Bubbi 60 ára

Mörgum er enn í fersku minni þegar haldið var upp á 50 ára afmæli Bubba Morthens í Laugardalshöll 06.06.06. Það er ótrúlegt að nú séu að verða 10 ár síðan. Í tilefni 60 ára afmælis Bubba verða haldnir stórkostlegir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu 06.06.16. Það verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Afmælisbarnið sjálft verður í stóru hluverki að sjálfsögðu en auk þess mun fjöldi tónlistarmanna úr ólíklegustu áttum koma fram og flytja Bubbalög hver á sinn hátt. Frekari útlistun á dagskrá tónleikanna verður ekki gefin upp en hægt er að ábyrgjast að þetta verður einstök kvöldstund. Miðasala hefst fimmtudaginn 28.apríl kl 10:00 á www.harpa.is og www.tix.is