra hefur gefið út þrjá geisladiska, einn af þeim, “Draumur eða Cон á rússnesku” ellefu lög eftir Sergei Rachmaninov - Рахманинов við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Árið 2017 Alexandra hefur sungið á Álþjóðalegum tónlistarhátíðum í Japan, Danmörku og Rússlandi og hún hefur verið dugleg að kynna íslenska tónlist og menningu hér á landi og viðar. Alexandra Chernyshova er stofnandi og framkvæmdastjóri tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands "Russian Souvenir". Alexandra starfar í dag sem tónmenntarkennari/tónlistarkennari og verkefnastjóri í tónlist hjá Stóru-Vogaskola í Vogum. Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari lauk einleikarapró frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 og meistarapróf frá Eastman School of Music, Rocheste New York vorið 1992. Hún leikur í SInfóníuhljómsveit Íslands og hefur verið félagi í Caput og Camerarctica tónlistarhópunum um árabil. Hildigunnur hefur einnig reglulega með Bachsveitinni í Skálholti, Kammersveit Reykjavíkur, Reykjavík Barokk og Synfonia Angelica. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari lauk einleikarapró frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985, LGSM pró frá Guildhall School of Music and Drama, Meistarapró frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorspró í píanóleik frá City University of New York. Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari, með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað mm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref. Nína Margrét hefur verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu í Gerðubergi frá uppha og er ennfremur listrænn stjórnandi Reykjavik Classics í Eldborg Hörpu. Hún hefur kennt við tónlistarháskóla hérlendis og erlendis auk þess að ytja reglulega fyrirlestra og masterklassa um tónlist og tónlistarrannsóknir. Árið 2014 var doktorsritgerð hennar um píanóverk Páls Ísólfssonar ge n út af Lambert Academic Publishing í Þýskalandi. Sigurður Halldórsson sellóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Guildhall School of Music í London. Hann hefur fengist við fjölbreytilega tónlistarstíla allt frá miðöldum til nútímans. Sigurður starfar m.a. með Caput hópnum, Voces Thules, Camerarctica, Skálholtskvartettinum og Symphonia Angelica. Sigurður hefur sérhæft sig í utningi tónlistar fyrri tíma með upprunalegum hljóðfærum. Helstu mentorar og samstarfsmenn á því sviði hafa verið Helga Ingólfsdóttir, Ann Wallström, Bruno Cocset, Peter Spissky, og Jaap Schröder, en með honum og Skálholtskvartettinum og Bachsveitinni hefur hann hljóðritað 12 geisladiska. Sigurður var listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju frá 2004 til 2014 og hann situr í stjórn Nordic Early Music Federation. Sigurður starfar við Listaháskóla Íslands og er mentor og fagstjóri samevrópska NAIP meistaranámsins (New Audiences and Innovative Practice) í Listaháskólanum. Guðrún Gerður Ásmundsdóttir kynnir, leikari, leikstjóri og leikritahöfundur, er landsmönnum að góðu kunn fyrir áratuga starf í þágu leiklistar. Guðrún var árið 2009 heiðruð sérstaklega af félögum sínum í Leikfélagi Reykjavíkur og þá gerð að heiðursfélaga og er hún eina konan fyrir utan Vigdísi Finnbogadóttur sem þann heiður hefur hlotið. Guðrún var einmitt einn helsti baráttumaðurinn fyrir byggingu Borgarleikhússins á sínum tíma. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast rússneskri tónlist og hennar hreinu tóni af sorg og harma. ***ENGLISH BELOW *** Russian Souvenir - Music Programm Sunday 25th of February at 5 p.m. at Kaldalon hall, Harpa. Concert “Russian Souvenir” is dedicated to the music treasure of Russia, XX century. Dramatic music by Dmitry Shostakovich ( 1906-1975 ) will take listeners to the world of Russian pain and sorrow. At the concert you will hear Sonata for cello and piano in D minor, Op.40 and Seven romances on poems by Alexander Blok ( 1880-1921 ) for soprano, violin, cello and piano, Op.127. Performers: Alexandra Chernyshova - soprano Sigurður Halldórsson – cello Hildigunnur Halldórsdóttir – violin Nína Margrét Grímsdóttir – piano Guðrún Ásmundsdóttir - actress Ticket price: 3.500kr Duration of the concert 1 hour.

