Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Groundhog Day í Bíó Paradís!

English below --- Í tilefni af komu heimsþekkta bandaríska kvikmyndaleikarans Bill Murray á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018 efna Bíó Paradís, Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Hugleik Dagsson til Groundhog Day í Bíó Paradís! Myndin verður sýnd frá morgni til kvölds, á sjálfan Groundhog Day föstudaginn 2. febrúar 2018. Endalaust kaffi, Hugleikur Dagsson mun bjóða upp á kynningu aftur og aftur og hver veit nema að það sé von á leynilegu dagskráratriði. Og þó. Hugleikur Dagsson mun teikna sitt eigið Groundhog Day -frá morgni til kvölds. Fylgstu með á Snapchat Bíó Paradís. Athugið að dagskráin er á ensku. Málið er einfalt. Ef þú kaupir þig inn á einhverja sýningu yfir daginn færðu stimpil og getur rambað inn og út að vild allan daginn og allt kvöldið -eða ekki og verið bara í Bíó Paradís við opnun Groundhog Day kl 10:00 um morguninn! Síðasta sýning er kl 22:00. Myndin er samtals sýnd 7 sinnum. Miðaverð er 1.200. kr. Listahátíð í Reykjavík leitast við að koma stöðugt á óvart og endurspegla fjölbreytileika mannlífsins. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti þér á Groundhog Day og hita upp fyrir komu Bill Murray sem mun bjóða upp á kvöldstund 14. og 15. júní 2018 næstkomandi í Hörpu. Sjá nánar á vef Listahátíðar í Reykjavík hér: http://www.listahatid.is/vidburdir/kvoldstund-med-bill-murray/ ---- ENGLISH: Legendary actor Bill Murray will perform at Reykjavík Arts Festival in the summer 2018. As a warm up for his visit, the festival is teaming up up with local Arthouse Cinema Bíó Paradís and artist/cartoonist Hugleikur Dagsson for a true Groundhog Day, February 2nd 2018. The film is screened all day and night long with introduction by Hugleikur Dagsson, and there will be a lot of surprises and coffee. It’s going to be legendary. Hugleikur Dagsson will draw a comic version of Groundhog Day all day long but be sure to witness it on Snapchat too! Snapchat: Bioparadis. Ticket price is 1.200 ISK and you can come and go as you please- or not first screening is at 10:00 and the last is at 22:00! The film is screened total 7 times. You get a stamp and you can buy a ticket to whatever screening you please. Read more about Reykjavík Arts Festival and the New Worlds – Bill Murray and Friends June 14th – 15th 2018 here: http://www.listahatid.is/en

Animu chill og Kahoot

Þennan föstudag ætlar Anima að bjóða öllum nemendum í sálfræði á Stúdentakjallarann að setjast niður í bjór með okkur og spila nokkra leiki, þar á meðal léttan Kahoot! Veglegir vinningar verða í boði: - Gjafabréf í hádegisverð á Sjávargrillinu - Bjórsmökkun í Bryggjunni Brugghús - Gjafabréf frá KEX - 2 gjafabréf frá Lemon Endilega komið og njótið föstudagsins með okkur á meðan við förum róleg inn í helgina með einum (tveimur/þre...) ísköldum.

