Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Choreo-Talks - Reykjavík Dance Festival

Choreo-Talks á Reykjavík Dance Festival í Mengi, miðvikudagskvöldið 30. ágúst klukkan 20:30. Fram koma: Anna Kolfinna Kuran, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Sóley Frostadóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason. Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Choreo-Talks er tilraunakvöld þar sem fimm danshöfundar munu ræða eigin verk og hver flytja stuttan kóreógrafískan fyrirlestur, einhvers konar dans í gegnum orð. Fyrirlestrarnir munu taka útgangspunkt frá völdu höfundaverki hvers og eins og er tilraun til þess að kafa dýpra ofan í verkið, birta það í nýju ljósi eða jafnvel gefa því lengra líf með því einmitt að líta til baka og endurgera (endursegja, endurtúlka, endurhugsa) einhvern hluta af því). Við munum leika með að brjóta upp hið hefðbundna fyrirlestraform, með því að skoða hvort og hvernig fræði birtast í dansi og hvernig hlutverk danshöfundarins ögrar sífellt hefðbundnum aðferðum og hugmyndafræði með þverfaglegri nálgun á efnið, fagið og heiminn og þannig fagna töfrunum sem “fræði sem framkvæmd” og “framkvæmd sem fræði” geta stuðlað að. Í stað þess sífellt að skilja þessi tvö hugtök að, verður nú gerð tilraun til að varpa ljósi á fræðilegu vinnu danshöfundarins sem blómstrar einmitt í framkvæmdinni, hinu verklega. ∞∞∞∞∞∞∞ Choreo-Talks at Reykjavik Dance Festival in Mengi on Wednesday August 30th at 8:30pm. Performing: Anna Kolfinna Kuran, Gudrun Selma Sigurjonsdottir, Saga Sigurdardóttir, Soley Frostadottir and Ragnheidur Sigurdardottir Bjarnason. Entrance free - everybody welcome. Choreo-Talks is an evening of experiments where five choreographers each present a short choreographic lecture, a sort of dance through words. The lectures will be on a chosen piece from the past, an opportunity for each choreographer to come back to, dig deeper, see differently or prolong the life of one of their own creations through this sort of “redoing” with words. As an attempt to disturb the traditional setting of giving a lecture, we will be looking at if and how theory appears in dance and how the role of the choreographer is constantly challenging the “pre-given” in methodological choice and ideologies with its persistent cross-disciplinary approach to content, form and the world, and that way celebrate the magic that “theory as practice” and “practice as theory” create space for. In stead of constantly separating those two concepts, this will be an attempt to highlight and celebrate the theoretical work of the choreographer which blossoms in the “doing.”