Café Haiti

Geirsgötu 7b, 101 Reykjavík

Café Haiti
Vefsíða www.cafehaiti.is/
Kennitala 541207-1710
Sími 588 8484

Flokkar

Opnunartími

Vetrartími

Dags. Opnunartímar
Mán. - Fim. 08:00 - 20:00
Föstudaga: 08:00 - 23:00
Laugardaga: 09:00 - 23:00
Sunnudaga : 09:00 - 20:00

Sumatími


Alla daga 07:00-23:00

Café Haiti

Það var árið 2010 sem að Elda Thorisson-Faurelien ásamt manni sínum Methúsalem Þórissyni flutti sig um set með kaffihúsið úr agnarlitlu húsnæði að Tryggvagötu 16 í verbúðirnar á hafnarbakkanum við Suðurbugtina þar sem er að myndast spennandi þyrping veitingahúsa, gallería, kaffihúsa og annara þjónustufyrirtækja. Á Café Haiti er stöðugur straumur kaffiunnenda að gæða sér á kaffi því það hefur spurtst út að þau Elda og Methúsalem brenna á staðnum á hverjum morgni kaffi sem þau flytja frá heimahögum Eldu, Haiti. Elda er vel kunnug kaffinu frá Haítí því hún vann frá unga aldri, við að rækta kaffi í heimasveit sinni. Þar er kaffi ræktað til heimabrúks en einnig er algengt að bændur rækti kaffi og selji á mörkuðum. Áður en þau hjónin opnuðu kaffihúsið seldi hún kaffið sem þau brenndu á götumarkaði í Mjódd í Breiðholti og á bændamarkaði í Mosfellssveit. Elda nýtur þess að bera fram og vinna með kaffi, en auk þess að bjóða uppá espresso, capuccino, café latte og aðra kaffidrykki upprunna á Ítalíu bjóða þau kaffiunnendum tyrkneskt og arabískt kaffi að ógleymdum uppáhellingnum. ViðskiptaVinirnir eru afar ánægðir með að fá alltaf nýbrennt kaffi, en auk kaffidrykkjanna er hægt að fá keyptar kaffibaunir sem þau hjónin mala samkvæmt óskum kaupenda. Auðvitað býður Elda uppá ýmiskonar kökur og bakkelsi sem hún bakar sjálf, en einnig er nú á boðstólnum ýmislegt annað matarkyns fyrir svanga s.s. fiskisúpa, kjúklingaréttur ættaður frá Hatítí, plokkfiskur með rúgbrauði, steiktur fiskur og ýmiskonar bökur. Matnum má skola niður með gosdrykk, bjór eða léttvíni. Um helgar er lifandi tónlist á Café Haiti, þar sem leikin eru lög frá ýmsum löndum, blús, djass og eru flytjendurnir margir landsþekktir og andrúmsloftið notalegt.