Hönnunarsafn Íslands

Garðatorg 1
210, Garðabær

Viðburðir

Einn á dag

Hönnunarsafn Íslands

16252385 10154177010456497 885234531823975917 o

Elsa Nielsen, grafískur hönnuður byrjar á verkefninu #einnádag sem teygir sig fram í HönnunarMars. Elsa sló í gegn með verkefninu #Einádag fyrir ári síðan, þar sem hún teiknaði eina mynd á dag í heilt ár. Nú tekur hún fyrir stóla Hönnunarsafns Íslands og teiknar einn á dag í mánuð. Verkefnið hefst nú á Safnanótt og verður frumsýnt á HönnunarMars. Gestir eru hvattir til að taka þátt með Elsu og teikna einn hlut af sýningunni. Mynd: Appolló hægindastóll eftir Gunnar Magnússon.

Leiðsögn um "Á pappír"

Hönnunarsafn Íslands

16387338 10154189412201497 5380189025308243008 n

Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins gengur með gestum um sýninguna "Á pappír". Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).

Goddur leiðir spjall um sýninguna Á pappír

Hönnunarsafn Íslands

16730396 10154236180551497 8072487739937000091 n

Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands leiða spjall um sýninguna ,,Á pappír“ í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 19. febrúar kl. 14. Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Goddur vinnur við rannsókn á myndmálssögu Íslendinga sem felst í greiningu á upphafi og þróun stílsögu innan grafískrar hönnunar og prentiðnar á Íslandi frá um 1840 til stofnunar lýðveldisins 1944. Goddur mun leggja áherslu á verk Stefáns Jónssonar í spjalli sínu en Stefán bjó yfir margvíslegum stíltökum sem hann notaði eftir því hvert verkefnið var hvort sem var um beinskeytt myndmál til áróðurs að ræða eða anda rómantíkur til að efla þjóðerniskennd og samstöðu. Allir velkomnir! Á sýningunni eru pappírsverk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985). Sýningarstjórar eru: Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir.

Sýningarlok og spjall

Hönnunarsafn Íslands

17038558 10154273423221497 3311025361481816587 o

Leiðsögn með sýningarstjórum í Hönnunarsafni Íslands 5. mars kl. 14. Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Pappírsverkin gefa fjölbreytta mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Mörg verkanna hafa ekki áður komið fyrir sjónir almennings, má þar sérstaklega geta teikninga Lothar Grund sem hannaði ýmsa innviði og markaðsefni fyrir Hótel Sögu fyrir opnun þess árið 1962. Grillið á Hótel Sögu og barinn í Súlnasal eru meðal verka Lothars. Einnig má sjá nokkurt úrval verka Stefáns Jónssonar auglýsingateiknara og arkitekts úr einkasafni fjölskyldunnar, bíóauglýsingar eftir Kristínu Þorkelsdóttur sem eru meðal fyrstu verkefna auglýsingaverkefna hennar, nokkrar Rafskinnur eftir Jónda, listilegar húsgagnateikningar frá námsárum Jónasar Sólmundssonar í Þýskalandi á 3. áratug síðustu aldar og ýmis hönnunarverkefni Sverris Haraldssonar myndlistarmanns frá þeim 2 árum sem hann starfaði sem hönnuður, um miðja síðustu öld. Þau verk eru úr nýlegri gjöf fjölskyldu Sverris til Hönnunarsafnsins. Ástríður Magnúsdóttir og Harpa Þórsdóttir leiða gesti um sýninguna í léttu spjalli. Allir unnendur íslenskrar hönnunar- og listasögu eru hvattir til að láta sjá sig. Athugið að þetta er síðasti sýningardagur. Verið velkomin.

Einnádag - plakat og gjafakort

Hönnunarsafn Íslands

17358582 10154322600851497 3551666758948574794 o

Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagrammi reglulega. Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins. Stólasafnið varð fyrir valinu enda fjölbreyttur safnkostur og nokkuð dæmigerður í öllum hönnunarsöfnum. Elsa hóf leikinn á Safnanótt, þann 3. febrúar síðastliðinn og teiknaði einn stól á dag í 28 daga eftir jafnmarga íslenska hönnuði. Stólarnir verða til sýnis á sýningunni Stóll og frumteikningar Elsu einnig. Í safnbúð verður til sölu veggspjald með stólunum 28 eftir Elsu og úrval gjafakorta með mynd af íslenskum stól. Ágóði af sölu þessara vara rennur til uppbyggingar safnkosts safnsins, sem felst í að kaupa íslenska hönnun af íslenskum hönnuðum.

Elsa Nielsen - kort og veggspjald með stólum - tilboð

Hönnunarsafn Íslands

17436278 10154340368986497 5368975180743438507 o

Sunnudaginn 26. mars kynnir Elsa Nielsen samstarfsverkefnið #einnádag og nýjar vörur, veggspjald og gjafakort sem Hönnunarsafnið gefur út á HönnunarMars 2017. Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað. Léttar veitingar og tilboð á vörunni í safnbúð safnsins á meðan á kynningu stendur. Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagrammi reglulega. Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins. Stólasafnið varð fyrir valinu enda fjölbreyttur safnkostur og nokkuð dæmigerður í öllum hönnunarsöfnum. Elsa hóf leikinn á Safnanótt, þann 3. febrúar síðastliðinn og teiknar einn stól á dag í 28 daga eftir jafnmarga íslenska hönnuði. Stólarnir verða til sýnis á sýningunni Stóll og frumteikningar Elsu einnig. Í safnbúð verður til sölu veggspjald með stólunum 28 eftir Elsu og úrval gjafakorta með mynd af íslenskum stól. Ágóði af sölu þessara vara rennur til uppbyggingar safnkosts safnsins, sem felst í að kaupa íslenska hönnun af íslenskum hönnuðum.

Spjallað um stóla

Hönnunarsafn Íslands

17362656 10154340359796497 3249380103785468417 n

Sunnudaginn 26. mars kl. 14-15:30 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll segja frá stólum á sýningunni. Með henni verður Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hefur teiknað einn stól á dag úr safneign safnsins og verður gefinn afsláttur í safnbúð á þessum tíma á nýjum vörum, veggspjaldi og gjafakortum eftir Elsu hefur hannað. Léttar veitingar á meðan á spjalli stendur! Hönnunarsafn Íslands býður upp á stólasýningu á HönnunarMars í ár. Stólarnir eru úr sístækkandi safneign Hönnunarsafnsins. Þeir elstu frá 4. áratugnum en sá yngsti frá 2013. Stólasafnið telur nokkur hundruð stóla, allt frá innlendri og erlendri fjöldaframleiðslu til stóla sem voru sérhannaðir fyrir ákveðna staði eða frumgerðir sem hönnuðir leggja fram sem tillögur í þróunarvinnu sinni.

Hvað leynist á bak við tjöldin?

Hönnunarsafn Íslands

18237881 10154479872031497 2624196432060956913 o

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum verður boðið upp á leiðsagnir sunnudaginn 21. maí þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu. Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað. Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1300 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar. Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist. Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp.

Hvað leynist á bak við tjöldin?

Hönnunarsafn Íslands

18209254 10154479878681497 7622713540899263462 o

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum verður boðið upp á leiðsagnir sunnudaginn 21. maí þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu. Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað. Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1300 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar. Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist. Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp.