Tónleikasýningin Bat out of hell verður sett upp í að nýju í Hofi laugardaginn 21. febrúar 2015 vegna fjölda áskoranna.
Sýningin var frumsýnd 17. maí 2014 í Eldborg við miklar undirtektir gesta.
Samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinmans er gert hátt undir höfði með áherslu á metsöluplötuna Bat out of hell sem kom út í október árið 1977 og er mest selda erlenda platan á Íslandi fyrr og síðar. Einnig flytur hópurinn þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældarlista út um allan heim, eins ogTotal eclipse og the heart, Holding out for a hero, Its all coming back to me now og fleiri.
Söngvarar: Dagur Sigurðsson, Heiða Ólafsdóttir, Eyþór Ingi, Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Matthías Matthíasson, Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Jakobsson.
Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson trommur, Róbert Þórhallson bassi, Kristján Grétarsson gítar, Karl O. Olgeirsson pínaó, Einar Þór Jóhannsson gítar, Haraldur Sveinbjörnsson hljómborð, Steinar Sigurðarson saxafónn og Diddi Guðnason slagverk.
Hljóð: Haffi Tempó
Ljós: Helgi Steinar Halldórsson
Búningar: Rebekka Ingimundardóttir
Förðun: Sólveig Birna Gísladóttir
Sviðsmaður: Haukur Henriksen
Stjórnandi: Friðrik Ómar
Framleiðandi og uppsetning: RIGG viðburðir.
AUKATÓNLEIKAR SAMDÆGURS KL. 17:00
Þann 11. apríl 2015 verða 70 ár því að Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjunum. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa ástsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl.
Vilhjálmur ætlaði aldrei að verða dægurlagasöngvari. Stefnan var sett á háskólanám. En enginn má sköpum renna. Fyrstu skrefin á söngbrautinni voru stigin í menntaskólanum á Akureyri. Síðan tóku við sigrar með hljómsveitum Ingimars Eydals og Magnúsar Ingimarssonar. Þá urðu plöturnar vinsælar sem Vilhjálmur söng inn á ýmist einn eða með Elly systur sinni. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Við eigum samleið og Bíddu pabbi, svo örfá lög séu nefnd.
Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt 12 manna hljómsveit.
Allt frá því að samstarf Friðriks Ómars og Guðrúnar Gunnarsdóttur hófst árið 2003 hefur Friðrik sungið lög Vilhjálms víða um land við góðan orðstír. Á þessum tónleikum mun Friðrik flytja fjölda laga sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt hljóðfæraleikurum. Sannarlega tónleikar sem enginn unnandi laga Vilhjálms Vilhjálmssonar ætti að láta framhjá sér fara.
Hátíðarhöld á Sumardaginn fyrsta í Garðabæ eru í umsjá Skátafélagsins Vífils. Sumardagurinn fyrsti er um leið afmælisdagur félagsins, en félagið var stofnað á þessum degi árið 1967.
Dagurinn hefst með skátaguðsþjónustu í Vídalínskirkju klukkan 13:00.
Skrúðgangan hefst klukkan 14:00.Gengið verður frá Vídalínskirkju,niður Hofsstaðabraut, eftir Bæjarbraut að Hofsstaðaskóla
Dagskrá við Hofsstaðaskóla
Við Hofsstaðaskóla verður boðið upp á skemmtidagskrá s.s. þrautabraut, kassaklifur, veltibílinn, leiktæki o.f.l. Sirkus Íslands skemmtir gestum á hátíðarsvæðinu.
Hjálparsveit skáta verður á staðnum með sýnishorn af búnaði sínum
Árleg kaffisala Vífils og hið víðfræga tertuhlaðborð verður í Hofsstaðaskóla!
Sjá einnig www.vifill.is og www.gardabaer.is
ATH! Uppselt er á tónleikana kl. 20 en aukatónleikar kl. 23 eru komnir í sölu!
