Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Egill Sæbjörnsson - Out Of Controll in Venice (Album Launch)

Listening Party // Drinks & Snacks// LP for sale Kicks off at 17.00 A full length album with music written by Egill Sæbjörnsson in collaboration with Ugh & Boogar for their installation "Out of Controll in Venice" which was his contribution to the Icelandic Pavilion at the 57th Biennale Arte in Venice 2017. ∞∞∞∞∞∞ Í tilefni af útgáfu plötunnar Out of Controll er þér boðið í tröllateiti í Mengi miðvikudaginn 13. desember klukkan 17. Platan er samvinnuverkefni myndlistarmannsins Egils Sæbjörnssonar og tröllanna Ūgh og Bõögâr sem hafa verið fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017. Þótt tónlistarbakgrunnur tröllanna Ūgh og Bõögâr sé lítill sem enginn og þeir hafi ekki kynnst músík fyrr en á síðasta ári þegar samstarf þeirra við Egil Sæbjörnsson hófst eru þeir núna orðnir alætur á tónlist og hlusta jöfnum höndum á Black Sabbath og barnalög með Ómari Ragnarssyni. Á plötunni, sem hefur að geyma þrettán lög, spila þeir á heimasmíðað tröllahljóðfæri, risastóran tréstaf sem þeir lemja í jörðina svo úr verður grípandi bassalína auk þess sem raddir þeirra fléttast inn í hljóðheiminn en af og til reka þeir upp mögnuð öskur. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

MSP Films "Drop Everything" Iceland Premiere 13.12.17

Fjallakofinn and Holmlands, are thrilled to present the Icelandic Premiere of Matchstick Productions "Drop Everything" at the Bíó Paradís in Reykjavik on Wednesday 13th December. Drop Everything features the world’s preeminent freeskiers along with quick-hitting comedy, stunning locations, a potent soundtrack, and stellar cinematography. The movie is an unexpected, fun-filled adventure through the world of freeskiing – join Matchstick Productions for the ride along with Mark Abma, Markus Eder, Eric Hjorleifson, Michelle Parker, Sammy Carlson, Cody Townsend, Elyse Saugstad, Tanner Rainville, Chris Rubens, Aaron Blunck, Sander Hadley, Connery Lundin, and more! Winner of IF3 International Freeski Film Festival "Film of the Year", get set for the funniest, most action-packed ski movie of 2017! This exclusive screening will see 100% of profits donated to Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda in helping rehabilitation for cancer diagnoses. Tickets are charged in GBP at £18.25, equivalent to kr. 2,500. Bar facilities will be available at the theatre, with raffle tickets available to buy on the night, with a host of amazing prizes up for grabs to help get you excited for the new winter season! ------------------------------------------------------------------------------------------- Fjallakofinn í samstarfi við Holmlands, kynnir með sérstakri ánægju frumsýningu á Íslandi á kvikmynd Matchstick Productions "Drop Everything" í Bíó Paradís í Reykjavik miðvikudaginn 13. desember kl. 19-22. Kvikmyndin Drop Everything inniheldur senur með nokkrum af bestu "frí-skíðamönnum" (e. freeskiers) heims ásamt hæfilegri blöndu af húmor, mögnuðum staðsetningum, frábærum hljóðheimi og einstakri myndatöku. Myndin býður upp á óvenjulegt og skemmtilegt sjónarhorn á ævintýri þessara helstu frí-skíðamanna heims. Skelltu þér með í ævintýrabíóferð með okkur, Matchstick Productions og skíðafólkinu; Mark Abma, Markus Eder, Eric Hjorleifson, Michelle Parker, Sammy Carlson, Cody Townsend, Elyse Saugstad, Tanner Rainville, Chris Rubens, Aaron Blunck, Sander Hadley, Connery Lundin, og fleirum! Myndin var útnefnd sigurvegari IF3 International Freeski Film Festival "Film of the Year" - gerðu þig því kláran í að sjá fyndnustu og flottustu skíðamynd ársins 2017. Allur hagnaður af sýningunni fer til Ljóssins, endurhæfingar og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Miðaverð er 2.500 kr. eða uþb. £20 á miðasölusíðu myndarinnar: http://bit.ly/2mdmHoI Hægt verður að kaupa léttar veitingar fyrir og á meðan sýningu myndarinnar stendur. Einnig verða seldir happdrættismiðar á staðnum þar sem glæsilegir vinningar verða í boði fyrir þá sem vilja græja sig upp fyrir veturinn.

