Íþróttahúsið Neskaupsstað

Mýrargata 10
740, Neskaupsstaður

Viðburðir

Vilhjálmur Vilhjálmsson sjötugur - í Neskaupstað

Íþróttahúsið Neskaupsstað

10982352 851080914957941 1346366749853140762 n

Þann 11. Apríl 2015 verða 70 ár því að Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjunum. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa ástsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl. Vilhjálmur ætlaði aldrei að verða dægurlagasöngvari. Stefnan var sett á háskólanám. En enginn má sköpum renna. Fyrstu skrefin á söngbrautinni voru stigin í menntaskólanum á Akureyri. Síðan tóku við sigrar með hljómsveitum Ingimars Eydals og Magnúsar Ingimarssonar. Þá urðu plöturnar vinsælar sem Vilhjálmur söng inn á ýmist einn eða með Elly systur sinni. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Við eigum samleið og Bíddu pabbi svo að örfá séu nefnd. Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt 12 manna hljómsveit. Allt frá því að samstarf Friðriks Ómars og Guðrúnar Gunnarsdóttur hófst árið 2003 hefur Friðrik sungið lög Vilhjálms víða um land við góðan orðstír. Björt og fögur söngröddin minnir óneitanlega á áferð raddar Vilhjálms og ekki síður skýrmælgin sem einkenndi söng Vilhjálms. Á þessum glæsilegu tónleikum mun Friðrik flytja fjölda laga sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt færustu hljóðfæraleikurum íslensku þjóðarinnar. Sannarlega tónleikar sem enginn unnandi laga Vilhjálms Vilhjálmssonar ætti að láta framhjá sér fara. Framleiðandi og uppsetning: RIGG viðburðir.