Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

YAMAHO Á HÚRRA / FREE-ENTRY

Hin eina sanna Natalie Yamaho sér um dansgólf Húrra næstkomandi laugardag. DJ SAKANA spilar frá 21:00-00:00, svo standa leikar langt fram eftir morgni. Tilboð á barnum og Húrra fyrir þér, sjáumst hér 🌪

Gerum gott úr hlutum - Facebook leikur Reykjavíkurborgar

Taktu þátt í samkeppni Nýtnivikunnar! Allir eru hvattir til að virkja sköpunargáfuna í skemmtilegri samkeppni. Sendu inn mynd og texta af hlut sem er þú hefur viðhaldið eða gert við í stað þess að fleygja og kaupa nýjan. Leitað er eftir skemmtilegum og frumlegum hugmyndum um hvernig best er að lengja líf hluta, s.s. húsgagna, fatnaðar, hjóla o.s.frv. Mánudaginn 27. nóvember verða þrír þátttakendur dregnir út og fær hver þeirra menningarkort og sundkort frá Reykjavíkurborg . Sendu okkur mynd af hlutnum, stutta lýsingu, sitthvað um hlutverk hans, uppruna og erindi í samkeppnina. Hægt er að senda inn mynd á fjóra vegu; 1. Þú getur að sjálfsögðu sett myndina hér inn :) 2. Þú getur tekið myndina á símann þinn með Instagram og þarft aðeins að merkja hana #reykjavikurborg #nytnivikan. Mundu að láta lýsinguna fylgja með sem myndatexta þ.e. „Type your caption here“. Athugið að myndirnar skila sér EKKI í keppnina ef hakað er við "Photos are private" í "Photo privacy" í stillingum Instagram. Einnig þarf að haka við einn af möguleikunum fimm (Facebook, Twitter, Foursquare, Tumblr eða Flickr) í "Sharing settings" áður en myndin er send. 3. Þú getur sett myndina á fésbókarvegg Reykjavíkurborgar:https://www.facebook.com/Reykjavikurborg. Athugaðu bara að láta lýsinguna fylgja með sem myndatexta og að myndin sé merkt #nytnivikan. 4. Þú getur sent okkur myndina ásamt lýsingu í tölvupósti á netfangið nytnivikan@gmail.com. Öllum myndum sem berast í samkeppnina dagana 18. - 24. nóvember verður safnað saman í eitt myndaalbúm á fésbókarvegg Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að hafa allar myndir sem berast í samkeppnina í í sömu stærð og á sama formi. Ps. Muna að láta nafn og netfang sendanda fylgja myndunum.

Repair Café

Repair Café verður haldið í tilefni Nýtnivikunnar 18.- 26.nóvember. Boðið verður uppá að láta fagfólk skoða og leiðbeina/gera við: Húsgögn (lítil) - lagfæringar og leiðbeiningar á viðgerðum á þeim annast nemar í húsgagnasmíði frá Tækniskólanum Fatnaður - hugmyndir að því að lengja líftímann og leiðbeiningar á viðgerðum á fatnaði annast Katla Sigurðardóttir kjóla- og klæðskeri og nemendur í fataiðndeild Tækniskólans Hjólaviðgerðir - lagfæringar og leiðbeiningar á viðgerðum á þeim annast Dr bæk og Hjólafærni Þú getur komið með biluðu/skemmdu hlutina þína og látið fagfólk skoða, fengið ráð og hjálp varðandi viðgerðir, þér að kostnaðarlausu. Hjól, flíkur, lítil húsgögn og hresst fólk er velkomið á Kaffi Laugalæk í kósí stund. Viðburðinn halda Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, Fenúr og Kaffi Laugalækur í samstarfi við Tækniskólann, Hjólafærni og Kötlu Sigurðardóttur Hlökkum til að sjá ykkur! :)

Bjórjóga // Beer Yoga

Bjórjóga verður haldið að nýju í Gym & Tonic á KEX Hostel laugardaginn 18. nóvember næstkomandi. Það eru Sólir, KEX Hostel, KEX Brewing og the Annual Icelandic Beer Festival sem halda þennan tíma og verða þeir haldnir með reglulegu millibili í vetur. Bjórjóga hefur notið töluverðrar vinsælda Vestanhafs og var boðið uppá slíkan tíma í fyrsta skiptið á árlegu bjórhátíðinni á KEX Hostel í febrúar. Færri komust að en vildu í febrúar og er því mál að tryggja sér pláss. 40 pláss eru í boði og hefst tíminn klukkan 14:00. Vinsamlegast mætið tímanlega og sýnið kvittun við inngang. Kennari er Sandra Dögg Jónsdóttir. Tíminn kostar 3500 kr. (bjór innifalinn). - - - - English - - - - Beer Yoga is happening for the second time ever in Iceland and it will take place in Gym & Tonic at KEX Hostel. The first one took place The Annual Icelandic Beer Festival 2017 and only few secured at place last time. There are only 30 seats available. Tickets will be available through Kexland. Teacher: Sandra Dögg Jónsdóttir of Sólir. The session fee is 3500 ISK (Beer included).

Harry Potter and the Philosopher's Stone - Jólapartísýning!