Síðastliðið vor hélt Karlakórinn Hreimur tvenna afmælistónleika og bauð að því tilfefni Ljótu hálfvitunum til samstarfs. Báðir voru tónleikarnir gríðarlega vel sóttir og því var ákveðið að blása til tónleika í Menningarhúsinu Hofi til að gefa fleirum tækifæri á að njóta þessarar mögnuðu tónlistarupplifunar.
Flutt verða lög af efniskrám beggja söngflokkanna, bæði sundur og saman, þvers og kruss og allt um kring.
Miðaverð 5.000 kr. Miðasala á mak.is.
The Reykjavik Big Band rejoices in 100 glorious years of Frank Sinatra at the Hamraborg hall of Hof Culture house, by telling Sinatra’s story through music, words and visuals. Some of Iceland’s finest male singers will perform under the director, host and narrator Sigurdur Flosason.
Laugardaginn 5. desember munu Friðrik Ómar og Rigg viðburðir efna til glæsilegra jólatónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta eru fyrstu jólatónleikar Rigg viðburða, sem hafa getið sér gott orð fyrir afar vandaðar og metnaðarfullar tónleikasýningar á sl. árum. Yfirskrift tónleikana er “Heima um jólin” en það er heimamaðurinn Friðrik Ómar sem býður gestum til veislu þar sem hann mun syngja jólin inn ásamt hljómsveit sem skipuð er okkar fremstu hljóðfæraleikurum. Einnig fær Friðrik til sín í heimsókn hverja jólastjörnuna á fætur annarri en það eru söngvararnir Margrét Eir, Stefán Hilmarsson, feðginin Pálmi Gunnarsson og Ninna Pálmadóttir, María Ólafsdóttir Eurovisionstjarna og Akureyringurinn Hákon Guðni Hjartarson. Með öllu þessu frábæra listafólki er ekki annað hægt en að gera ráð fyrir tónlistarveislu og jólaskemmtun í hæsta gæðaflokki.
Hljómsveitina skipa: Jóhann Hjörleifsson trommur, Jóhann Ásmundsson bassi, Kristján Grétarsson gítar, Ingvar Alfreðsson píanó, Sigurður Flosason blásturshljóðfæri og Diddi Guðnason á slagverk. Auka þeirra stígur á svið fagur kór bakradda.
Fatnaður: Filippía Elísdóttir
Hljóðmeistari: Gunnar Smári Helgason
Ljósahönnun: Helgi Steinar Halldórsson
Framleiðandi: Rigg Viðburðir
Miðasala hefst föstudaginn 9. október kl. 13:00 á www.mak.is, www.tix.is og í síma 450-1000.
Sérstök forsala verður 7. október á síðu Friðriks Ómars á www.facebook/fridrikomar.
Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Í síðustu ferð sinni til Íslands seldist upp á fjórar sýningar Carrs á örskotsstundu, mun færru komust að en vildu og áhorfendur lágu bókstaflega í hláturkrampa undir uppistandinu.
Jimmy hefur verið lýst sem mesta vinnuþjarknum í uppistandsbransanum. Sem er, þegar maður horfist í augu við staðreyndir, ekkert stórkostlegt afrek. Það er svolítið eins og að vera “hávaxnasti dvergurinn” eða “Heilbrigðasti Glasgowbúinn”. Sem sagt, ekkert frábært.
Nú ætlar Carr að kæta Íslendinga með brakandi ferskum bröndurum í glænýrri sýningu: Funny Business.
Að þessu sinni stígur hann á svið í Hofi, Akureyri, föstudaginn 4. mars.
Miðasala hefst fimmtudaginn 8. október kl 10 á Tix.is. Póstlistaforsala Senu fer fram daginn áður.
