Hönnunarsafn Íslands

Garðatorg 1
210, Garðabær

Viðburðir

Vigdís Finnbogadóttir gengur með gestum um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti

Hönnunarsafn Íslands

10923463 10152628627031497 3291023814317070130 o

Frú Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir? Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar. Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996. Síðasti sýningardagur er 22. febrúar. Allir velkomnir!

Fyrirlestur Guðrúnar Hildar Rosenkjær: Skautbúningur - íslenskur hátískufatnaður um miðja 19. öld.

Hönnunarsafn Íslands

10873342 10152634442821497 6415476034771948415 o

Fimmtudaginn 12. febrúar, kl: 20:00, flytur Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskera - og kjólameistari fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands um skautbúninginn. Guðrún Hildur mun fjalla um aðdraganda, þróun og vegferð skautbúningsins frá því hann kom fyrst fram um miðja 19. öld til okkar daga. Sagan verður rakin allt frá samfélagsumræðunni um kvenbúninga um aldamótin 1800, aðkomu Sigurðar Guðmundssonar málara að búningamálinu og þáttöku kvenna við gerð búninganna. Staða þessa mikla búnings sem oft er kenndur við “Fjallkonuna” verður skoðuð í þátíð og nútíð, var hann pólitískt, hátísku þjóðernistákn eða aðferð kvenna til listsköpunar?

Leiðsögn - Ertu tilbúin frú forseti?

Hönnunarsafn Íslands

1553288 10152643032426497 2887100195584679589 o

Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir starfsmaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996. Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. febrúar.

UN PEU PLUS - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

Hönnunarsafn Íslands

10450308 10152603333076497 100656683504788218 o

Helga Björnsson starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús. Teikningar hennar og skissur bera næmum listamanni vitni. Með örfáum dráttum skapar hún glæsileika og munúð. Ríkulegt hugarflug, ásamt kröfunni að fara stöðugt fram úr sjálfri sér, skapar teikningar sem í einfaldleika sínum, afhjúpa vinnu þess sem starfar eftir hröðum takti tískunnar. Fahion designer Helga Björnsson spent years in the midst of the haute couture at Louis Féraud in Paris and has created costumes for Icelandic theatres. Her drawings and sketches are works of an artist. With only a few pencil lines she conjures up both elegance and sensuality. Her rich fantasy and strong demand to always surpass oneself have created a body of work that in its simplicity exposes the art of the one who works in the fast-paced world of fashion.

Sýningaropnun ÁMUNDI:

Hönnunarsafn Íslands

1655010 10152688020136497 8537810299033107165 o

Ámundi: 11.3. – 31.5 2015 Á 30 ára ferli hefur Ámundi Sigurðsson unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Staðsetning hönnuðarins, að hlusta á óskir viðskiptavinarins og vinna eftir ákveðnum línum krefst þess að hann lesi vel umhverfi sitt og samsami sig þörfum kúnnans. Í verkum Ámunda má vissulega greina stílsögu síðustu áratuga. Höfundarverk hans liggur þó að miklu leyti í þeim andstæðum sem hægt er að tengja togstreitunni við að vera undir valdi listagyðjunnar og að skapa grípandi myndmál. Ámundi: 11 March – 31 May 2015 In a career that now spans 30 years, Ámundi Sigurðsson has worked every kind of project imaginable in visual mediums for graphic designers. The designer‘s position, listening to his client‘s wishes and working within a certain framework requires him to be a good reader of his environment and skilled at identifying his client‘s needs. Ámundi‘s body of work certainly displays decades of style history but his work is mostly characterized by the contrasts found in the conflict of the creative urge on one hand and the request for riveting images on the other.

