Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Kynjajafnrétti innan HÍ: Jafnlaunarannsókn og úttekt á framgangi

Skýrsla um rannsóknina „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands: jafnlaunarannsókn og úttekt á framgangskerfi akademísks starfsfólks“ verður kynnt í stofu 101 á Háskólatorgi þriðjudaginn 12. desember nk. kl 10-11. Félagsvísindastofnun vann skýrsluna og er hún aðgengileg á jafnréttisgátt vefs Háskóla Íslands: https://www.hi.is/sites/default/files/arnarg/kynjajafnretti_hi_2017.pdf Skýrslan byggist á ítarlegri úttekt á því hvort kynbundin mismunun sé innbyggð í launakerfi Háskóla Íslands og framgangskerfi akademísks starfsfólks. Hún er liður í HÍ21, stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 og jafnréttisáætlun 2013-2017. Rannsóknin var unnin að beiðni jafnréttisnefndar Háskóla Íslands með stuðningi rektorsembættisins. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnar fundinn og af hálfu Félagsvísindastofnunar kynna skýrsluna þær Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður, Guðný Gústafsdóttir verkefnisstjóri og Guðný Bergþóra Tryggvadóttir verkefnisstjóri. Fundarstjóri er Ólafur Páll Jónson, prófessor og deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar. Kynningin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Barnamenningarhátíð 2018 - Upplýsinga- og tengslafundur

Viltu vita allt um Barnamenningarhátíð 2018? Hvenær verður hún? Hver getur tekið þátt? Hvernig á að sækja um styrki? Af hverju ættir þú að taka þátt í Barnamenningarhátíð? Það er kominn tími til að huga að Barnamenningarhátíð 2018. Haldinn verður kynningarfundur með öllum helstu upplýsingum um næstu hátíð í Laugalækjarskóla 12. desember klukkan 14:45 – 16.00. Fundurinn er fyrir alla áhugasama og haldinn til að kynna hátíðina, fara yfir mikilvægar dagsetningar og upplýsingar, kynna leiðir til þátttöku, tengja saman mögulega samstarfsaðila og leggja línur fyrir næstu hátíð. Allir áhugasamir um barnamenningu ættu að koma á þennan fund. Barnamenningarhátíð er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn. Hún fer um öll hverfi borgarinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menningu þeirra snýr. Hátíðin hefur það að markmiði að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og um leið efla umræðu um barnamenningu í samfélaginu og í fjölmiðlum. Ef þú hefur hug á að koma á fundinn biðjum við þig að skrá þig með því að smella hér: https://goo.gl/forms/rGPrcQLZUi9fe1BG2 Með tilhlökkun, Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri bjorg.jonsdottir@reykjavik.is Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri harpa.rut.hilmarsdottir@reykjavik.is Guðmundur Halldórsson, verkefnastjóri gudmundur.birgir.halldorsson@reykjavik.is Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri aðalheidur.santos.sveinsdottir@reykjavik.is

Hefnendurnir Christmas Special á Húrra

Hullasníkir og Ævarskellir sýna uppáhalds Christmas Special sjónvarpsþættina sína í sérstöku Jóla-Hanukkah-Kwanza-Hefnendabíói. Mætið í ljótum peysum með ástina á arminum og leyfið hefnendum að mjaka ykkur í hátíðargírinn.

KexJazz // Kvartett Önnu Grétu

Á næsta jazzkvöldi KEX Hostel, þriðjudaginn 12. desember, kemur fram kvartett píanóleikarans Önnu Grétu Sigurðardóttur. Með henni leika þeir Jóel Pálsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og danski trommuleikarinn Emil Norman Kristiansen. Þau munu flytja blöndu frumsaminnar tónlistar eftir Önnu og þekktra jazzlaga. Anna Gréta býr í Stokkhólmi þar sem hún starfar með ýmsum þekktum tónlistarmönnum. Hún stundar nám við Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólm og útskrifast þaðan nú í vor. Tónlistin á Kex hostel hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.