Ólöf Arnalds

Tónleikar með Ólöf Arnalds, lagahöfundi og söngkonu. Með henni kemur fram Skúli Sverrisson, bassaleikari. Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur. Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Í vinnslu er ný plata Ólafar sem kemur út á næsta ári, 2017. Á tónleikum í Mengi, laugardagskvöldið 8. október, kemur Ólöf fram og flytur eigin lög ásamt Skúla Sverrissyni. Tónleikarnir mynda nokkurs konar upptakt að tónleikum Ólafar í Felleshus, sameiginlegu viðburðarými Norrænu sendiráðanna í Berlín þar sem hún kemur fram á opnunartónleikum á sýningunni Mengi (berlin) sem verður opnuð 14. október 2016 og stendur yfir til 11. janúar 2017. Sýningin er haldin í samstarfi við Sendiráð Íslands í Berlín þar sem listaverk eftir Orra Jónsson, Ingu Birgisdóttur, Söru Riel og dj. flugvél og geimskip sem tengjast sögu og útgáfustarfi Mengis verða sýnd auk þess sem haldnir verða listviðburðir yfir þessa þrjá mánuði sem sýningin stendur yfir þar sem fram koma Skúli Sverrisson, Óskar Guðjónsson, Ólöf ARnalds, amiina, Kriðpleir leikhópur, Hilmar Jensson, Arve Henriksen,Hildur Guðnadóttir, Nordic Affect, Indriði, JFKD og fleiri. Nánari upplýsingar um sýninguna Mengi (berlin) https://www.facebook.com/mengiberlin/?fref=ts ------- Ólöf Arnalds and Skúli Sverrisson invite us for an intimate concert at Mengi, performing their own music as well as some curiosities from all around. Start at 9pm. House opens at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Ólöf's concert takes place a week before the opening of the exhibition Mengi (berlin) at Felleshus, Berlin, an exhibition held in collaboration with the Icelandic Embassy in Berlin. Opening on October 14 2016. it will continue until January 11, 2017, with an exhibition of art work from Mengi label and space as well as events with some of Iceland's most interesting artists such as amiina, dj. flugvél og geimskip, Ólöf Arnalds, Nordic Affect, Hildur Guðnadóttir, Hilmar Jensson, Kriðpleir Theatre Group, Inga Birgisdóttir, Orri Jónsson, Sara Riel and more. House opens at 8pm. Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK More info on Mengi (berlin) https://www.facebook.com/mengiberlin/?fref=ts