Ekki missa af: Leiðsögn í fylgd Ámunda

Hönnunarsafn Íslands

11084123 10152785137581497 7628879741473543591 o

Grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson ætlar að ganga um yfirlitssýninguna á verkum hans í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp sögur tengdar einstökum verkefnum. Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun. Verk Ámunda sjást víða í umhverfi okkar. Þau eru mörg hver áberandi hvort sem þar er um að ræða bækur sem hann hefur sett upp og hannað eða firmamerki og auglýsingaherferðir stórfyrirtækja. Framlag Ámunda til íslensks sjónmenntaarfs er viðamikið og Ámundi hefur í gegnum tíðina hannað fyrir helstu tónlistarmenn landsins, svo sem Pál Óskar, Björgvin Halldórsson, Bubba, Stuðmenn og Ghostigital plötuumslög og plaköt. Höfundarverk hans liggurað miklu leyti í þeim andstæðum sem hægt er að tengja togstreitunni við að vera undir valdi listagyðjunnar og að skapa grípandi myndmál. Áhrifarík samsuðan í verkum Ámunda verða þó á engan hátt skýrð út frá einum stíl eða með vísan í eina átt. Mætið á sunnudag, ef til vill verðið þið einhvers vísari varðandi Ámunda og 30 ára feril hans.

Helga Björnsson gengur um sýninguna Un Peu Plus

Hönnunarsafn Íslands

11154982 10152799042806497 3310917590608257410 o

Helga Björnsson tískuhönnuður mun ganga um sýningu á teikningum sínum í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp minningar og sögur tengdar ferli sínum sem tískuhönnuður í hátískunni í París. Helga Björnsson lærði myndlist og hönnun við Les Arts Décoratifs í París. Að loknu námi komst hún að í tískuhúsi Louis Féraud. Hún starfaði við hlið Louis Féraud, við hátískuna á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar, lengst af sem aðalhönnuður. Sá heimur sem Helga tilheyrði, hátískuheimurinn, er á margan hátt frábrugðinn því sem flestir þekkja, en innan tískuheimsins er lagskipting þar sem tískukóngar – og tískudrottningar ráða ríkjum. Hátískan trónir efst með íburði sínu og glæsileika. Það er eftirsótt staða að starfa í tískuhúsi sem tískuhönnuður. Fatnaður sem tilheyrir hátískunni er einstakur. Ekki eru gerðar fleiri en ein flík sem þýðir að tískuhönnuðurinn er í stöðugri leit að innblæstri í krefjandi umhverfi. Teikningar og skissur Helgu afhjúpa þann kraft sem hönnuðurinn þarf að búa yfir í starfi sínu í tískuheiminum. Un peu plus, gætum við þýtt með orðunum aðeins meira. En tískuhönnuður sem starfar við hátískuna, leitast ávallt við að ganga skrefinu lengra. Hann ögrar sjálfum sér til að kanna nýjar leiðir. Sjálf tileinkaði Helga sér ákveðið fyrirheit þegar hún hófst handa við að skapa. Kíkið við á sunnudag kl. 14:00 og heyrið sögur úr heimi hátískunnar í París. Safnið er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12-17. Verslunin Kraum á jarðhæð býður fjölbreytt úrval íslenskrar hönnunar og bókaútgáfur Hönnunarsafnsins og tímarit um hönnun fást á góðu verði.

Gengið um með Ámunda og Helgu

Hönnunarsafn Íslands

11390122 10152862816091497 4888504291034903000 n

Leiðsögn síðasta sýningardag, sunnudaginn 31. maí kl: 14:00 Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður og Helga Björnsson, tískuhönnuður munu ganga um sýningar á verkum sínum í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings munasafns Hönnunarsafnsins og rifja upp sögur tengdar ferli sínum. Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun. Helga Björnsson lærði myndlist og hönnun við Les Arts Décoratifs í París. Að loknu námi komst hún að í tískuhúsi Louis Féraud. Hún starfaði við hlið Louis Féraud, við hátískuna á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar, lengst af sem aðalhönnuður. Sá heimur sem Helga tilheyrði, hátískuheimurinn, er á margan hátt frábrugðinn því sem flestir þekkja, en innan tískuheimsins er lagskipting þar sem tískukóngar – og tískudrottningar ráða ríkjum. Hátískan trónir efst með íburði sínu og glæsileika.Teikningar og skissur Helgu afhjúpa þann kraft sem hönnuðurinn þarf að búa yfir í starfi sínu í tískuheiminum. Kíkið við á sunnudag og heyrið sögur úr hröðum en ólíkum heimum; hátískan í París og auglýsingabransinn á Íslandi.

