Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Klám eða kynlíf? Eru mörkin á milli kláms og kynlífs orðin óljós

Ofbeldisvarnarnefnd stendur fyrir morgunverðarfundi í Iðnó miðvikudaginn 24. janúar næstkomandi klukkan 8.15. Eru mörkin á milli kláms og kynlífs orðin óljós? Leita börn og ungmenni eftir upplýsingum um kynlíf með því að horfa á klám? Hefur klámvæðingin áhrif á kynlíf ungs fólks og þá með hvaða hætti? Eru vísbendingar um að klám styðji við nauðgunarmenningu? Fá ungmenni nógu mikla og markvissa kyn- og jafnréttisfræðslu í skólakerfi Reykjavíkur í dag? Hvað er til ráða? 8.30 Setning fundar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar 8.40 Sjúk ást. Verkefni á vegum Stígamóta Heiðrún Fivelstad og Steinunn Ólína Hafliðadóttir kynna 8.45​​ Mín reynsla. Elínborg Una Einarsdóttir, fulltrúi Breiðholts í Reykjavíkurráði ungmenna. 8:50 Kynjaður veruleiki? Kynhegðun og sjálfsmynd ungs fólks. Dagbjört Ásbjörnsdóttir. 9.10 Ungt fólk, klám og kynlíf? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Þórður Kristinsson segja frá rannsóknum sínum á kynlífsmenningu framhalds-skólanema með sérstakri áherslu á viðhorf og umræður unga fólksins um klám. 9.40 Umræður og fyrirspurnir Öll velkomin meðan húsrúm leyfir Fundarstjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður ofbeldisvarnarnefndar

Kynningarfundur um stöðu framkvæmda við Ásgarðslaug

Miðvikudaginn 24. janúar kl. 10:00 verður boðið upp á kynningu um stöðu framkvæmda við Ásgarðslaug og nánari tímasetning um opnun kynnt. Mæting í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs. Allir velkomnir

Bjóðum í samtal - íbúafundur - Álftanes

Bjóðum í samtal Hverfafundir - íbúafundir með bæjarstjóra og sviðsstjórum Garðabæjar Miðvikudaga í janúar og febrúar kl. 17:30 – 19:00 Íbúafundur - miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:30 - 19 í hátíðarsal Álftaness í íþróttamiðstöðinni. Íbúar Álftaness eru sérstaklega velkomnir. Á dagskrá fundanna verður m.a. • Inngangur frá bæjarstjóra • Nágrannavarsla og þjónusta • Framkvæmdir í nærumhverfi og skipulagsmál • Fræðslumál og fjölskyldumál • Um hvað vilt þú tala? Innsendar fyrirspurnir bæjarbúa og fyrirspurnir úr sal – umræður Vonumst til að sjá sem flesta íbúa taka samtalið við okkur á fundunum. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri • Boðið verður upp á súpu og brauð. • Íbúum gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir fyrir fundina á vef Garðabæjar, gardabaer.is. • Allir fundir verða sendir út beint á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Icetralia LIVE podcast at Húrra

Icetralia is an english language comedy podcast featuring icelandic comedian/cartoonist/ADD sufferer Hugleikur Dagsson and australian comedian/hustler/former twink Jonathan Duffy. They talk about sex, shit, sexy shit, and shitty sex. 1000 kr admission.

Eight Octets: Light pieces for Pauline Oliveros // MMD Off Venue

Mengi kynnir utandagskrár á Myrkum Músíkdögum Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.500 krónur. Heildarfrumflutningur á 8 Oktettum eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Höfundur kemur fram ásamt félögum úr Fersteini og Fengjastrúti: Gunnari Grímssyni, Guðmundi Vigni Karlssyni, Arnljóti Sigurðssyni, Lárusi H. Grímssyni, Báru Sigurjónsdóttur og Inga Garðari Erlendsyni. Verkin voru samin að mestu í Cork á Írlandi í yfirgefnu bókasafni fransiskanamunka. Á sama tímabili var Pauline Oliveros í Cork til þess að taka á móti heiðursdoktorsgráðu frá Háskólanum í Cork. Þrátt fyrir að hafa ekki verið flutt strax hafa þau farið vítt og breytt og verið flutt í ýmsum búningi meðal annars af hljómsveitinni Ferstein. Þau voru upprunalega hugsuð sem heild en hafa ekki verið flutt sem slík, en nokkur verkanna hafa aldrei verið flutt. Sum þeirra eru á plötunni Lárviður með Fersteini sem kom út hjá Traktornum í fyrra. 6 plötur komu samtals út í fyrra með nýju efni eftir Guðmund Stein og mun hann kynna þær milli verkanna. Athugið að hátíðarpassi gildir ekki á viðburðinn. ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Off venue at Dark Music Days 2018. Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros by Guðmundur Steinn Gunnarsson. The pieces were composed mostly in Cork, Ireland, in an abandoned library of Franciscans in 2014. At the same time, Pauline Oliveros was in Cork receiving Honorary Doctor of Music Award at University College Cork (UCC). Even though the pieces have not been premiered yet, they have been performed seperately in different versions by Fersteinn quartet. Originally thought as a one piece the eight octets will now be premiered as one in Mengi next Wednesday. Performers are: Guðmundur Steinn Gunnarsson, Gunnar Grímsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Arnljótur Sigurðsson, Lárus H. Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir & Ingi Garðar Erlendsson Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.500 krónur. The festival pass is not valid for the event.