Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Söguganga - Arnarnes

17991449 1456092464441244 1016786096259935425 o

Þriðjudaginn 25. apríl nk. á Degi umhverfisins verður haldið í sögugöngu um Arnarnesið undir leiðsögn Arinbjörns Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar. Gangan er létt og þægileg og á leiðinni verður fræðst um Wegenerstöpul og Gvendarlind. Sögugangan hefst kl. 17:00 og mæting er neðst í götunni Hegranes við Arnarneslæk, þangað er hægt að koma gangandi víða að en einnig er hægt að leggja bílum á bílaplani neðst í Hegranesinu. Allir velkomnir! Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar. Á síðasta ári var farið í fjölmargar sögugöngur á afmælisári Garðabæjar og voru þær vel sóttar. Boðið verður upp á fleiri fræðslu- og sögugöngur í vor og haust og verða þær kynntar nánar á vef Garðabæjar.

Vorverkin í garðinum

18055775 10154539934472157 5918537216550897211 o

VORVERKIN Í GARÐINUM Þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00 – 19:00 flytur Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands fræðsluerindi í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, um VORVERKIN Í GARÐINUM. Vorið er komið og vorverkin eru hafin í Kópavogi. Það er ýmislegt sem þarf að huga að. Klippingar trjá og runna, beðhreinsun, mosieyðing, grassláttur, skipting fjölæringa og gróðursetningar eru allt spennandi verkefni sem hinn almenni garðeigandi þarf að kunna skil á. Verkefni sem krefjast þekkingu og leikni ef vel á að vera. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Aachi & Ssipak : Hefnendabíó á Húrra

Húrra

17505258 1267368156713381 1628456555277113887 o

Hefnendurnir bjóða frítt í bíó á AACHI & SSIPAK, Suður Kóreska teiknimynd um framtíð þar sem búið er að finna leið til að breyta kúk í eldsneyti og þar sem ríkisstjórnin er búin að gefa öllum frostpinna sem valda harðlífi. Og svo fara skrýtnir hlutir að gerast. Frítt inn, bjór á tilboði og góð skemmtun í boði.

KexJazz // Allt önnur Ella - Ella Fitzgerald 100 ára

Kex Hostel

18055639 1634654549896118 762520957309544830 o

Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel, þriðudaginn 25. apríl flytja söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir dagskrá helgaða 100 ára afmæli Ellu Fitzgerald en Ella var fædd þennan dag árið 1917. Kristjana og Guðlaug munu flytja uppáhalds Ellulögin sín. Með þeim leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Richard Andersson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónlistin hefst kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.