Almenn leiðsögn

Hönnunarsafn Íslands

12030543 10153132950081497 970612184090427476 o

Sunnudaginn 25. október kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýningarnar Geymilegir hlutir og Safnið á röngunni í Hönnunarsafni Íslands. Geymilegir hlutir eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum. Hönnunarsafn Íslands hefur það mikilvæga hlutverk að marka sögu íslenskrar hönnunar með safneign sinni og stígur stór skref þessi árin. Á þeim tíma frá því að Hönnunarsafn Íslands var stofnað, árið 1998, hefur safneignin styrkst og umsvif starfseminnar aukist. Nýir gripir sem koma í safnið á hverju ári leggja grunn að efni til rannsókna og þeir eru í sjálfu sér vitnisburður á hverjum tíma um það sem sérfræðingar álíta æskilegt að séu varðveittir í safni. Gildi þeirra hluta sem koma til safnsins breytist, merking getur orðið önnur – og jafnvel meiri. Safnið á röngunni er verkefni sem hófst í byrjun sumars og mun standa út árið. Innsta rými í sýningarsal safnsins var breytt í vinnusvæði starfsmanna. Þar er ljósi varpað á hvaða vinna þarf að fara fram til þess að sýning geti orðið til, og hvaða vinna er unnin á bak við tjöldin í safninu dags daglega

Sýningaropnun: Ísland er svo keramískt - leirlist Steinunnar Marteinsdóttur

Hönnunarsafn Íslands

10301955 10153262287626497 8307712576460014218 n

Hönnunarsafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á leirlist Steinunnar Marteinsdóttur. Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Á fyrstu einkasýningu sinni árið 1975 markaði Steinunn þau þáttaskil í íslenskri leirlistasögu að sýna íslenskt landslag á afgerandi hátt með stórum og smáum skúlptúrvösum og veggmyndum. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sé horft yfir feril hennar á þessum tímamótum má líkja honum við endalausa könnunarferð, þar sem öllu því sem má líkja við vanafestu og stöðnun er storkað. Sýningarstjóri: Harpa Þórsdóttir Sýningin stendur frá 9. janúar til 28. febrúar 2016. Við vekjum athygli á því að hægt er að panta leiðsagnir fyrir stóra og smáa hópa um sýningar safnsins. Sunnudaginn 31. janúar verður opið hús að Hulduhólum, heimili og vinnustofu Steinunnar. Fylgist með Facebook Hönnunarsafnsins fyrir nánari upplýsingar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar: www.honnunarsafn.is

Safnanótt í Hönnunarsafni

Hönnunarsafn Íslands

10338774 10153307661431497 2813076843687879837 n

Verið velkomin til okkar á Safnanótt! Kl. 19:30 og 22:30 HVERJU OG HVERNIG SAFNAR SAFN? Leiðsagnir um sýninguna ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign Hönnunarsafnsins. Kl. 20—20:30 og kl. 21:30—22 SÖGUSMIÐJUR Börnum og foreldrum boðið í Sögusmiðjur í framhaldi af erindi um tröll og álfa á Bókasafni Garðabæjar. Sýningin ,,Ísland er svo keramískt" er notuð sem innblástur fyrir stuttar frásagnir. Kl. 21—23 LEIÐSÖGUMENN Þau Auðunn, Ásta, Nadía og Unnur, nemendur úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar, segja frá gripum á sýningunni Geymilegir hlutir sem þeim þykja áhugaverðir. Kl. 21 LEIÐSÖGN ÍSLAND ER SVO KERAMÍSKT Vigdís Gígja Ingimundardóttir verður með leiðsögn um yfirlitssýninguna Ísland er svo keramískt - verk frá ferli Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns.

