Harpa

Austurbakki 2
101, Reykjavik

Viðburðir

The Dire Straits Experience, Eldborg, Harpa Hall 10.09.2017

Harpa

18198517 1331519940251147 5194791966047096084 n

Fyrir fjórum árum héldu þeir suddalega vel heppnaða tónleika sem seldust upp á hálftíma. Nú munu þeir mæta aftur, þeir félagarnir Chris White og Chris Whitten, tveir af upprunalegum meðlimum Dire Straits. Næstkomandi september munu þeir trylla lýðinn á nýjan leik í Hörpunni ásamt fimm öðrum heimsvirtum tónlistarmönnum - nú undir nafninu 'The Dire Straits Experience'. Meira en 35 ár eru liðin frá því að upphafstónar Sultans of Swing bárust mönnum fyrst til eyrna. Liðin eru rúm 20 ár frá því að hljómsveitin Dire Straits hætti og skildi eftir sig margar af perlum rokksögunnar. Ef eitthvað er hefur orðstír þeirra einungis aukist með tímanum. Plötur þeirra hafa selst í yfir 120 milljón eintökum, og halda áfram að seljast samhliða því að unga fólkið uppgötvar tónlistina og bætist í aðdáendahópinn. Árið 2011 ákváðu meðlimir Dire Straits, þeir Alan Clark, Chris White og Phil Palmer að verða við eindregnum óskum aðdáenda um að fá að sjá hljómsveitina á sviði aftur með því að stofna hljómsveitina The Straits og spila á góðgerðartónleikum í Royal Albert Hall. Á þeim tíma naut Mark Knopfler mikillar velgengni á sólóferli sínum, og þess vegna leitaði Alan Clark til söngvarans og lagahöfundarins Terence Reis til að koma í hans stað. Þegar The Straits hættu, þremur og hálfu ári síðar, höfðu þeir haldið yfir 150 tónleika í 25 löndum víðsvegar um heiminn. Arfleifð Dire Straits lifir nú í hljómsveitinni Dire Straits Experience, en í henni eru Chris White og Chris Whitten, upprunalegir meðlimir Dire Straits. Með þeim hafa unnið margir af virtustu tónlistarmönnum Bretlands. Meðal þeirra eru rokkgoðsagnir eins og Mark Knopfler, David Gilmour, Eric Clapton, Paul McCartney, Elton John, David Bowie, Mick Jagger, Tina Turner, Van Morrison, Tom Jones og Sheryl Crow. Chris White hafði áður unnið með Mark Knopfler að kvikmyndatónlist á níunda áratugnum, og tók í kjölfarið þátt í hinu gríðarlega vel heppnaða tónleikaferðalagi Dire Straits, Brothers In Arms árið 1985. ,,Þegar ég var fyrst beðinn um að setja saman band til að spila Dire Straits lög í Albert Hall trúði ég ekki að það væri mögulegt að finna einhvern sem gæti komið í stað Marks án þess að hljóma ósannfærandi. Mér skjátlaðist. Ég held að Terence Reis sé eina manneskjan á jörðunni sem er fær um að syngja og spila eins og Mark, án þess að tapa sínum eigin persónuleika og heiðarleika. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því aðdáendur hafa tekið svona fagnandi á móti því sem við erum að gera. Það er nákvæmlega það sem heldur flutningnum lifandi og ferskum.” - Chris White