Jimmy verður einnig með sýningu í Hörpu http://www.sena.is/vaentanlegt/vnr/1391
MIÐASALA HEFST 11. MARS KL. 10 Á MAK.IS OG TIX.IS
Rigg Viðburðir í samvinnu við Jagermeister og Tuborg Gold kynna:
AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir höfði í glæsilegri tónleikasýningu í Hofi laugardagskvöldið 7. maí kl. 20.
Í sýningunni fá aðdándur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri stórsmelli í glæsilegri umgjörð.
Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu tónleikasýningu en hljómsveitina skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar:
Söngvarar:
Stefán Jakobsson
Dagur Sigurðsson
Hjörtur Traustason
Gítar: Ingó Geirdal (Dimma)
Trommur: Magnús Magnússon
Bassi: Guðni Finnsson (Dr. Spock, Mugison, Ensími)
Gítar: Franz Gunnarssson (Ensími)
Raddir: Heiða Ólafsdóttir & Alma Rut
Ljósahönnun: Helgi Steinar Halldórsson
Hljóðhönnun: Jóhann Rúnar Þorgeirsson
Sviðsetning: Rigg Viðburðir
Með einfaldleikann að vopni og eldmóðinn til að leggja heiminn að fótum sér, héldu bræðurnir og gítarleikararnir Angus og Malcolm Young af stað í ferðalag sem hefur legið um gjörvalla veröldina, allar götur síðan árið 1973 þegar AC/DC var stofnuð í Sydney í Ástralíu.
Talsverðar mannabreytingar áttu sér stað fyrst um sinn en með tilkomu trommarans Phil Rudd, bassaleikarans Mark Evans og söngvarans Bon Scott, varð AC/DC loks tilbúin í komandi átök. Segja má að sveitin hafi vart slegið slöku við næstu árin; stanslausar tónleikaferðir á milli þess sem menn unnu dag og nótt í hljóðverinu.
Uppskriftin var einföld: auðmelt þriggja hljóma rokk með tvíræðum textum um partíhald, drykkju og dömur.
Frammistaða AC/DC á tónleikum var með eindæmum öflug. Angus, íklæddur skólabúningi, þeyttist sviðsenda á milli. Bon Scott heillaði viðstadda með sterkri nærveru sinni svo um munaði. Hann bjó yfir kraftmikilli rödd, var lunkinn textasmiður og það var honum algjörlega í blóð borið að skemmta fólki.
AC/DC gerði sex plötur með Bon Scott innanborðs og aðdáendahópurinn óx með hverri útgáfu. Lög á borð við TNT, Whole Lotta Rosie, Let There Be Rock og Dirty Deeds Done Dirt Cheap fönguðu huga rokkunnenda vítt og breitt og allt stefndi í rétta átt.
Barningur áströlsku rokkarana uppá toppinn hélt áfram en átti eftir að taka sinn toll. Fram til þessa hafði líferni Bon Scott ekki haft áhrif á frammistöðu hans með AC/DC.
Vinsælasta plata sveitarinnar með Scott, meistarastykkið Highway To Hell, reyndist svanasöngur hans með AC/DC en Bon Scott lést úr drykkju þann 19. febrúar árið 1980 í London á Englandi.
Þrátt fyrir missinn héldu Young-bræður ótrauðir áfram. Englendingurinn Brian Johnson var ráðinn til leiks og aðeins hálfu ári eftir fráfall Scott kom hin magnaða Back In Black út og festi AC/DC endanlega í sessi í hópi stærstu rokksveita heims.
Velgengni AC/DC hélt áfram á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Herbragð Malcolm Young virkaði greinilega sem skyldi frá ári til árs; að hnika ekki út frá stefnunni.
Platan The Razor's Edge frá árinu 1990 bætti nýrri kynslóð við í aðdáendahóp AC/DC og spilaði risasmellurinn Thunderstruck þar lykilrullu.