Sýningarstjóri með leiðsögn

Hönnunarsafn Íslands

12715825 10153322631256497 2416437672198988619 o

Harpa Þórsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar Ísland er svo keramískt, verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 14. febrúar kl. 14. Allir eru velkomnir. Þetta er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar Í leiðsögninni ætlar Harpa að fjalla um leirlist Steinunnar í víðu ljósi, en verk hennar á löngum ferli eru afar ólík. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bera saman ólík tímabil Steinunnar og mismunandi áherslur. Harpa mun í leiðsögninni leggja áherslu á að lýsa höfundareinkennum þessa afkastamikla leirlistamanns og skýra sérstöðu Steinunnar í íslenskri hönnunar– og listasögu. Safnið lét taka upp háfltímalanga viðtalsmynd við Steinunni sem gestir geta horft á. Í safnbúð safnsins er til sölu bókin Undir regnbogann sem Steinunn gaf út fyrir skömmu um sig og verk sín. Sýningunni lýkur 28. febrúar næstkomandi. Verið velkomin. www.honnunarsafn.is

Leiðsögn í fylgd Vigdísar G. Ingmundardóttur

Hönnunarsafn Íslands

12764889 10153334210746497 7555723702318529427 o

Vigdís G. Ingimundardóttir verður með leiðsögn um sýninguna Ísland er svo keramískt sunnudaginn 21. febrúar kl. 14:00. Allir velkomnir. Vigdís fjallaði um feril Steinunnar Marteinsdóttur í BA - ritgerð sinni í listfræði frá Háskóla Íslands. Vigdís gengur um sýninguna ásamt gestum og dregur fram athyglisverða þætti úr ferli Steinunnar ásamt því að fjalla um einstök verk. Ísland er svo keramískt er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bera saman ólík tímabil Steinunnar og mismunandi áherslur. Vigdís mun í leiðsögninni leggja áherslu á feril og höfundareinkenni þessa afkastamikla leirlistamanns og skýra sérstöðu Steinunnar í íslenskri hönnunar– og listasögu. Safnið lét taka upp hálftíma langa viðtalsmynd við Steinunni sem gestir geta horft á. Í safnbúð safnsins er til sölu bókin Undir regnbogann sem Steinunn gaf út fyrir skömmu um sig og verk sín.

Gengið með Steinunni Marteinsdóttur

Hönnunarsafn Íslands

12246668 10153341407576497 2381299077962967529 n

Steinunn Marteinsdóttir mun ganga um sýninguna "Ísland er svo keramískt" í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings safnsins síðasta sýningardag þann 28. febrúar kl. 14:00. Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar– og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Steinunn hefur aldrei numið staðar í sinni vinnu. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Á sunnudag mun hún rifja upp minningar tengdar ferli sínum og segja frá mismunandi tímabilum og þemum sem einkennt hafa verk hennar. Ísland er svo keramískt er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar. Safnið lét taka upp hálftíma langa viðtalsmynd við Steinunni sem gestir geta horft á. Í safnbúð safnsins er til sölu bókin Undir regnbogann sem Steinunn gaf út fyrir skömmu um sig og verk sín.

TRIAD

Hönnunarsafn Íslands

12804790 10153356414526497 2869627119718734906 n

Three designers strike a chord on DesignMarch 2016 (9.3. – 29.5. 2016) Jewelry artist Helga Ragnhildur Mogensen, ceramic artist Bjarni Viðar Sigurðsson and fashion designer Anita Hirlekar have received deserved attention for their works in recent years. The designers’ common denominator is their unique way to explore the very limits of the medium they work in, often resulting in very powerful pieces where surface and texture play key roles. For the occasion of DesignMarch an exhibition will open on their latest works giving guests a chance to witness an interesting interplay of designs from different fields. Helga’s works display the power of the quiet and the small. She binds memory and contemplation in matter and form rendering a very personal interpretation in her jewelry. Bjarni is known for going against traditional methods of glazing by constantly experimenting with different combinations to achieve the unexpected. Anita creates chaotic textures in her fashion by using hand embroidery or setting the fabric free with grand color combinations. Anita Hirlekar is born in 1986. She graduated from Central Saint Martins in London in 2014. Helga Ragnhildur is born in 1980. She graduated from the Edinburgh College of Art in 2007. Bjarni Viðar Sigurðsson is born in 1960. He graduated from Århus Kunstakademiet in 2000. *** Sýningarstjórn/Curator: Harpa Þórsdóttir Sýningarhönnun/Exhibition design: Helgi Már Kristinsson For further information please contact Harpa Þórsdóttir, harpa@honnunarsafn.is