English below Harry Potter er 11 ára munaðarlaus strákur sem að hefur lengi vitað að það er eitthvað óvenjulegt við hann. Hann kemst brátt að því að hann er göldróttur inni í sér og kynnist glænýjum heimi og fær einnig inngöngu í Hogwarts galdraskólann. Hann eignast vinina Ron og Hermione, en vandræðin sem þau koma sér út í virðast tengjast einhverju samsæri tengdu atburðunum sem urðu foreldrum Harry að bana…. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 18. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! Við viljum vekja athygli á því að fyrstu þrjár kvikmyndirnar um Harry Potter verða sýndar fyrir jólin sjá hér:https://bioparadis.is/frettir/harry-potter-a-jolapartisyningum-fyrir-alla-fjolskylduna/ English Adaptation of the first of J.K. Rowling’s popular children’s novels about Harry Potter, a boy who learns on his eleventh birthday that he is the orphaned son of two powerful wizards and possesses unique magical powers of his own. He is summoned from his life as an unwanted child to become a student at Hogwarts, an English boarding school for wizards. There, he meets several friends who become his closest allies and help him discover the truth about his parents’ mysterious deaths. A true Christmas Party screening -for all the members of the family, Saturday November 18th at 17:00! The film is screened with Icelandic subtitles.

Díana, að eilífu - Diana, Forever

ENGLISH BELOW Gjörningadagskrá helguð Díönu prinsessu en tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar, hún lést í bílslysi þann 31. ágúst 1997 í París, 35 ára gömul. Klukkan 19 í Mengi; miðaverð er 2000 krónur. Húsið verður opnað klukkan 18:30. Hægt er að bóka miða í gegnum booking@mengi.net eða greiða við innganginn. Dagskrá: - A Study of International Objects no. 5: Royalty VS Reality eftir Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Rúnar Örn Marinósson (frumflutningur) - Díana undir rós eftir Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur og Maríu Worms (frumflutningur) Dagskráin fer fram samhliða sýningu sem verður opnuð í Ekkisens, Portinu þar sem tólf myndlistarmenn fjalla um Díönu prinsessu. Sýningarstjórar eru Auður Lóa Guðnadóttir, Andrea Arnarsdóttir og Starkaður Sigurðsson. NÁNAR Tuttugu ár eru liðin síðan hin ástsæla Díana prinsessa lést í bílslysi aðeins 35 ára gömul. Dauði hennar var milljónum manns um allan heim mikill harmdauði og nú á 20 ára dánarafmæli er hennar víða minnst. Reistar eru styttur af Díönu, góðgerðarsamtök gefa hjálparsamtökum og líknarfélögum gjafir í hennar nafni og aðdáendur um heim allan minnast hennar á margvíslegan hátt. Goðsögnin um Díönu er orðin óendanlega stór enda eignaði umheimurinn sér Díönu. Díana lifir sem minning, hugmynd og goðsögn. ________________ Diana Forever Two visual performances dedicated to the memory of Princess Diana who lost her life in a car crash in Paris twenty years ago, on August 31, 1997. Starts at 7pm. Tickets: 2000 ISK. House opens at 6:30 pm. Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door. - A Study of International Objects no. 5: Royalty VS Reality by Berglind Erna Tryggvadóttir and Rúnar Örn Marinósson (premiere) - Diana Sub Rosa by Guðrún Heiður Ísaksdóttir and María Worms (premiere) Princess Diana died twenty years ago. And now she is everywhere. Statues of her have been erected, charities make donations in her name, people lay flowers out on the pavement once again. It seems this phenomenon is not confined within the person that she was, but the goddess that was created once the outside world enveloped her. She lives on as a memory, a myth, an idea. Diana, Forever is an art exhibition with 12 artists, that all contribute original works on the exhibition’s subject: Princess Diana. Under the curation of Auður Lóa Guðnadóttir, Andrea Arnarsdóttir og Starkaður Sigurðarson the idea of Princess Diana is brought to life in the exhibition spaces of Ekkisens and Portið, and on the 18th of November two performances will debut in Mengi.

Mad Max: Fury Road- Laugardagstryllingssýning!

English below Saga sem gerist eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyðileggingu, og gerist á útjaðri jarðarinnar, í eyðilegu landslagi þar sem hið mannlega er ekki lengur mannlegt, og allir berjast fyrir lífi sínu. Í þessu umhverfi býr Max, bardagamaður sem er fámáll og fáskiptinn, eftir að hann missti eiginkonu og barn eftir eyðilegginguna og ringulreiðina. Þarna er einnig Furiosa, bardagakona sem trúir því að hún nái að lifa af ef hún kemst yfir eyðimörkina, aftur til heimalands síns. Myndin hlaut sex Óskarverðlaun en gagnrýnendur víðsvegar um heim hafa nefnt myndina sem eina þá bestu allra tíma! Ekki missa af STURLAÐRI LAUGARDAGSTRYLLINGSSÝNINGU á MAD MAX: FURY ROAD, 18. nóvember kl 20:00 í Bíó Paradís! English A woman rebels against a tyrannical ruler in postapocalyptic Australia in search for her home-land with the help of a group of female prisoners, a psychotic worshipper, and a drifter named Max. Fury Road won multiple critical and guild awards, and received ten Academy Award nominations including Best Picture and Best Director for George Miller. It won six: Costume Design, Production Design, Makeup and Hairstyling, Film Editing, Sound Editing and Sound Mixing. Don´t miss out on a CRAZY SATURDAY NIGHT SCREENING, November 18th at 20:00!