Úr djúpinu - Duo from the deep, ATH! Ný dagsetning

- English below Bassaleikarinn og tónskáldið Sigmar Þór Matthíasson hefur sett saman tónleikadagskrá frumsaminna verka fyrir hina óvenjulegu hljóðfæraskipan – kontrabassa og fagott, þar sem þessi „djúpu“ hljóðfæri fá bæði að njóta sín í einleik og meðleik. Þeir munu kanna ótroðnar slóðir dúó formsins með tilheyrandi frjálsleika og fagurheitum. Engin stefna er þeim óviðkomandi en megináherslan er þó á leik af fingrum fram í hinu óútreiknanlega umhverfi dúó formsins. Sigmar Þór Matthíasson útskrifaðist með láði vorið 2016 með BFA gráðu í jazz- og nútímatónlist frá hinum virta háskóla The New School í New York borg í Bandaríkjunum og hefur leikið á fjölda tónlistarhátíða, t.d. Jazzhátíð Reykjavíkur, Bern Jazz Festival í Sviss, Oslo Jazzfestival í Noregi, Jazz Finland Festival í Helsinki og Nordic Jazz Festival í Washington DC í Bandaríkjunum. Snorri Heimisson útskrifaðist frá konunglega konservatoríinu í Kaupmannahöfn með með Diploma í fagottleik. Hann er stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts og hefur m.a. komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveit Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit norðurlands, nútímahópnum Aton, Kammersveitinni Ísafold auk margra annarra hópa. Aðgangur er ókeypis --- Bass player and composer Sigmar Þór Matthíasson has composed a program for an unusual combination – double bass and bassoon. Exploring the possibilities of both instruments within various forms and styles, with an emphasis on improvisation and all the freedom the duo form has to offer. Sigmar Þór Matthíasson graduated summa cum laude with a degree in Jazz and contemporary music from the prestigious New School in New York City. He has performed in numerous festivals, like the Reykjavik Jazz Festival, Bern Jazz Festival, Oslo Jazzfestival, Jazz Finland Festival in Helsinki and the Nordic Jazz Festival in Washington DC. Snorri Heimisson basson player graduated from The Royal Conservatory in Cophenhagen and teaches and conducts as well as performing extensively. He now conducts the school band of Árbær and Breiðholt and has performed with the Icelandic Symphony Orchestra, The Icelandic opera, The Orchestra of Northern Iceland, contemporary ensemble Aton and Chamber ensemble Íslafold, to name only a few. Admittance is free

Lost Highway - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below Myndin segir frá saxafónleikara og konu hans sem fá send dularfull myndbönd þar sem einhver hefur myndað þau sofandi. Síðan hitta þau dularfullan mann í veislu sem virðist geta verið á tveimur stöðum í einu. Kvikmyndir David Lynch einkennast af því sem hefur verið kallað “Nýjar bandarískar goðsagnir” en í myndum Lynch má finna beinar vísanir í goðsagnir og frásagnir úr bandarísku þjóðlífi, hvort sem þær gerast í smábæ eða í Hollywood. Mikið er um þjóðvegi, úthverfi, kúreka, matstofur, sápuóperur og sjónvörp. Ekki missa af David Lynch á meistaravetri Svartra Sunnudaga sunnudaginn 25. febrúar 2018 kl 20:00! English After a bizarre encounter at a party, a jazz saxophonist is framed for the murder of his wife and sent to prison, where he inexplicably morphs into a young mechanic and begins leading a new life. Don´t miss out on LOST HIGHWAY by DAVID LYNCH February 25th 2018 at 20:00!