ÞRÍUND

Hönnunarsafn Íslands

12525340 10153284977391497 7461091024441190400 o

Samhljómur þriggja hönnuða á HönnunarMars 2016 (9.3. – 29.5. 2016) Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður, Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Aníta Hirlekar fatahönnuður hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum fyrir verk sín. Hönnuðurnir eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir til að kanna til hlítar takmörk efnisins sem þau vinna með og er niðurstaðan oft mjög kröftug þar sem yfirborð og áferð er í aðalhlutverki. Í tilefni af HönnunarMars verður opnuð sýning á nýjum verkum þeirra og gefst því tækifæri til að sjá hönnuðum úr ólíkum greinum teflt saman á spennandi hátt. Í verkum Helgu kemur fram kraftur þess hljóða og smáa. Minningar og íhugun bindast efni og formi svo úr verður mjög persónuleg túlkun í skartgripum hennar. Bjarni er hins vegar þekktur fyrir að ráðast gegn fyrirframgefnum reglum um notkun glerunga með stanslausum tilraunum á ólíkum samsetningum til að ná fram því óvænta. Með fatnaði sínum skapar Aníta óreiðukennda áferð ýmist með handbróderingu eða gefur efninu lausan tauminn og nýtir til þess áhrifaríkar litasamsetningar.

Gengið með hönnuðum - Bjarni og Helga

Hönnunarsafn Íslands

12998183 10153471415166497 2004151798732202870 o

Helga R. Mogensen skartgripahönnuður og Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker munu ganga um sýninguna Þríund í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings safnsins næstkomandi sunnudag. Þar munu þau segja frá vinnuferli, nálgun sinni að ólíkum efnivið og munum sem til sýnis eru á Hönnunarsafninu. Í verkum Helgu kemur fram kraftur þess hljóða og smáa. Minningar og íhugun bindast efni og formi svo úr verður mjög persónuleg túlkun í skartgripum hennar. Bjarni er hins vegar þekktur fyrir að ráðast gegn fyrirframgefnum reglum um notkun glerunga með stanslausum tilraunum á ólíkum samsetningum til að ná fram því óvænta. Helga, Bjarni Viðar og Aníta Hirlekar fatahönnuður hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum fyrir verk sín. Hönnuðurnir eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir til að kanna til hlítar takmörk efnisins sem þau vinna með og er niðurstaðan oft mjög kröftug þar sem yfirborð og áferð er í aðalhlutverki.

Hvað leynist á bak við tjöldin?

Hönnunarsafn Íslands

13247678 10153523172076497 3604535526374812220 o

Í tilefni af íslenska safnadeginum verður boðið upp á leiðsagnir þann 22. maí þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu. Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað. Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1300 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar. Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist. Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp. Boðið verður upp á þrjár leiðsagnir sem taka um hálftíma hver: Kl. 14:00; 15:00 og 16:00. Ókeypis aðgangur er í safnið þennan dag.

Spjallað við Bjarna keramiker

Hönnunarsafn Íslands

13268095 10153539856806497 2832402273625225493 o

Á síðasta sýningardegi núna á sunnudaginn munu Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Harpa Þórsdóttir sýningarstjóri ganga um sýninguna Þríund. Auk verka Bjarna er til sýnis fatnaður eftir Anítu Hirlekar fatahönnuð og skartgripir Helgu Ragnhildar Mogensen skartgripahönnuðar. Hönnuðirnir hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum fyrir verk sín. Þrátt fyrir að koma úr ólíkum áttum eiga þau það sameiginlegt að kanna til hlítar takmörk efnisins sem þau vinna með og er niðurstaðan oft mjög kröftug þar sem yfirborð og áferð eru í aðalhlutverki. Í spjalli Hörpu og Bjarna á sunnudaginn verður eflaust komið víða við því Bjarni er einn þeirra íslensku hönnuða sem selur verk sín ekki aðeins hér á landi heldur einnig til erlendra verslana, bæði til Bandaríkjanna og í safnbúð Louisiana í Danmörku. Gestum gefst einstakt tækifæri til að ræða við hönnuðina um hönnun þeirra og hönnunarsenuna almennt. Verið velkomin, opið alla helgina frá 12-17 en spjallið við Bjarna verður á sunnudaginn kl. 14.