Um miðjan tíunda áratuginn var Phil Rudd ráðinn á ný til að lemja húðirnar eftir 11 ára fjarveru og klassíska uppstilling AC/DC því sameinuð á ný.Plöturnar Ballbreaker, Stiff Upper Lip og Black Ice báru allar sterkan keim af hinum sígillda hljóm sveitarinnar sem skipaði svo stóran sess í hugum og hjörtum unnenda AC/DC.
Aðdáendahópurinn tók að vaxa á nýjan leik og velgengnin náði ákveðnu hámarki á Black Ice tónleikaferðinni þar sem AC/DC tróð upp fyrir alls fimm milljónir manna eftir að hafa selt átta milljónir eintaka af fyrrnefndri plötu.
Síðustu misseri hafa áföll dunið yfir AC/DC. Malcolm Young er óvinnufær eftir að hafa greinst með heilabilun og Phil Rudd fékk fangelsisdóm og var látinn fara úr sveitinni. Þessi áföll hafa þó ekki stöðvað Angus Young í að gleðja rokkþyrsta tónlistarunnendur þessa heims. Bróðursonur Angusar - Stevie Young - var ráðinn í AC/DC í fjarveru frænda síns og platan Rock Or Burst leit dagsins ljós árið 2014. Með trommarann Chris Slade sér til fulltingis hafa Angus, Brian og félagar í AC/DC verið á stanslausu tónleikaferðalagi síðustu tvö ár þar sem hver og einn einasti miði hefur selst.
En hví skyldi AC/DC halda þessum barningi áfram? Brian Johnson kann svar við því: „Við erum að uppfylla ósk Malcolm Young. Hann vildi að við héldum áfram að búa til tónlist.“
Og það heldur sannarlega áfram að virka. Veröldin virðist aldrei fá nóg af AC/DC.
Texti: Smári Tarfur.
Uppselt kl.20:00
Aukasýning kl.22:30.
Miðasala hefst á ný 26.ágúst kl.13
Fáir tónleikar hafa notið jafn mikillar velgengni á Íslandi og Heiðurstónleikar Freddie Mercury sem settir voru upp í fyrsta sinn í nóvember árið 2011 í Hörpu. Eftir þó nokkurt hlé mætir stórskotalið Rigg Viðburða á ný með þessa frábæru tónlistarveislu með nýju og endurbættu sniði. Tilefnið er ærið þar sem Freddie Mercury hefði orðið sjötugur 5. september nk. Laugardagskvöldið 10. september verða hans bestu tón-og textasmíðar fluttar í glæsilegri umgjörð í Hamraborg í Hofi.
Þessa ógleymanlegu kvöldstund munu hljóma lög eins og Barcelona, Who wants to live forever, Love of my life, Crazy little thing called love, Bohemian Rhapsody, Somebody to love, Bycycle race, Killer Queen, Living on my own, We are the champions og fl.
Söngvarar:
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Magni Ásgeirsson
Friðrik Ómar
Matthías Matthíasson
Dagur Sigurðsson
Hulda Björk Garðarsdóttir
Hljómsveit:
Kristján Grétarsson gítar
Einar Þór Jóhannsson gítar
Stefán Örn Gunnlaugsson píanó
Ingvar Alfreðsson hljómborð
Róbert Þórhallsson bassi
Benedikt Brynleifsson trommur
Diddi Guðnason slagverk
Raddsveit Mercury:
Regína Ósk
Alma Rut
Ína Valgerður
Ingunn Hlín
Davíð Smári
Íris Hólm
Um Freddie Mercury:
Freddie Mercury (Farrokh Bulsara) fæddist á eyjunni Sansibar í Indlandshafi 5. september 1946. Þar ólst hann upp en dvaldi löngum hjá ömmu sinni á Indlandi. Hann byrjaði ungur að læra á píanó og varð heillaður af gítarnum á unglingsárum. Tólf ára gamall stofnaði hann fyrstu hljómsveitina sem spilaði rokk- og popplög sem Little Richard og Cliff Richard höfðu gert vinsæl. Hann tók upp nafnið Freddie löngu áður en fjölskyldan neyddist til að flytja til Englands í kjölfar byltingar sem gerð var á Sansibar árið 1964. Þar fór hann í listaskóla og útskrifaðist sem hönnuður frá Ealing Art College en hlaut ekki neina söngmenntun þó svo að eðlislæg söngrödd hans spannaði óvenjuvítt raddsvið. Hann fór létt með að syngja djúpan bassa og háa tenórtóna og allt þar á milli sem átti sinn þátt í hversu fjölhæfur rokksöngvari hann var.
