Laugardalsvöllur

Laugardalur
105, Reykjavík

Viðburðir

Ísland - Danmörk í undankeppni EM 2012

Laugardalsvöllur

Ísland mætir Danmörku á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 þann 4. júní. Íslenska liðinu hefur reynst erfitt að hala inn stigum í þessum sterka riðli, en liðinu hefur þó vaxið ásmegin. Ísland var afar óheppið að tapa gegn Dönum á Parken í fyrri leik liðanna, en þá skoruðu þeir dönsku eina mark leiksins í uppbótartíma. Okkar piltar vilja eflaust ólmir hefna þess taps og vinna jafnframt fyrsta sigur Íslands á Dönum í A-landsliðum karla. Þessar þjóðir hafa mæst 21 sinni í gegnum tíðina og hafa Danir unnið 17 þeirra og 4 leikjum hefur lokið með jafntefli. Fyrsti A landsleikur Íslands var einmitt gegn Dönum, en þá var leikið á Melavellinum og unnu Danir 3-0 sigur. Miðasala á www.midi.is. Skellum okkur öll á Laugardalsvöllinn og styðjum dyggilega við bakið á okkar strákum! Áfram Ísland!

A kvenna - Ísland - Skotland

Laugardalsvöllur

14379764 1187525527937085 7384001526438719272 o

Ísland leikur lokaleik sinn fyrir undankeppni EM á þriðjudaginn þegar liðið mætir Skotlandi. Ísland hefur tryggt sér sæti á EM í Hollandi en við ætlum að hylla stelpurnar okkar á leiknum. Leikurinn er sögulegur en Ísland lék fyrsta kvennalandsleik sinn fyrir 35 árum sem var einmitt gegn Skotum. Kvennalandsliðið sem lék fyrsta leikinn verður heiðursgestur á leiknum. Mögnuð dagskrá! 15:45-16:30 Hoppukastalar á Laugardalsvelli 15:45-16:45 Andlitsmálun á Laugardalsvelli 16:15-16:45 Páll Óskar kemur öllum í stuðgírinn 17:00 ÍSLAND – SKOTLAND 18:45-19:30 Hyllum EM-farana á Laugardalsvelli Fjölmennum á Laugardalsvöllinn og hyllum stelpurnar okkar!

U21 karla - Ísland - Úkraína

Laugardalsvöllur

14542396 1203335279689443 2941518870145981566 o

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um sæti á EM 2017 sem fram fer í Póllandi næsta sumar. Með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli myndi íslenska liðið tryggja sér sæti á lokakeppni EM! Það er gríðarlega mikilvægt að fjölmenna á leikinn og styðja vel við bakið á strákunum okkar! Ekkert annað en sigur er í boði og við ætlum að syngja okkur hás í stúkunni! Verð á miða fyrir fullorðna 1000.- 16 ára og yngri fá frítt inn á leikinn. ÁFRAM ÍSLAND!