Sýning á tillögum úr samkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands

14199649 10153755996206497 9126477807636698423 n

Í vor efndi Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni eða einkenni til að marka aðkomu að bænum. Boðið var upp á kynningarfund um Garðabæ þann 13. apríl í Hönnunarsafni Íslands en skilafrestur tillagna var 23. júní 2016. Á sýningunni er að finna allar þær tillögur sem bárust í keppnina en dómnefnd valdi eina tillögu og voru úrslit samkeppninnar kynnt á afmælisdegi Garðabæjar þann 3. september um leið og sýningin var opnuð. Samkeppnin var opin hönnuðum og listamönnum og sá Hönnunarmiðstöð Íslands um framkvæmd keppninnar. Í samkeppni var leitað eftir hugmyndum um nýtt aðkomutákn sem sett verður upp við aðkomuleiðir inn í Garðabæ. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Garðabæ og marka það svæði sem honum tilheyrir. Leitað var að tákni fyrir bæinn sem er ætlað að marka aðkomustaði við bæjarmörk en einnig að þema þess verði nýtt á margvíslegan hátt eins og við gerð listmuna, bréfsefnis, vefsíðu o.s.f.v. Um síðustu áramót voru liðin 40 ár frá því að Garðabær fékk kaupstaðarréttindi. Vígsla táknsins verður hluti af þeim hátíðahöldum afmælisársins.

Fyrirlestur um tímamótahús 7. áratugarins í Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands

14724583 10153878761326497 3141658424737518746 n

Þriðjudagskvöldið 25. október 2016, kl. 20.00, mun Pétur H. Ármannsson arkitekt endurflytja fyrirlestur um byggingarlist í Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi. Á 7. áratug 20. aldar risu í nýjum hverfum í Garðahreppi framúrstefnuleg einbýlishús sem þóttu og þykja enn tíðindum sæta í íslenskum arkitektúr. Með almennari bílaeign og aukinni velmegun eftir stríð varð vinsælt að byggja nýtískuleg einbýlishús í úthverfabyggðum utan marka borgarinnar og í návígi við ósnortna náttúru. Áhrif frá amerískum nútímaarkitektúr voru einkennandi á þessu tímabili. Nýjungar á borð við opin eldhús, arinveggi úr náttúrusteini, rennihurðir og samfellda gluggafleti frá gólfi til lofts urðu táknræn fyrir nútímalegan og heillandi lífsstíl. Mörg húsanna á Flötunum og í Arnarnesi voru teiknuð af helstu arkitektum þessa tímabils og sum eru í hópi þeirra kunnustu verka. Nýlega voru tvö hús í Garðabæ frá 7. áratugnum friðuð af Menntamálaráðherra sem tímamótaverk í íslenskri listasögu. Í fyrirlestrinum fjallar Pétur H. Ármannsson arkitekt um þetta merka skeið í íslenskri byggingarlist 20. aldar í máli og myndum og setur í samhengi við sögu Garðabæjar og þróun byggðar á Höfuðborgarsvæðinu. Pétur lauk prófi í arkitektúr frá háskólanum í Toronto í Kanada árið 1986. Hann lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Cornell-háskóla árið 1991. Hann hefur unnið sem arkitekt, sjálfstætt starfandi fræðimaður og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands ásamt því að hafa byggt upp og stýrt Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur um árabil. Pétur hefur ritað fjölda bóka og greina, fengist við kennslu og komið að gerð dagskrárefnis um íslenska byggingarlist. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar. Er um endurflutning að ræða, en fyrir 5 árum hélt Pétur sama erindi í Hönnunarsafninu og komust þá færri að en vildu.