Freddie prófaði sitthvað eftir skólann. Hann fór á milli hljómsveita, seldi notuð föt og var um tíma í starfi á Heathrow flugvelli áður en hann kynntist gítarleikaranum Brian May og trommaranum Roger Taylor í apríl 1970. Þeir hófu æfingar og tóku upp nafnið Queen um líkt leyti og bassaleikarinn John Deacon gekk í hljómsveitina í ársbyrjun 1971. Þeir undirrituðu útgáfusamning við bresku útgáfusamsteypuna EMI 1972 og gáfu út fyrstu plötuna Queen árið eftir. Platan innihélt tónlist sem var á mörkum glyspopps og þungarokks og vakti nokkra athygli. Önnur platan Queen II náði 5. sæti breska breiðskífulistans. Þriðja platan Sheer Heart Attack kom þeim á kortið í Bandaríkjunum þegar titillagið náði inn á vinsældarlista. Fjórða platan A Night At The Opera varð til þess að Queen komst í úrvalsdeildina. Lagið Bohemian Rhapsody sem Freddie samdi sat í efsta sæti breska listans í 9 vikur og öðlaðist vinsældir víða um heiminn. Platan News Of The World sem kom út árið 1977 innihélt lögin We Are The Champions og We Will Rock You sem hljóma er fólk sameinast í söng á íþróttakappleikjum og álíka samkomum.
Freddie var fjölhæfur laga- og textasmiður og spanna lögin hans vítt svið, allt frá rokk- og diskósöngvum yfir í flóknari verk. Queen var ein áhugaverðasta rokksveit síns tíma m.a. vegna þessa fjölbreytileika. Freddie var sannkallaður smellasmiður sem samdi t.a.m. 10 af 17 lögum sem komu út á safnplötunni The Greatest Hits árið 1981.
Freddie var atkvæðamikill á sviði og skópu leikrænir tilburðir hans þá umgjörð sem Queen byggði hljómleikahald sitt á. Margir urðu vitni að því á Live Aid hljómleikunum, sem var sjónvarpað um allan heim árið 1985, hvernig hann stjórnaði 72.000 manna áhorfendaskara og fékk alla til að syngja með sér, klappa og hreyfa sig í takt.
Freddie reyndi fyrir sér sem sólósöngvari í fyrsta sinn þegar hann gerði smáskífu undir nafninu Larry Lurex árið 1973. Næsta sólólag var Love Kills sem kom út 1984 og ári seinna gerði hann einu sóló breiðskífuna Mr. Bad Guy. Hann var hugfanginn af heimi óperunnar og gerði plötuna Barcelona með spænsku óperudívunni Monsarret Caballé árið 1988. Þau komu fram saman á stórtónleikum í Barcelona síðla árs 1988 en eftir það dró hann sig nánast alveg í hlé.
Freddie Mercury lést úr alnæmi á heimili sínu í Knightsbridge 24. nóvember 1991 aðeins 45 ára gamall.
Hann er enn dýrkaður og dáður og aðdáendurnir muna hann sem forsöngvara og leiðtoga bresku sveitarinnar Queen sem átti fjölda metsöluplatna og ógrynni vinsældarlaga.
