Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Nova í Eyjum!

Nova í samstarfi við 101 Boys og 900 Grillhús kynna: Portapartý á 900 Grillhús Dagskráin verður svakaleg hjá Nova á 900 Grillhúsi í Eyjum í ár! 900 GRILLHÚS KYNNIR:: Föstudagur: Ingó Veðurguð og A-liðið 101 BOYS KYNNA: Laugardagur: 13:00 HOUSE DJ's 14:00 KARÓ 14:45 HERRA HNETUSMJÖR 15:30 YOUNG KARIN 16:30 CYBER 17:30 STURLA ATLAS Sunnudagur: 13:00 HOUSE DJ's 14:00 SURA 14:45 FLÓNI 15:30 BIRNIR 16:30 JOEY CHRIST 17:30 ARON CAN House DJ's Young Nazareth Logi Pedro 101 Savage Sturla Atlas Viðskiptavinir Nova fá 2 fyrir 1 af Tuborg og Somersby á 900 Grillhúsi alla hátíðina. Pop–up verslun Nova við 900 Grillhús græjar þig upp fyrir hátíðina. Nova tjald 3.490 kr. Stuðpinni 2.990 kr. Sopapoki 2.990 kr. Letihaugur 3.990 kr. Tólaskjól 490 kr. 20% afsláttur ef borgað er með Aur appinu! Opið frá 13:00 til 18:00 fös, lau og sun.

Innipúkinn Festival 2017

ENGLISH INFO BELOW //// Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra og boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá á Húrra og Gaukurinn alla helgina. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á hátíðinnI stendur. Þar verður boðið upp á götuhátíðarstemmningu alla daga Innipúkans - markaðir, plötusnúðar, veitingasala o.fl. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum. Í fyrra seldust allir miðar upp á Innipúkann og því er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma. DAGSKRÁ FÖSTUDAGUR - 4. ÁGÚST 21:00 Sóley 21:30 Between Mountains 22:00 Vök 22: 30 Cyber 23:00 Joey Chris 23:30 Jón Jónsson 00:00 Fufanu 00:30 Sturla Atlas LAUGARDAGUR - 5. ÁGÚST 21:30 Marteinn Sindri 22:00 aYia 22:30 Kiriyama Family 23:00 Daði Freyr 23:30 Amabadama 00:00 Sigga Beinteins & Babies 00:30 Alvia Islandia *13:00-19:00 Fatamarkaður Innipúkans - Amazing second hand market! SUNNUDAGUR - 6. ÁGÚST 21:00 Twin Twin Situation 22:00 Milkywhale 22:30 Elli Grill 23:00 FM Belfast 23:30 Dimma 00:00 XXX Rottweiler hundar 00:30 Kontinuum **13:00-19:00 Grafík og myndlistarmarkaður Innipúkans - Amazing Art Market! MIÐASALA / AFHENDING ARMBANDA Miðasala Innipúkans er opin alla hátíðardagana frá 13:00 til miðnættis. Þar geta hátíðargestir skipt aðgöngumiða sínum fyrir armband - og keypt sér miða stök hátíðarkvöld. Öruggasta og besta leiðin til að tryggja aðgang er að kaupa miða í forsölu. Hátíðarpassar: 7.990,- Kvöldpassar: 3.990,- https://tix.is/is/event/4443/innipukinn-2017/ 20 ára aldurstakmark -------------------------------------------------------------------------- -------------------------------------------------------------------------- /// ENGLISH Innipúkinn is an annual music festival held in Reykjavik, Iceland. Its 16th edition will be held August 4.-6. 2017, at the Húrra and Gaukurinn music venues in downtown Reykjavik. Daytime program taking place in the street in front of the venues consists of DJs, markets, Cocktail Zeit happy hour and more. Program by day: FRIDAY - AUGUST 4TH 21:00 Sóley 21:30 Between Mountains 22:00 Vök 22: 30 Cyber 23:00 Joey Chris 23:30 Jón Jónsson 00:00 Fufanu 00:30 Sturla Atlas SATURDAY - AUGUST 5TH 21:30 Marteinn Sindri 22:00 aYia 22:30 Kiriyama Family 23:00 Daði Freyr 23:30 Amabadama 00:00 Sigga Beinteins & Babies 00:30 Alvia Islandia *13:00-19:00 Amazing second hand market! SUNDAY - AUGUST 6TH 21:00 Twin Twin Situation 22:00 Milkywhale 22:30 Elli Grill 23:00 FM Belfast 23:30 Dimma 00:00 XXX Rottweiler hundar 00:30 Kontinuum **13:00-19:00 Amazing Art Market! TICKET SALE 3-day festival ticket: 7.990 ISK Single night ticket: 3.990 ISK https://tix.is/en/event/4443/innipukinn-2017/ Single night tickets are sold at the door if and when capacity allows. The Innipukinn Festival on site ticket sale is open 13:00 to midnight all festival days. LOCATION - Húrra, Tryggvagata 22, 101 Reykjavik - Gaukurinn, Tryggvagata 22, 101 Reykjavik - Naustin (the street in front of the venue) The venues sit side by side in downtown Reykjavik. LINE-UP The line-up of Innipúkinn consists of local talent. Past Innipúkinn festival guests include; Of Monsters and Men, Ólafur Arnalds, Emmsjé Gauti, Mugison, Lay Low, Hjálmar, Sóley, Amiina, Hjaltalín, FM Belfast, Dikta, Helgi Björnsson, Trabant, Mínus, Ólöf Arnalds, Seabear, Retro Stefson, Aron Can, Sin Fang, Valdimar, Samaris, Mammút, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Agent Fresco, Magga Stína, Þú og ég and many, many more.

