Fjárfesting í Reykjavík - kynningarfundur
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar um fjárfestingu í Reykjavík. Sagt verður í máli og myndum frá hvernig uppbyggingu miðar, hvað helst er að gerast og hvaða framkvæmdir eru í deiglunni. • Hótel og ferðaþjónusta í Reykjavík – umfang og uppbygging • Þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni – samstarf háskólanna, Landspítalans og Reykjavíkurborgar • Austurhöfn – þjónusta, verslun og íbúðir • Landspítalinn – sjúkrahótel og meðferðarkjarni á dagskrá • Framkvæmdahugmyndir fyrir Vesturbugt og Kirkjusand – verslun og þjónusta í þéttri byggð • Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni • Faxaflóahafnir – ný atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum • Iðnaðarsvæði – Gagnaver og græn fjárfesting • Almennt framboð á lóðum í Reykjavík. Samstarf um þéttingu byggðar. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:30 og er hann öllum opinn. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði búinn fyrir kl. 10