Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Útgáfufögnuður! Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson.

Á föstudaginn fögnum við nýrri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson: Sögu Ástu. Upplestur og léttar veitingar. Verið hjartanlega velkomin. Saga Ástu – Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum? – Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldunnar rennur um huga hans. Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá.

This is my shit / Útgáfuhóf

Útgáfuhóf í tilefni hinnar margrómuðu plötu Páls Ivans frá Eiðum, This is my shit sem út er komin hjá Mengi. Platan hefur hlotið frábærar viðtökur löngu áður en hún kom út og hlaut meðal annars Kraumsverðlaunin 2016. Lifandi tónlist, léttar veitingar á boðstólum, stuð og gleði og öll velkomin. Partýið hefst klukkan 20 föstudagskvöldið 27. október í Mengi við Óðinsgötu 2. ∞∞∞∞ Páll Ivan frá Eiðum / This Is My Shit / Album Launch A release party at Mengi on Friday, October 27th at 8pm where we celebrate the release ofhe long awaited record This Is My Shit by Pall Ivan frá Eiðum, now on vinyl, released by Mengi. Live band performance, light refreshments, free entrance, everybody welcome, not to be missed.

OPNUN - Íslensk plötuumslög

Velkomin á opnun föstudaginn 27. október kl. 20.00 Útlit og þróun plötuumslaga hefur þróast með tíðaranda og tækni frá því um miðbik síðustu aldar. Á sýningunni gefur að líta rúmlega 120 dæmi sem leiða okkur í gegnum þessa þróun. Tonik Ensemble, Myrra og dj flugvél og geimskip verða sérstakir gestir á opnuninni en auk þess að vera tónlistarmenn hafa þau starfað við grafíska hönnun og myndlist. Sýningarstjóri: Reynir Þór Eggertsson Hönnuðir sýningar: Hreinn Bernharðsson og Friðrik Steinn Friðriksson Sunnudaginn 29. október kl 16.00 verður sýningarstjóri sýningarinnar, Reynir Þór Eggertsson með leiðsögn. Sunnudaginn 5. nóvember kl 16.00 fáum við safnarann Oddgeir Eysteinsson í spjall.

The Shining- föstudagspartísýning!

English below Hugsaðu um hinn mesta hrylling sem þú getur ímyndað þér. Er það skrímsli eða geimvera? Eða er það banvænn faraldur? Eða er það hin meistaralega kvikmynd Stanley Kubrick The Shining, þar sem hræðslan við dauðdagann stafar af ógnandi fjölskyldumeðlimi, sem þú hefðir átt að geta treyst á? The shining í leikstjórn Stanley Kubrick og er byggð á sögu Stephens King, og fjallar um Jack Torrance (Nicholson) sem fær það verkefni að sjá um risastórt fjallahótel um veturinn á meðan hótelið er autt ásamt eiginkonu og syni. Stórkostlegur leikur, áhrifarík sviðsmynd og draumkennd kvikmyndataka leiða áhorfandann í gegn um vofveiflega atburðarás. Hefur Jack verið á þessu hóteli áður? Sturlun og drápseðli, draugalegt tímaflakk og stórkostlegur leikur einkenna kvikmyndina The Shining, sem fær hárin svo sannarlega til að rísa. Ekki missa af föstudagspartísýningu á THE SHINING 27. október kl 20:00! English A family heads to an isolated hotel for the winter where an evil and spiritual presence influences the father into violence, while his psychic son sees horrific forebodings from the past and of the future. Don´t miss out on THE SHINING October 27th at 20:00!

Till Death Do Us Part-y @Stúdentakjallarinn

(English below) BEWARE - Puns ahead. Ætlið þið stelpurnar að taka ghoul's night out? Strákarnir á leiðinni á Fright Night? Eru allir kannski bara á leiðinni í fang-tastic fiesta? Eitt er víst að á meðan the night of the THIRSTY DEAD, stendur verður Stúdentakjallarinn eini öruggi staðurinn í bænum. Svo í tilefni þess að við skulum djamma eins lengi og við lifum blæs Stúdentakjallarinn í Hrekkjavöku partýlúðra og býður þér í.. TILL DEATH DO US PART-YYYYYY DJ Berndsen spilar drungaleg lög frá 21 - 01. Skuggalega góð tilboð á barnum. Eina vitið er að mæta í búning. - Are you girls having a ghoul's night out? The boys going to Fright Night? Is everyone maybe just going to a fang-tastic fiesta? One thing is for sure, on the night of the THIRSTY DEAD, Stúdentakjallarinn is the only safe place in town. We should party as long as we live and to celebrate that life motto Stúdentakjallarinn is blowing the Halloween partyhorns and inviting you to... TILL DEATH DO US PART-YYYYYY DJ Berndsen will play gloomy songs from 21 - 01. Scarily good offers at the bar. Costumes are appreciated.