Á pappír

Hönnunarsafn Íslands

15095449 10153952487201497 4411687249585591147 n

Á PAPPÍR - Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna Laugardaginn 19. nóvember verður opnuð sýning á úrvali teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985). Jón Kristinsson bóndi og listamaður, betur þekktur sem Jóndi í Lambey, vann um árabil að auglýsingateiknun fyrir Rafskinnu eða allt frá 1941 þegar hann tók við keflinu af Tryggva Magnússyni teiknara, til ársins 1957 þegar Rafskinna hætti. Á sýningunni eru nokkrar auglýsingar sem Jóndi teiknaði fyrir dagblaðið Vísi um árabil og eru í safneign safnsins. Jónas Sólmundsson er einn frumherja íslenskra húsgagnaarkitekta. Eftir að hafa lokið sveinsprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1926 hélt hann til frekara náms til Þýskalands. Á sýningunni má sjá teikningar og vatnslitamyndir frá skólaárum Jónasar í Þýskalandi. Stíll þeirra húsgagna sem Jónas teiknar á námsárunum í Þýskalandi sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni. Kristín Þorkelsdóttir er einn af frumkvöðlum grafískrar hönnunar á Íslandi og hefur verið afkastamikil allan sinn starfsferil og unnið við flestar gerðir grafískrar hönnunar. Snemma á 7. áratug síðustu aldar voru bíóauglýsingar handunnar eins og þær klippimyndir sem Kristín afhenti Hönnunarsafninu til varðveislu og eru til sýnis. Kristín var svo til eini auglýsingateiknarinn sem notfærði sér þennan litmiðil á þessum árum. Lothar Grund leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og listmálari fæddist í Schwerin í Þýskalandi. Eftir því sem árin hafa liðið hefur nafni Lothars lítið verið haldið á lofti fyrir það sem enn má sjá og skoða eftir hann í umhverfi okkar, sem eru hluti innviða á Hótel Sögu, ýmsir barir hússins og vegg- og loftskreytingar. Eins teiknaði hann auglýsingar, til dæmis fyrir Stálhúsgögn hf, Loftleiðir og hannaði breytingar fyrir Sjálfstæðishúsið og Leikhúskjallarann en dæmi um þessi verkefni Lothars verða til sýnis. Stefán Jónsson auglýsingateiknari og arkitekt var einn af frumkvöðlum okkar í auglýsingateikningu. Hann var afkastamikill auglýsingateiknari á árunum 1937-1956, teiknaði mikið af auglýsingum, merkimiðum og veggspjöldum og síðast en ekki síst fjölda frímerkja. Stefán bjó yfir fjölbreyttum stíltökum sem hann notaði eftir því hvert verkefnið var. Á sýningunni má bæði sjá beinskeytt myndmál til áróðurs og rómantískan stíl til að efla þjóðerniskennd og samstöðu. Sverrir Haraldsson listmálari er vel þekktur fyrir myndlist sína. Á tveggja ára tímabili, um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, vann hann hinsvegar lítið sem ekkert að málverkinu en var einungis í hönnunartengdum verkefnum. Lítið hefur farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um feril Sverris en á sýningunni getur að líta bókakápur, litatillögur fyrir bíla og umbúðahönnun sem öll eru unnin í abstrakt stíl. Fjölskylda Sverris afhenti nýlega Hönnunarsafninu stóra gjöf með þessum verkum og verða nokkur þeirra til sýnis. Sýningarnefnd (val verka og ritun texta): Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir Sýningarhönnun (útlit og uppsetning): Helgi Már Kristinsson Aðstoð við uppsetningu: Ástþór Helgason Þýðingar: Guðrún Baldvina Sævarsdóttir Grafísk hönnun: Ámundi Prentun: Tvíbjörn, Litróf Mynd: Vatnslitamynd eftir Jónas Sólmundsson af svefnherbergishúsgögnum, ca. 1929.

Eitthvað fyrir Gluggagægi?

