Halleluwah Útgáfupartý

Elsku vinir og tónlistarunnendur, Halleluwah býður ykkur í útgáfupartý og á myndlistarsýningu í Mengi í tilefni á útgáfu fyrstu hljómplötu sinnar. Hljómsveitin er ný af nálinni og samanstendur af söngkonunni Rakel Mjöll Leifsdóttir og tónlistarmanninum Sölva Blöndal. Fyrsta smáskífa Halleluwah, sem ber heitið Dior hefur hljómað í útvarpi landsmanna að undanförnu við góðar undirtektir. Þann 5. mars kemur fyrsta hljómplata þeirra út á vegum Senu, hún ber heitið 'Halleluwah'. Því er tilvalið að slá upp veislu deginum á undan til að fagna útgáfuna. Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir vann í samstarfi við Halleluwah að seríu af málverkum í tilefni útgáfunnar. Verkin urðu að myndum fyrir hljómplötuna og smáskífuna en verkin sjálf verða til sýnis í Mengi í tilefni útgáfunnar. Karen er búsett í Bandaríkunum og þetta er fyrsta einkasýningin hennar á Íslandi. Léttar veitingar í boði. Hlökkum til að sjá ykkur og skála saman ! P.s. Veislan hefst klukkan 19:00 og stendur til 21:00 // English ( very short version): Halleluwah invites you to the listening party and a exhibition at the art center Mengi for their debut release album on the 4th March ! The artist Karen Ösp Pálsdóttir created a series of large scale paintings that were used for the cover art of the debut album. They will be on display at Mengi. Party starts at 19:00 and finishes at 21:00. Drinks+cake. Let's toast this fine release together and celebrate!