Þýskir kvikmyndadagar 2018 / German Film Days 2018

English below Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í níunda sinn dagana 2. – 11. febrúar 2018 í samstarfi við Þýska Sendiráðið á Íslandi. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með In the Fade leikstjórn Fatih Akin hinni þekktu leikkonu Diane Kruger (Inglourious Basterds, Brúin, Troy) í aðalhlutverki en hún vann verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Cannes 2017 en myndin var tilnefnd til Gullpálmans á sömu hátíð. Samtals verða sýnd sex nýjar og nýlegar kvikmyndir -brot af því besta en kvikmyndadagarnir hafa svo sannarlega fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburðurinn í Reykjavík. Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sjá dagskrá og sýningartíma hér að neðan. Smelltu á mynd til þess að fá upplýsingar. IN THE FADE: https://bioparadis.is/kvikmyndir/in-the-fade/ WILDE MOUSE: https://bioparadis.is/kvikmyndir/wild-mouse/ IN TIMES OF FADING LIGHT: https://bioparadis.is/kvikmyndir/in-times-of-fading-light/ THE YOUNG KARL MARX: https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-young-karl-marx/ BEUYS: https://bioparadis.is/kvikmyndir/beuys/ TONI ERDMANN PARTÍSÝNING: https://bioparadis.is/kvikmyndir/toni-erdmann/ HÖRÐUR: https://bioparadis.is/kvikmyndir/hordur-zwischen-den-welten/ English We will be celebrating the ninth edition of German Film Days in 2018 and you can enjoy six German films in Bíó Paradís February 2nd to February 11th 2018. They are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland. The German Film Days will open with In the Fade by Fatih Akin starring Diane Kruger, the film was nominated Palme d’Or and Kruger won the Best Actress award at Cannes 2017. Screening dates and info about all the films here below. All films will be screened in German with English subtitles.