Hönnunarsafn Íslands

15123213 10153974488506497 7954565420200868081 o

Jóladagatal Hönnunarsafnsins - Afmælisár Garðabæjar Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað kl. 12:00 á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins breytum við glugga í jóladagatal og sýnum daglega einn hlut úr safneigninni. Í ár er ætlunin að tengja hlutina sögu Garðabæjar vegna 40 ára afmælis bæjarins. Hönnunarsafnið var stofnað árið 1998 og hefur verið staðsett í Garðabæ allar götur síðan. Garðabær fékk kaupstaðaréttindi 1. janúar 1976 og hefur haldið upp á 40 ára afmæli í ár. Við skiptum dögunum 24 á milli þessara áratuga, t.d. verða 1. – 6. des tileinkaðir árunum 1976 – 1986, 7. – 12. des tileinkaðir árununum 1987 – 1996 osfrv. Safneign Hönnunarsafns Íslands telur rúmlega 1300 gripi, elsti gripurinn er frá upphafi 20. aldar og sá yngsti frá árinu 2016. Þeir gripir sem valdir voru í dagatalið þetta árið eru frá árunum 1976 – 2016. Á meðan á jóladagatalinu stendur hvetjum við fólk til að finna hlut heima hjá sér sem tengist hverjum áratug taka mynd af honum og deila á facebook merkt #jóladagatal2016 Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta fundið hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á facebook. Þar munu þeir birtast einn og einn fram að jólum.

Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn

Hönnunarsafn Íslands

16112589 10154156567986497 6246111411919121311 o

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda og mun Harpa meðal annars segja frá verkum Lothar Grund sem hannaði ýmsa innviði og markaðsefni fyrir Hótel Sögu fyrir opnun þess árið 1962. Þeir sem eiga verk á sýningunni auk Lothars eru Kristín Þorkelsdóttir, Sverrir Haraldsson, Stefán Jónsson, Jón Kristinsson (Jóndi) og Jónas Sólmundsson. Á sýningunni Geymilegir hlutir eru valdir munir úr safneign safnsins og mun Harpa segja frá áherslum safnsins á síðustu árum við innsöfnun á íslenskri hönnun til safnsins og rannsóknum á þessari sögu. Verið velkomin.

Safnanótt

Hönnunarsafn Íslands

16300553 10154176998426497 3533402501489151390 o

Hönnunarsafnið tekur þátt í Safnanótt 2017. Við bjóðum alla velkomna til okkar, aðgangur er ókeypis og það er tilvalið að gefa sér góða stund til að skoða og upplifa. Tvær sýningar eru í sölum safnsins, annars vegar sýningin ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign safnsins þar sem áhersla er lögð á að segja frá uppbyggingu safnkosts þessa unga safns og um leið hvernig verið er að rannsaka íslenska hönnunarsögu. Hin sýningin er „Á pappír“ þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Dagskrá safnanætur er eftirfarandi: 18:00-23:00 Ratleikur um Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar 18:30 –19:30 Leiðsögn um "Á pappír" 19:30 – 23:00 Leiðsögumenn FG á "Geymilegum hlutum" 20:00 – 21:00 #Einnádag - Elsa Nielsen teiknar. 20:00 – 23:00 #Teiknaðueinn 21:30 – 22:00 Leiðsögn um "Á pappír" 22:00 – 22:45 Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar Nánari lýsingu á viðburðum er hægt að nálgast á facebook síðu safnsins og heimasíðu.

Leiðsögn um "Á pappír"

Hönnunarsafn Íslands

16402464 10154189410771497 3643418980835723798 o

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsin gengur með gestum um sýninguna Á pappír. Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).

Leiðsögumenn á Safnanótt

Hönnunarsafn Íslands

15994836 10154153888361497 5010038505870397682 o

Nemendur úr FG taka að sér hlutverk leiðsögumanna og leiða gesti á milli gripa sem þau hafa valið að fjalla um á sýningunni "Geymilegir hlutir". "Geymilegir hlutir" eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum. Á þeim tíma frá því að Hönnunarsafn Íslands var stofnað, árið 1998, hefur safneignin styrkst og umsvif starfseminnar aukist. Nýir gripir sem koma í safnið á hverju ári leggja grunn að efni til rannsókna og þeir eru í sjálfu sér vitnisburður á hverjum tíma um það sem sérfræðingar álíta æskilegt að séu varðveittir í safni. Gildi þeirra hluta sem koma til safnsins breytist, merking getur orðið önnur – og jafnvel meiri.