Verið velkomin á kynningarboð nk. fimmtudag, 7. desember kl. 16-17 í Listasafni Íslands.
Reykjavík Print kynnir takmarkaða útgáfu vandaðra prenta eftir HULDU HÁKON, STEINGRÍM EYFJÖRÐ og SINDRA FREYSSON/KAROUSEL.
Hver mynd er í takmörkuðu upplagi, prentuð á þykkan umhverfisvænan pappír. Árituð og númeruð.
Stutt dagskrá hefst kl. 16:20 þar sem listamenn kynna verkin sín og höfundur les.
Reykjavík Print býður gestum gjöf* með kaupum prenta í kynningarboðinu.
„Mig hefur lengi langað í listaverk eftir Huldu eða Steingrím en áttaði mig á því fyrir nokkrum árum (eða réttara sagt, sætti mig við þá staðreynd) að ég gæti ekki leyft mér slíka fjárfestingu, allavega ekki í nánustu framtíð,“ segir María E. Panduro, stofnandi Reykjavík Print. „Ég hef unnið sem grafískur hönnuður í prent geiranum í nærri 20 ár og ákvað sl. sumar að láta reyna á þann möguleika að gefa út, í nánu samstarfi við listamennina, vönduð prent af völdum verkum þeirra. Þetta eru sem sagt ýmist 4 eða 5 lita prent valinna listaverka, í flestum tilfellum seldra verka og þar af leiðandi er nær ómögulegt að eignast þau, nema í þessu formi. Hugmyndin er sú að fleiri geti notið þessara verka í formi verðmætra prenta - og án þess að skerða verðmæti orginalsins á nokkurn hátt. Eiginlega, þvert á móti.“
Hér er hlekkur á vefsvæði Reykjavík Print þar sem sjá má fleiri ljósmyndir af prentunum: https://reykjavikprint.com/
Við hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn.
*Gjöf: Nr. 1 eftir Dag Jóhannsson. Verðmæti: kr. 24.000.
Sally Matthews er ein eftirsóttasta sópransöngkona heims en hún er einnig „tengdadóttir Íslands“ því að eiginmaður hennar er Finnur Bjarnason söngvari. Hún hefur meðal annars sungið á tónlistarhátíðinni í Salzburg, við Covent Garden og Vínaróperuna, með Berlínarfílharmóníunni undir stjórn Simons Rattle, og í haust stígur hún í fyrsta sinn á svið Metropolitan-óperunnar í New York. Sally hefur silkimjúka sópranrödd sem hentar tónlist Mozarts fullkomlega enda hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda einmitt fyrir flutning sinn á Mozart.
Á Aðventutónleikum Sinfóníunnar syngur Sally tvær frægar aríur Mozarts, m.a. aríu greifynjunnar úr Brúðkaupi Fígarós, en einnig hið sívinsæla Exsultate, jubilate sem er eins konar konsert fyrir sópranrödd.
Jonathan Cohen er einn fremsti barokkstjórnandi Bretlands af yngri kynslóðinni. Hann stýrir sinni eigin hljómsveit, Arcangelo, sem hefur m.a. hljóðritað Messu í h-moll eftir Bach og hlotið frábæra dóma. Á Aðventutónleikum Sinfóníunnar stjórnar hann Parísarsinfóníunni svonefndu eftir Mozart auk hljómsveitarsvítu Bachs nr. 3, þeirri sem hefur að geyma hina ægifögru „Aríu á G-streng“.
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Jonathan Cohen
EINSÖNGVARI
Sally Matthews
Tónleikakynning í Hörpuhorni kl. 18:00.
Biggi Hilmars gaf nýverið út sína þriðju breiðskífu 'Dark Horse' og mun flytja lögin af nýju plötunni, ásamt hljómsveit.
Miðaverð 1.500 kr. Miðar á https://tix.is/is/event/5310/
ENGLISH:
Biggi Hilmars will be performing with full live band songs from his new album 'Dark Horse' which came out digitally on Nov. 1.
Tickets available here: https://tix.is/is/event/5310/
Ljóðakvöld Bjarts Bókaforlags verður haldið
í Stúdentakjallaranum, 7. desember kl. 20.
Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA)
- Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra.
Kött Grá Pje
- Hin svarta útsending
Bragi Ólafsson
- Öfugsnáði
Ragnar Helgi Ólafsson
- Handbók um minni og gleymsku
koma fram og lesa nokkur vel valin ljóð úr ljóðabókunum sínum.
Stórkostleg skáld og stórkostlegt kvöld
sem enginn má láta fram hjá sér fara!
ºENGLISH BELOWº
Horfið - gjörningur eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur - tónlist í samstarfi við Ísabellu Katarínu Márusdóttur
Í Mengi fimmtudagskvöldið 7. desember klukkan 21
Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2500 krónur.
Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.
„Ég þrái að vera eins og fugl, villtur og frjáls sem fylgir innsæi sínu. Ég þrái að vera eins og fiskur, villtur og nakinn í sjónum. Ég þrái að vera eins og hundur, villtur, hlýr og næmur. Ég bý í heimi sem ég hef búið til í kringum sjálfa mig, heimi þar sem ég sjálf er undirtylla.“
Elísabet Birta Sveinsdóttir er sviðs- og myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Í verkum hennar renna á áhrifamikinn hátt saman myndlist, tónlist og sviðshreyfingar þar sem hún hefur undanfarin ár unnið mikið með birtingarmyndir kvenlíkamans, hvernig kvenleikinn er meðhöndlaður og hlutgerður í neyslusamfélagi nútímans. Á meðal nýlegra verka hennar má nefna, 51. A.D á samsýningunni Svipasafnið í Verksmiðjunni á Hjalteyri og 'Cold Intimacy' sem hún frumflutti einmitt í Mengi sumarið 2016. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og BA-gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2017.
http://elisabetbirtasveinsdottir.com
∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞
Horfið / A stage performance by Elísabet Birta Sveinsdóttir
In Icelandic 'Horfið' can mean both look and gone - the 'neutral' gaze of objectification
In Mengi, Thursday, December 7th at 9pm.
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 ISK.
"I desire to be like a bird, wild, intuitive and free. I desire to be like a fish, wild and naked in the sea. I desire to be like a dog, wild, intuitive and empathetic. I live in a world I created around myself, that subordinates me."
Elísabet Birta Sveinsdóttir is a performer and visual artist, based in Reykjavík. Recently her interdisciplinary work focuses mainly on the representation of the female body in mainstream media and art, connotations of femininity and objectification of women, like animals, in consumerist society.
She received her Bachelor’s degree in contemporary dance from Iceland Academy of the Arts in 2013 and a Bachelor’s degree in Fine Art, from the same school, in 2017. Elísabets work includes long term collaborative projects Dætur and Kraftverk. In 2016 she performed the piece Cold Intimacy at Mengi, LungA festival and at In de Ruimte in Ghent, Belgium.
http://elisabetbirtasveinsdottir.com
Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir!
Jólabingó SPOT sem hefur um árabil verið það allra vinsælasta hjá okkur á SPOT.
Glæsilegir vinningar í boði!
Siggi Hlö stjórnar!
Borðapantanir í síma 544-4040