Safnanótt í Hafnarfirði

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-23. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð - www.vetrarhatid.is - sem stendur yfir dagana 1. – 4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna. Safnanæturleikurinn verður í gangi - laufléttar spurningar og stimplar frá mismunandi söfnum. Þátttökublað verður hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Hafnarborg - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Sýningar: Ultimate, Relative 18:00 – 23:00 Innsetning eftir Ráðhildi Ingadóttur sem fjallar um drauma og minningar og samanstendur af teikningum, skúlptúrum og myndbandsverkum sem varpað er á hráull. Minningarbrot og leyndir staðir // Memories and Hidden Places 18:00 – 23:00 Sýning á ljósmyndum eftir danska ljósmydarann Astrid Kruse Jensen sem heimsótti Ísland fyrir 15 árum síðan og vann ljósmyndaseríur sem síðan hafa borið hróður hennar víða. Í verkum sínum fæst Astrid við myrkrið, tómleikann og minnið. Gamall draumur Í tilefni safnanætur verður videoverki eftir Ráðhildi Ingadóttur varpað á húsgafl Hafnarborgar þar sem gestir safnsins og fólk í nágrenni þess gera notið. 18:00 – 20:30 Draumasmiðja Listasmiðja fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Smiðjan tengist umfjöllunarefni yfirstandandi sýninga í Hafnarborg, draumar og minningar sem efniviður í sköpun. 18:00 – 20:00 Draumafangarar listasmiðja Draumafangaragerð fyrir 8 ára og eldri. Það er skemmtilegt og einfalt að búa til draumafangara, Tinna Þórudóttir Þorvaldar verður í Hafnarborg og leiðbeinir áhugasömum. 18:00 – 23:00 Teboð Hafnarborg tekur hlýlega á móti gestum Safnanætur og býður uppá fjölbreytt úrval te-tegunda. 20:00 – 20:30 Leiðsögn um sýninguna Ultimate, Relative Leiðsögn um sýninguna Ultimate, Relative, innsetningu eftir Ráðhildi Ingadóttur. Ráðhildur hefur lengi fengist við hið óendanlega og eilífa í verkum sínum. 21:00 – 21:30 Leiðsögn - Minningarbrot og leyndir staðir Leiðsögn um sýninguna. Danski ljósmydarinn Astrid Kruse Jensen heimsótti Ísland fyrir 15 árum og vann hér ljósmyndaseríur sem síðan hafa borið hróður hennar víða. 21:00 – 22:00 Draumar, talnaspeki og lófalestur Fáðu ráðið úr draumum þínum, láttu lesa framtíðina úr lófa þínum eða rýnt í tölur nafns þíns. 21:30 – 22:30 Heim til míns hjarta - Marteinn Sindri Tónlistarmaðurinn og Hafnfirðingurinn Marteinn Sindri mun leika fyrir gesti Hafnarborgar efni af fyrstu hljóðversplötu sinni sem væntanleg er á þessu ári. Með Marteini leika kontrabassaleikarinn Óttar Sæmundsen og slagverksleikarinn Ólafur Björn Ólafsson. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Bókasafn Hafnarfjarðar - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - VIÐBURÐIR ALLT KVÖLDIÐ FRÁ 18-23 RATLEIKUR MEÐ GEIMVERUÞEMA Frábær skemmtun fyrir alla. Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 6. febrúar 2018 og hljóta þrír heppnir þátttakendur vinning. LEGOKARLASÝNING Um það bil 150 mismunandi legokarlar (e. minifigures) í eigu starfsfólks hefur verið komið fyrir í sýningarskápnum í anddyri bókasafnsins. Sjón er sögu ríkari. PALLETT - KAFFIHÚS Við sköpum kaffihúsastemningu á fyrstu hæð bókasafnsins í sam· starfi við Pallett sem selur veitingar. Það er tilvalið að gæða sér á góðgæti frá þeim yfir skemmtiatriðunum. ÓKEYPIS BÆKUR Við gefum afskrifaðar bækur og gjafabækur sem ekki nýtast safninu. Margar fróðlegar og skemmtilegar bækur fyrir alla í leit að nýjum eigendum. VIÐBURÐIR MEÐ AÐRAR TÍMASETNINGAR Kl. 18 FERÐIN TIL MARS - UPPLESTUR Eyrún Ósk Jónsdóttir les úr nýrri bók sinni og Helga Sverrissonar sem kom út fyrir jól. Ferðin til Mars er skemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga. Kl. 18-20 