Uppselt kl. 19:00 (Athugið breyttann tíma! Tónleikarnir sem vera áttu kl 19:30 færast 30 mínutum fyrr og hefjast kl. 19:00)
Aukatónleikar komnir í sölu samdægurs kl. 16:00 og 22:00 -örfá sæti laus
Fyrstu helgina í desember verður mikið um dýrðir í Hofi þegar jólatónleikar Friðriks Ómars, Heima um jólin verða haldnir. Gestir Friðriks að þessu sinni eru söngvararnir Guðrún Gunnarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. Saman kemur þessi glæsilegi hópur fram ásamt hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar píanóleikara. Hljómsveitina skipa auk Ingvars þeir Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Diddi Guðnason slagverksleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Ari Bragi Kárason á trompet.
Efnisskráin er einstaklega vegleg en gestir munu heyra allar helstu perlur jólanna í glæsilegum útsetningum í flutningi listafólksins.
Guðrún Gunnarsdóttir
Samstarf Friðriks og Guðrúnar hefur gefið af sér þrjár plötur sem unnar voru af Ólafi Gauki Þórhallssyni. Jólaplata þeirra, Ég skemmti mér um jólin, hefur notið mikilla vinsælda en á tónleikunum munu þau syngja lög sem finna er á plötunni.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Jóhanna Guðrún er af mörgum talin okkar besta söngkona í dag. Ung að árum vakti hún mikla athygli og gerði nokkrar mjög vinsælar plötur. Framganga hennar í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva skilaði Íslandi sínum besta árangri árið 2009 þegar hún flutti lagið Is it true óaðfinnanlega. Jóhanna syngur jólin inn í Hofi 3. desember með þeim hætti að fáir leika það eftir.
Gissur Páll Gissurarson
Sjarmörinn Gissur Páll Gissurarson er einn vinsælasti tenór landsins í dag. Silkimjúk röddinn leikur sér að helstu perlum jólanna og verður án efa einhver gæsahúðin sem fer um salinn. Gissur hefur sungið stór hlutverk í helstu verkum óperuheimsins og komið víða við á tónlistarferli sínum.
Helena Eyjólfsdóttir
Það er ekki ofsögum sagt að Helena Eyjólfsdóttir sé dægurlagadrottning norðurlands og þó víðar væri leitað. Þar ber hæst framganga hennar í hljómsveit Ingimars Eydal. Ferill Helenu hófst þegar hún var 12 ára en þá söng hún lag inn á jólaplötu. Ferill hennar er því einn sá lengsti sem nokkur íslensk dægurlagasöngkona hefur átt eða yfir 60 ár. Um þessar mundir er hún að senda frá sér fyrstu sólóplötu sína. Það er aldrei of seint!
Ragnar Bjarnason
Hann hóf feril sinn sem trommuleikari aðeins 16 ára gamall en árið 1954 kom í fyrsta sinn út lag með söng hans á plötu. Það var ekki aftur snúið. Raggi Bjarna er goðsögn í lifanda lífi. Það er ógerlegt að telja upp öll hans afrek á tónlistarsviðinu. Raggi syngur inn jólin fyrir marga og verður engin undantekning þar á í Hofi 3. desember. Er líða fer að jólum. Það þarf ekki að segja neitt meira.
Miðasala í fullum gangi á mak.is og í síma 450-1000.
Það verður sannkallað Eurovisionpartý í Hofi föstudagskvöldið 12. maí þegar Eurobandið mætir á svæðið og leikur öll bestu lög keppninnar frá árinu 1956 til dagsins í dag eins og þeim einum er lagið. Tilefnið er ærið því daginn eftir, 13. maí verður úrslitakvöld keppninnar þetta árið sem haldið verður í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er því upphitun í meira lagi því hér fáum við að heyra mörg bestu lög keppninnar og jafnvel eitthvað af þeim verstu líka! Sérstakur gestur er enginn annar en Eyjólfur Kristjánsson. Miðasala hefst 3. mars á mak.is.