Mengi

Óðinsgata 2
101, Reykjavík

Viðburðir

Seydisfjord Festival in Mengi

Mengi

11212161 749009708545336 5948454003462428108 o

Eftir tíu daga vinnudvöl á Seyðisfirði og þátttöku í hinni nýstofnuðu hátíð “Seydisfjord festival” mun hópur alþjóðlegra myndlistar- og tónlistarmanna snúa athygli sinni að Reykjavík með tónleikaröð í Mengi hvar afrakstur vinnustofudvalar þeirra verður í fyrirrúmi. Þátttakendur tengjast allir í gegnum tónlistarkonuna Berglindi Ágústsdóttur en hún hefur verið listrænn stjórnandi “Seydisfjord festival” í samvinnu við Elvar Má Kjartansson Auxpan raftónlistarmann. Þátttakendur eru: Simon Schäfer / der Warst er framsækinn hljóðlistamaður frá Berlín sem smíðar sín eigin hljóðfæri. Iris Dankemeyer er menntuð í klassískri tónlist, heimspeki, félagsfræði og kennir menningarheimspeki í Hamburg. Benjamin Altermatt / indias indios er myndlistar- og tónlistarmaður frá Chile sem vinnur með draumkennda raftónlist. Liina Nilsson aka Nyx er sænskur gjörninga- og vídeólistamaður og ljóðskáld. Ernst Gerdenicher er vídeólistamaður og tónlistarmaður sem er að hanna tilraunakenndan myndbands hugbúnað. G Lucas Crane er hljóðlistamaður frá Brooklyn sem vinnur med kassettu lúpur. Hann er einn af stofnendum Silent Barn. Angela Moore aka PAM FINCH aka Hawkseeyer er myndlistar- og tónlistarmaður frá Brooklyn og meðlimur í hljómsveitinni Void Moon ásamt eiginmanni sínum Lucas Crane. Kenny Lump er breskur tilraunatónlistamaður sem vinnur með syntha og sömpl. Hér er hægt að lesa nánar um þátttakendur : http://seydisfjordfestiva.wix.com/seydisfjord-festival Aðgangseyrir er 2.000 kr. hvort kvöld. // After a ten day working period and participation in the newly established Seydisfjord Festival, an international group of visual artists and musicians turn their attention to Reykjavik to share the fruits of their labour with a series of events in Mengi. The concerts will showcase the work that resulted from their time in Seyðisfjörður. Each and every participant shares a common thread through the musician Berglind Ágústsdóttir who is the initiator and head curator of the Seydisfjord Festival in collaboration with experimental musician Elvar Már Kjartansson, a.k.a. Auxpan. For more information about the artists see website: http://seydisfjordfestiva.wix.com/seydisfjord-festival The entrance fee is 2.000 kr. each night.