Kjallarauppistand / Open Mic Night @Stúdentakjallarinn

(English below) Í samstarfi við Goldengang Comedy og Landsbankann höfum við í Stúdentakjallaranum ákveðið að endurvekja mánaðarleg uppistandskvöld. Næsta sýning: 13. desember - kl. 21. Skráning á staðnum. Huw Coverdale Jones er kynnir kvöldsins en maðurinn er hluti af hópnum Goldengang Comedy sem stendur fyrir uppistandskvöldum flest kvöld vikunnar á víð og dreif um Reykjavík. Um ,,Open Mic Night" er að ræða þar sem reyndir og óreyndir grínistar geta æft sig fyrir framan fullum sal! Hver grínisti fær um 5 mínútur til að koma sínu efni til skila. Atvinnugrínistar í hóp Goldengang Comedy loka svo kvöldunum. Kjörið tækifæri til að taka sér pásu frá hefðbundnu lífi og gera svolítið grín að sjálfum sér og öðrum!. - In collaboration with Goldengang Comedy and Landsbankinn, we at Stúdentakjallarinn have decided to revive the monthly stand-up comedy nights. Next show: December 13th - 9pm. Sign up on-site. Huw Coverdales Jones will host the evening, who is a part of the group Goldengang Comedy which hosts comedy shows most nights of the week around Reykjavík city. The setup is an "Open Mic Night" where experienced and inexperienced comedians can practice in front of an audience! Each comedian gets about 5 minutes to deliver his or hers content. A professional comedian in the Goldengang Comedy group then wraps up the evening. This is a great chance to take a break from the ordinary life and make fun of yourself and others!

Resterne af Rigsfællesskabet / Leifar Ríkissambandsins

Heðin Ziska Davidsen og Jesper Pedersen leika á modúlarhljóðgervla á tónleikum í Mengi miðvikudagskvöldið 13. desember. Tónleikar hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn. ENGLISH BELOW Færeyski tónlistarmaðurinn Heðin Ziska Davidsen og danska raftónskáldið Jesper Pedersen hittust á Íslandi árið 2016 og stofnuðu dúóið Leifar Ríkissambandsins, í tengslum við tónleika á listahátíðinni Raflost. Dúóið leikar tilraunakennda raftónlist sem spunnin er á staðnum og spiluð á sérsmíðaða módúlar- hljóðgervla. Jesper Pedersen fæddist í Friðrikshöfn í Danmörku og er nú búsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í tónlist frá Álaborgarháskóla og hefur samið tónlist fyrir akústísk hljóðfæri, rafhljóðfæri, gert innsetningar og fleira. Verk hans hafa hljómað víða um heim, meðal annars á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Meðal þeirra sem flutt hafa verk Jespers eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble Adapter og Duo Harpverk. Jesper er virkur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Þá kennir hann raftónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs. Heðin Ziska Davidsen fæddist í Tórshöfn í Færeyjum. Hann er eftirsóttur gítarleikari og kemur reglulega fram á tónleikum og á tónleikaferðum með færeyskum hljómsveitum. Hér má nefna hljómsveitina Yggdrasil, jazzhljómsveitir, popphljómsveit Marius Ziska, auk þess að vera aðalmaðurinn í sinni eigin hljómsveit Tjant, sem spilar elektrónískt jazz-rokk. Þar að auki starfar Heðin sem tónskáld og hljóðfæraleikari á ýmsum stöðum og hefur samið tónlist fyrir The New Jungle Orchestra, Yggdrasil og Stórsveit Þórshafnar. Tónverk hans hefur verið flutt á hátíðum eins og ISCM-tónlistarhátíðinni, Summitónar, RAFLOST, Dark Music Day og Nordic Music Days. Heðin stundar meistaranám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands á NAIP-brautinni. ∞∞∞∞∞∞ Resterne af Rigsfællesskabet Heðin Ziska Davidsen and Jesper Pedersen play modular synthesizers. At Mengi on Wednesday, December 13th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. The Faroese musician Heðin Ziska Davidsen and the dane in exile Jesper Pedersen met in Iceland in 2016 and formed the duo Resterne af Rigsfællesskabet (the debris of the Danish Commonwealth) for a performance at the Raflost Festival of Electronic Art. The duo improvises experimental electronic music on their custom built modular synthesizers. Jesper Pedersen was born in Frederikshavn in Denmark and is now living in the Bay Area of Reykjavík. He holds a master's degree in Music Technology from the University of Aalborg and has composed music for acoustic instruments, electronics, installations and more. His work has been performed internationally by the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Duo Harpverk et al. at festivals such as: the Tectonics Festival, the Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days. Jesper is active in the composers collective S.L.Á.T.U.R. He teaches electronic music composition at the Iceland Academy of the Arts and the Kópavogur Computer Music Center. ∞∞ Heðin Ziska Davidsen was born in Tórshavn, Faroe Islands. He’s a sought after guitarist and is regularly performing and touring with Faroese bands, such as Yggdrasil, an ethnic jazz ensemble and Marius Ziska, a pop rock band, as well as fronting his own band, Tjant, an electronic rock jazz outfit. On top of this, he performs as an improvising musician/composer at various occasions and has composed for New Jungle Orchestra, Yggdrasil, Tórshavnar BigBand and has had works performed at the ISCM festival, Summartónar, RAFLOST, Dark Music Day and Nordic Music Days/Happy Days festivals. Currently Heðin is studying a Masters at Listaháskóli Íslands in the NAIP programme.