Kirkjutröppuhlaupið á Einni með öllu

Kirkjutröppuhlaupið er árlegur viðburður á "Íslensku Sumarleikunum" og er í boði Hamborgarafabrikkunnar og Hótel Kea. Í ár verður keppt í fjórum aldursflokkum, fyrirtæki og félagasamtök taka nú einnig þátt eins og árið áður. Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri. Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning. Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu og svo framvegis. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur. Reglur Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum 1. flokkur 6 ára og yngri 2. flokkur 7-10 ára 3. flokkur 11-13 ára 4. flokkur 14 ára og eldri Keppni fyrirtækja og félagasamtaka Þetta er nýjung í Kirkjutröppuhlaupinu og þurfa minnst þrír að vera í liði. Fyrirtæki og félagasamtök keppa sín á milli og er meðaltalið af þremur bestu tímunum innan liðs reiknaður út og segir til um hver vinnur. Í vinning er farandbikar sem hvert fyrirtæki og félagasamtök geta verið stolt að hafa í sínum fórum næsta árið. Í lok keppninnar fer fram verðlaunaafhending þar sem spretthörðustu hetjurnar í Kirkjutröppuhlaupinu í hverjum flokki fá verðlaun. Skráning er á staðnum og einnig er hægt að senda póst á aglaegilson@gmail.com Umsjónaraðilar Fimleikafélag Akureyrar(FIMAK), frekari upplýsingar á aglaegilson@gmail.com

Páll Óskar býður uppá ókeypis barna og fjölskyldu skemmtun

Páll Óskar býður uppá ókeypis barna og fjölskyldu skemmtun í Sjallanum föstudaginn 4 ágúst. Páll Óskar treður upp milli kl 17:00 – 17:30 og allir fá Selfie í kjölfarið Ekkert aldurtakmark og allir velkomnir Húsið opnar kl 16:30

Föstudagsfjör í Sundlaug Akureyrar

Í tilefni Einnar með öllu verður Þórunn Kristín, Aqua Zumba kennari með magnaðan Zumba tíma í útilauginni ef veður leyfir (annars innilaug). Áætlaður tími: 45-50 mín. Föstudagsfjör í sundlauginni er samstarfsverkefni Sundlaugar Akureyrar, Listasumars og að þessu sinni einnig Einnar með öllu þar sem markmiðið er að brjóta upp hversdagsleikann alla föstudaga í sumar með skemmtilegum viðburðum. Fylgist vel með! Verðskrá Sundlaugar Akureyrar: Fullorðnir - 900 Fullorðnir (67 ára og eldri) - 250 Börn (6-17 ára) - 200 Við erum hluti af Listasumri! #listasumar

Mean Girls - föstudagspartísýning!

18034262 1314702591899652 4545983009702248802 n

English below Hver man ekki eftir Lindsay Lohan í hinni geysivinsælu kvikmynd Mean Girls sem kom út árið 2004. Hvernig væri að safnast saman í Bíó Paradís og horfa saman á þessa stórskemmtilegu gamanmynd? Sýnd aðeins eitt kvöld föstudagkvöldið 4. ágúst kl 20:00 á FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU í Bíó Paradís! English Cady Heron is a hit with The Plastics, the A-list girl clique at her new school, until she makes the mistake of falling for Aaron Samuels, the ex-boyfriend of alpha Plastic Regina George. This will be a one time screening event only, August 4th at 20:00 on a true FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING!