GEIMVERUGERÐ Hvernig heldur þú að geimverur líti út? Grænar, gráar, loðnar, eineygðar? Komdu við á barnadeild, gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn og föndraðu þína eigin geimveru. Kl. 18-20 KATTHOLT Hægt verður að kaupa ýmiskonar varning til styrktar félaginu. Einnig verður hægt að skoða myndir af kisum í heimilisleit og kynna sér starfsemi Kattholts. Kl. 18:30 LEIKFÉLAG FLENSBORGARSKÓLANS Leikfélag Flensborgarskólans sýnir söngatriði úr leikgerð kvikmyndarinnar Pitch Perfect sem frumsýnt verður í Gafl· ara· leikhúsinu í mars. Kl. 19 GAFLARALEIKHÚSIÐ Leikarar Gaflaraleikhússins sýna atriði úr nýjum fjölskyldu· söngleik, Í skugga Sveins, sem frumsýndur verður þann 4. febrúar næstkomandi. Kl. 18:45 & 19:15 SÖGUSTUND Á ANNARRI PLÁNETU Eitthvað undarlegt virðist hafa lent inni í bókageymslunni við barnadeildina. Við hvetjum öll börn til að koma og kanna málin nánar og hlusta í leiðinni á skemmtilega sögu. Kl. 19:30-20:30 ÁRNÝGURUMI Amigurumi felur í sér að hekla litlar fígúrur o.fl. í þrívídd. Árný Hekla Marinósdóttir (Árnýgurumi) leiðbeinir áhuga· sömum um helstu undirstöðuatriði í amigurumi hekli. Kl. 21 ERU TIL AÐRAR GEIMVERUR? Sævar Helgi veltir fyrir sér ýmsum spurningum varðandi líf á öðrum hnöttum. Ef veður leyfir gefst gestum tækifæri til að kíkja í gegnum sjónauka. Kl. 21:00 MARS ATTACKS! - BÍÓ Stjörnum prýdda geimveru-grínmynd Tim Burtons frá 1996 verður sýnd í fjölnotasal bókasafnsins. Athugið að myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Kl. 22 AUÐUR - TÓNLEIKAR Lista- og raftónlistarmaðurinn AUÐUR tekur lög af frumraun sinni, Alone, sem kom út í fyrra. Dúnmjúk R&B tónlist með ástríkum textum um einmanaleika og þrár. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byggðasafn Hafnarfjarðar - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 18:00-23:00 – Eins og tíminn standi í stað Það er líkt og tíminn standi í stað í Sivertsens- húsi, elsta húsi Hafnarfjarðar. Þar er Maddama Rannveig að leggja á borð fyrir væntanlega gesti. Hún ber faldbúning sem hæfir hennar stétt og stöðu. Hr. Sivertsen situr á skrifstofunni og veltir fyrir sér hvort heimur batnandi fer. Börnin, Sigurður og Járngerður Júlía hafa brugðið sér af bæ. Í Sivertsens- húsi er hægt að líta augum fjölda muna sem voru í eigu Sivertsens hjóna. 18:00-23:00 – Pakkhúsið Pakkhúsið, aðal sýningahús Byggðasafns Hafnarfjarðar, verður opið á Safnanótt. 18:00-23:00 – Fortíðarflakk í Byggðasafninu Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti um safnið. 19:00-23:00 – Baðstofuverkin Annríki - Þjóðbúningar og skart verða í Pakkhúsi Byggðasafnsins á safnanótt. Þau munu mæta í sínum margrómuðu þjóðbúningum og sýna okkur ýmis verk sem áður fyrr voru unnin í vetrarmyrkrinu í baðstofunni. Annríki – Þjóðbúningar og skart sérhæfir sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundur Kristjánsson og Guðrúnu Hildi Rosenkjær. Ásmundur er vélvirki og gullsmiður en Guðrún Hildur Rosenkjær er klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðinemi. Ef þú vilt vita um allt um baðstofuverkin og þjóðbúninga komdu þá í heimsókn á Safnanótt.. 19:00, 20:00 og 21:00 Á léttum nótum. Nemendur úr Tónhvísl og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leika blandaða tónlist. 20:30 og 21:30 Sveinn fæðist í Sivertsens- húsi, brot úr endurminningum Knud Zimsen Kl. 20:30 og 21:30. Lárus Vilhjálmsson les upp úr bókinni " VIÐ FJÖRÐ OG VÍK". Brot endurminninga Knud Zimsen er fæddist í Sivertsens- húsi árið 1875. Saga stráks fyrir tíð rafmagns, bifreiða og síma. 18:00-23:00 – Magnaðir munir í myrkrinu. Beggubúð fyrir tíma rafmagns. Ljósin verða slökkt, búðin lýst upp með rafmagnskertum og gestir skoða safnið með vasaljósum.

Safnanótt í Listasafni Íslands

FJÖLBREYTT OG SPENNANDI DAGSKRÁ Í LISTASAFNI ÍSLANDS Á SAFNANÓTT 2018 LISTASAFN ÍSLANDS 18:00 - 23:00 NÝ SÝNING KORRIRÓ OG DILLIDÓ - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Sýningin Korriró og dillidó er kærkomið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að kynnast þeim einstaka ævintýraheimi skrautbúinna álfa og ógnvekjandi trölla sem Ásgrímur Jónsson túlkaði af mikilli einlægni og ástríðu. Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl gesta og gefa þeim kost á að njóta þessa menningararfs sem um margt getur varpað ljósi á ótta, drauma og þrár genginna kynslóða og sambúð þeirra við ógnvekjandi náttúru landsins. 18:30 - 19:30 VIÐ - Dansverk eftir Díönu Kristinsdóttur í flutningi danshópsins FWD Youth Company HAFIÐ / LA MER, vídeóverk eftir franska listamanninn Ange Leccia skapar umgjörð við dansverkið Danshópurinn FWD Youth Company samanstendur af ungum dönsurum sem lokið hafa framhaldsbraut í listdansi og eru að stefna á atvinnumennsku. Dansarar: Alma Kristín Ólafsdóttir, Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Ingunn Sorensson, Guðrún Mist Hafsteinsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Kristín Marja Ómarsdóttir, Hrund Elíasdóttir, Sara Katrín Kristjánsdóttir, Lísandra Týra Jónsdóttir 20:30 – 21:00 LISTAMANNASPJALL Liina Siib í Vasulka-stofu Eistneska listakonan Liina Siib er hér á landi í listamannadvöl á vegum Vasulka-stofu og SÍM. Liina Siib býður gestum upp á listamannaspjall í Vasulka-stofu. Inntakið í verkum Liinu Siib er allt frá kvenleika og hugmyndum um félagslegt rými til mismunandi birtingamynda á daglegum venjum fólks. Liina Siib fór fyrir hönd Eistlands á Feneyjartvíæringinn árið 2011 þar sem hún sýndi verkið A Woman Takes Little Space. Viðburðurinn fer fram á ensku. 21:00 - 22:00 TÓNLEIKAR Snorri Helgason flytur nokkur lög af nýjustu plötu sinni Margt býr í þokunni fyrir gesti og gangandi Efni plötunnar kallast skemmtilega á við efni sýningarinnar Korriró og Dillidó- þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar sem verður opnuð í Listasafni Íslands við fríkirkjuveg á Safnanótt. Margt býr í þokunni er safn nýrra þjóðlaga sem Snorri hefur verið að semja á síðustu fjórum árum. Þjóðlögin eru innblásin af ýmsum þáttum innan þjóðsagna og fjalla meðal annars um hið mennska í þjóðsögunum, íslenskan veruleika á þeim tíma sem þjóðsögurnar gerast, alþýðuna, tilfinningar fólks og langanir. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 18:00 – 18:45 LEIÐSÖGN Rakel Pétursdóttir deildarstjóri leiðir gesti um sýninguna Ógnvekjandi náttúra Í stórbrotnum verkum Ásgríms er sýna menn og dýr á flótta undan náttúruhamförum má skynja innri átök listamannsins sem tengir okkur við líf hans og starf, sælu og þjáningar sem fylgja sköpunarferlinu þar sem slegið er á nýja strengi. Fjölbreytt efnistök vitna um stöðuga leit listamannsins að tjáningarformi sem hæfði ólíkum viðfangsefnum, allt frá staðbundnum landslagsmyndum til túlkunar á sagnaarfinum, íslenskum þjóðsögum og ævintýrum auk náttúruhamfara. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 20:00 - 20:45 LEIÐSÖGN Birgitta Spur og Hlíf Sigurjónsdóttir leiða gesti um sýninguna Tveir samherjar – Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Sigurjón Ólafsson (1908–1982) og Asger Jorn (1914–1973) voru báðir áhrifavaldar í framúrstefnulistinni í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar og áttu í nánum tengslum þar til Sigurjón hvarf til Íslands að stríði loknu. Báðir tóku þeir þátt í tímamótasýningunum Linien 1937, Skandinaverne 1939 og Teltudstillingen 1941. Með því að stilla saman þeim listaverkum eftir Asger Jorn sem eru í eigu Listasafns Íslands og völdum verkum Sigurjóns frá svipuðum tíma, er efnt til samtals sem ætlað er að varpa ljósi á ókönnuð tengsl milli þessara áhrifamiklu listamanna.

Vetrarhátíð - Sundlaugafjör í Álftaneslaug

SUNDLAUGAFJÖR Í GARÐABÆ Föstudagur 2. febrúar 2018 kl. 18-22 í Álftaneslaug við Breiðumýri Ókeypis aðgangur. Vetrarhátíð, www.vetrarhatid.is Vetrarhátíð stendur yfir dagana 1. – 4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Sundlaugafjör í Álftaneslaug fer fram á föstudeginum í staðinn fyrir laugardeginum (vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á laugardeginum). SUNDLAUGAFJÖR Í GARÐABÆ ÁLFTANESLAUG, VIÐ BREIÐUMÝRI ÓKEYPIS AÐGANGUR KL. 18:00-22:00 Kl. 18:00-20:00 Dótasund í innilauginni Yngstu kynslóðinni gefst kostur á að koma með smádót til að leika með í innilauginni. Kl. 18-19 Kennsla í sundtækni Sunddeild Stjörnunnar býður upp á kennslu í sundtækni í útilauginni fyrir áhugasama á öllum aldri. Kennt verður skriðsund, bakskriðsund, bringusund, kafsund og snúningar við bakka. Kl. 19:30–20:00 Öldudiskó Sundlaugardiskó í öldulauginni þar sem allir komast í gott stuð. Kl. 20:00-20:30 María Magnúsdóttir /MIMRA söngkona og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari. Þau flytja frumsamin lög MIMRU ásamt þekktum lögum í nýjum búningi. Kl. 20:30-21:00 Aqua Zumba – sundlaugarpartý Hressileg dansspor og líkamsrækt í vatni fyrir alla aldurshópa. Kl. 21:00-21:30 Samflot í innilauginni Kl. 21:30-22:00 Róleg stemning Tónlist og notaleg lýsing í sundlauginni fyrir sundlaugargesti. Verið velkomin í sund!