Fiðla / Violin

Einleikstónleikar með fiðluleikaranum Daniel Pioro í Mengi föstudagskvöldið 4. ágúst. Á efnisskrá er tónlist eftir Heinrich Ignaz Franz von Biber, Johann Sebastian Bach, Valgeir Sigurðsson, Oliver Coates og Edmund Finnis auk þjóðlaga úr ýmsum áttum. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miða á 2000 krónur er hægt að kaupa við innganginn eða panta í gegnum booking@mengi.net ENGLISH BELOW Efnisskrá: - Biber: Passacaglia - Finnis: Elsewhere - Valgeir Sigurðsson: Antigravity - Þjóðlög frá Hjaltlandseyjum - Coates: Dark Sky Community - J.S. Bach: Partíta nr. 2 í d-moll: Allemande / Courante / Sarabande / Gigue / Chaconne Enski fiðluleikarinn Daniel Pioro hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli sem einleikari, spunatónlistarmaður og sem leiðari hinnar virtu kammersveitar Fibonacci Sequence svo fátt eitt sé nefnt. Á meðal nýlegra einleiksverkefna Pioro má nefna fiðlukonserta Colin Matthews og Thomas Adès ásamt Fílharmóníuhljómsveit BBC, breska ríkisútvarpsins, Sinfonia Concertante eftir Mozart ásamt Orchestra of St. John's Smith Square, Þrefaldan konsert Jonny Greenwood og Concerto Grosso nr. 1 eftir Schnittke ásamt London Contemporary Orchestra. Daniel Pioro hefur verið ötull flytjandi nýrrar tónlistar, þar á meðal tónlistar Gerald Barry og komið fram með sveitum á borð við London Sinfonietta og London Contemporary Orchestra en hann gegndi leiðarahlutverki í síðarnefndu sveitinni allt til ársins 2015. Pioro hefur í síauknum mæli einbeitt sér að spunatónlist og komið fram sem spunatónlistarmaður ásamt Ilan Volkov, Yoni Silver, Okkyung Lee og Jonny Greenwood svo nokkur séu nefnd. Nýverið vann hann ásamt skosku kammersveitinni Scottish Ensemble og danshópnum Andersson Dance að nýrri útgáfu á Goldberg-tilbrigðum Bachs fyrir ellefu tónlistarmenn og fimm dansara. Á meðal annarra náinna samstarfsmanna hans má nefna rithöfundinn Michael Morpurgo en það samstarf hefur getið af sér sagnatónlistarhópinn The Storyteller's Ensemble sem hefur á að skipa tónlistarmönnum sem einbeita sér að samruna tónlistar og sagnalistar. Pioro er staddur hér á landi við upptökur á nýrri plötu sinni ásamt tónlistarmanninum og hljóðmeistaranum Valgeiri Sigurðssyni. Það er okkur sérstök ánægja að taka á móti honum í Mengi. https://www.danielpioro.com ∞∞∞∞∞∞∞ A concert with English violinist Daniel Pioro at Mengi. Music by Franz von Biber, Johann Sebastian Bach, Edmund Finnis, Valgeir Sigurdsson & Oliver Coates along with folk songs. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets (2000 isk) can be bought at the door or through booking@mengi.net Programme: - Biber: Passacaglia - Finnis: Elsewhere - Valgeir Sigurðsson: Antigravity - Folk songs from the Shetland Islands - Coates: Dark Sky Community - J.S. Bach: Partita no 2 in d-minor: Allemande / Courante / Sarabande / Gigue / Chaconne Daniel Pioro is rapidly gaining recognition as one of the most innovative young violinists of his generation. Known as soloist and chamber musician he is the leader of the Fibonacci Sequence, and since 2014 he has been a member of the collective of musicians, CHROMA. As a soloist he has performed Mozart’s Sinfonia Concertante and John Woolrich’s Capriccio for solo violin and strings with the Orchestra of St John’s Smith Square, Jonny Greenwood’s Triple Concerto and Schnittke’s Concerto Grosso No 1 with the London Contemporary Orchestra. Most recently, he performed both Colin Matthews’ and Thomas Adès’ Violin Concertos with the BBC Philharmonic Orchestra. He actively promotes new music, in particular championing the music of Gerald Barry, whose work for solo violin Triorchic Blues he plays regularly in concert, and through collaborations with groups such as the London Sinfonietta and the London Contemporary Orchestra (of which he was leader until 2015). Daniel Pioro works closely with the acclaimed author Michael Morpurgo, a collaboration that has created The Storyteller’s Ensemble, a group of musicians devoted to the written and spoken word. Putting music to Morpurgo’s book “The Mozart Question” – and performing it with the The Storyteller’s Ensemble across the UK to great acclaim – led to work on “The Best Of Times”, which was performed for the first time in Saffron Hall this season. A teacher of improvisation at Dartington International Summer School from 2011-2013, the nature of free-music and noise exploration has become increasingly important, and he has improvised on stage with Ilan Volkov, Yoni Silver, Okkyung Lee and Jonny Greenwood amongst others. He recently worked with Andersson Dance and the Scottish Ensemble on a new interpretation of The Goldberg Variations for 11 musicians and 5 dancers, as well as creating a new show, Dim Eyes, which was performed around Sweden in the autumn. Plans include recording “Elsewhere”, a new work for solo violin and reverb by Edmund Finnis, as well as exploring recording techniques and releasing an album with a selection of musicians who Daniel admires. Daniel Pioro plays on a violin by Christoph Götting. https://www.danielpioro.com

DJ Ear Doctor í Bíó Paradís

DJ Ear Doctor heldur uppi stuðinu í Bíó Paradís strax að lokinni sýningu myndarinnar Mean Girls föstdaginn 4. ágúst í Bíó Paradís! Happy hour af bjór (750 kr) frá klukkan 22:00 - 1:00