Safnanótt í Garðabæ - Vetrarhátíð

Eins og fyrri ár taka söfn í Garðabæ ásamt öðrum söfnum á höfuðborgarsvæðinu þátt í SAFNANÓTT föstudagskvöldið 2. febrúar 2018 frá kl. 18-23. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð, www.vetrarhatid.is Vetrarhátíð stendur yfir dagana 1.-4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Söfn í Garðabæ sem taka þátt eru Bókasafn Garðabæjar, Hönnunarsafn Íslands og burstabærinn Krókur á Garðaholti auk þess verður opið hús á Bessastöðum (kl. 17-21) á Safnanótt. Að þessu sinni verður einnig sundlaugafjör í Álftanesslaug föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-22. HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS, GARÐATORGI 1 OPIÐ KL. 18:00 – 23:00 Sýningarnar: ,,Íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun“, ,,Íslensk plötuumslög“, „Ðyslexthwhere, stafsetningarvillur í prjóni“, ,,Geymilegir hlutir“ Kl. 19.00 -20.30 Hlustunarpartý, generalprufa/opin æfing Kl. 20.30 -21.00 Leiðsögn og spjall um sýninguna Íslensk plötuumslög. Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri og Sverrir Örn Pálsson, grafískur hönnuður. Kl. 21.00 - 21.40 Hlustunarpartý í tengslum við sýninguna Íslensk Plötuumslög. Dansverk með 25 ungmennum, teygir út hugmynd um dans og kóreógrafíu. Kl. 22.00 – 22.30 Leiðsögn og spjall um sýninguna Íslenska lopapeysan. Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri og Auður Ösp Guðmundsdóttir hönnuður sýningarinnar. BESSASTAÐIR, OPIÐ HÚS KL. 17-21 Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu og kirkjuna. Auk hinna merku steinhúsa frá 18. Öld geta gestir virt fyrir sér sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packard bifreið Sveins Björnssonar árgerð 1942, mun standa í hlaði Bessastaða. BURSTABÆRINN KRÓKUR, OPIÐ HÚS KL. 18:00-23:00 Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Ratleikir fyrir börn, leiðsögn um húsið. Bílastæði við samkomuhúsið á Garðaholti. BÓKASAFN GARÐABÆJAR, OPIÐ HÚS KL. 18:00—23:00 Kl. 18:30 Barnakór Sjálandsskóla Kl. 19:00 og 20: 15 Húlladúllan sýnir atriði – húllasmiðja og snúningsdiskasmiðja fyrir alla Kl. 20:00 Nanna Rögnvaldardóttir matarbloggar Kl. 21:00 Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar Kl. 21:30 Svavar Knútur tónlistarmaður skemmtir Kl. 19:30-21:30 10 mínútna axlarnudd fyrir gesti – tímapantanir á staðnum. Kl. 20:00-22:00 Spákona spáir fyrir gestum – tímapantanir á staðnum. Ratleikur og kaffihúsastemning

The Sound of Music - Singalong!

English below Þessi töfrandi saga sem byggð er á sönnum atburðum er ein sú fallegasta fjölskyldumynd allra tíma. Julie Andrews er ógleymanleg í hlutverki ungrar trúaðar konu sem yfirgefur klaustur til þess að aðstoða fjölskyldu við að sjá um sjö börn Von Trapp fjölskyldunnar. The Sound of Music vann til fernra Óskarsverðlauna árið 1965, m.a. sem besta kvikmyndin og fyrir bestu leikstjórn. Ekki missa af frábærri FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU á SOUND OF MUSIC – SINGALONG 2. febrúar kl 20:00! Syngdu með okkur.. THE HILLS ARE ALIVE WITH THE SOUND OF MUSIC! English The magical, heartwarming, true-life story has become the most popular family film of all time. Julie Andrews lights up the screen as Maria, the spirited young woman who leaves the convent to become governess to the seven children of autocratic Captain von Trapp. The Sound of Music won five Academy Awards in 1965, including Best Picture and Best Director. Don´t miss out on a GREAT FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING of Sound of Music – Singalong version, Friday February 2nd at 20:00!

World Narcosis and Dead Herring at Húrra (February 2, 2018)

Glundroða- og þungapönksveitirnar World Narcosis og Dead Herring halda saman til Bretlands um miðjan febrúar og hita upp fyrir ferðalagið með sameiginlegum tónleikum á Húrra föstudaginn annan febrúar. Báðar sveitir hafa verið afar iðnar við tónleikahald undanfarið ár og gáfu út hvor sína breiðplötuna í desember síðastliðnum, World Narcosis sendi frá sér Lyruljóru en Dead Herring plötuna Drowned in Rock. Ásamt þeim munu ROHT og TEENAGE LIGHTNING spila. DJ DOMINATRICKS taka við að tónleikum loknum, klukkan 00:30. WORLD NARCOSIS er illskilgreind súpa volæðis og óreiðu í stöðugri mótun. DEAD HERRING er ærandi tryllingstríó sem teygir sig hvert sem hugurinn leitar. ROHT er frumstætt og öskureitt óhljóðapönks tvíeyki frá Reykjavík. Teenage Lightning er tilraunakennt og leitandi raftónlistarverkefni frá Póllandi, búsett á Íslandi. Aðgangseyrir er litlar ÞÚSUND KRÓNUR en Why not? Plötur verður með plötubás með alls kyns gersemum. 2500kr. fyrir LP, 1000kr. fyrir 7".

Club Romantica

Rithöfundurinn og sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson hefur undir höndum nokkur myndaalbúm frá konu sem hann hefur aldrei hitt og hefur engin tengsl við. Í máli og myndum ætlar hann að segja sögu þessarar konu og hins fólksins á myndunum. „Club Romantica“ er listrænn fyrirlestur sem fjallar um söfnun og sköpun minninga. Sýningin er verk í vinnslu. Húsið opnar kl. 20:30. Sýningin hefst kl. 21. Miðaverð er 2.000 krónur. ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Writer and theater-maker Friðgeir Einarsson has in his possession a few photo albums that used to belong to woman he has never met and has no relations with. By analysing the photographs, Friðgeir will attempt to tell the story of this unknown woman and the other people in the pictures. "Club Romantica" is a performance lecture about the collection and creation of memories. The performance is a work-in-progress. Doors open at 8:30 pm. Tickets: 2000 kr.

Hlustunarpartý

Í tengslum við sýninguna Íslensk Plötuumslög bjóðum við í Hlustunarpartý á Safnanótt. Um þrjátíu unglingar taka þátt í sýningunni sem hlaut frábæra dóma á danshátíðinni Reykjavík Dance Festival 2017. Þau ætla að spila uppáhaldstónlistina sína, syngja, dansa, gráta með eða hvað sem er. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Það verður opin æfing frá 19.00 - 20.30. Sýningin hefst kl. 21.00. Við mælum 100% með þessu Listening Party, takes place in relation to the exhibition of Icelandic Record Covers. Thirty teenagers take part in the show. They are going to play their favorite music, dance, cry or do whatever they feel like. This event first took place during Reykjavík Dance Festival last year and received fantastic reviews. Choreography: Ásrún Magnúsdóttir.

Margt býr í þokunni á Safnanótt á Listasafni Íslands

Snorri Helgason flytur nokkur lög af nýjustu plötu sinni Margt býr í þokunni fyrir gesti og gangandi. Efni plötunnar kallast skemmtilega á við efni sýningarinnar Korriró og Dillidó- þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar sem verður opnuð í Listasafni Íslands við fríkirkjuveg á Safnanótt. Margt býr í þokunni er safn nýrra þjóðlaga sem Snorri hefur verið að semja á síðustu fjórum árum. Þjóðlögin eru innblásin af ýmsum þáttum innan þjóðsagna og fjalla meðal annars um hið mennska í þjóðsögunum, íslenskan veruleika á þeim tíma sem þjóðsögurnar gerast, alþýðuna, tilfinningar fólks og langanir.