Tectonics Reykjavik Music Festival 2016

Nánar á www.tectonicsfestival.com Tectonics Reykjavík tónlistarhátíðin fer fram í fimmta sinn í Hörpu dagana 14. og 15. apríl. Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir hátíðinni og sem fyrr er Ilan Volkov listrænn stjórnandi hennar. Dagskráin fer fram frá kl.18 til 23 báða dagana. Alls verða haldnir átta tónleikar sem eru að vanda stútfullir af spennandi tónlist. Meðal listamanna sem koma fram auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru Roscoe Mitchell (US), Peter Ablinger (AU), Goodiepal (DK) og Séverine Ballon (FR). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur alls sjö ný verk sem flest verða frumflutt á heimsvísu á hátíðinni. Höfundar þessara verka eru Jim O'Rourke, Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Frank Denyer, Davíð Franzson, Þráinn Hjálmarsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir. Auk þess koma fram í Norðurljósasal Hörpu Borgar Magnason, Kira Kira og fleiri en jafnframt verða flutt ný verk í opnu rými Hörpu eftir Inga Garðar Erlendsson og Hafdísi Bjarnadóttur. Í verkum í opnu rými njótum við krafta Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda Listaháskóla Íslands, Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveitar Kópavogs. Í aðdraganda hátíðarinnar, þann 12. apríl stendur Tectonics Reykjavík fyrir málþingi í samstarfi við Listaháskóla Íslands um stöðu sinfóníuhljómsveita á 21. öld þar sem möguleikum á þróun þeirra verður rædd ásamt fleiru. Jafnframt verður boðið upp á masterklass með Séverine Ballon og fyrirlestur með Peter Ablinger í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Báðir þessir viðburðir eru opnir öllum og aðgangur er ókeypis. Miðvikudaginn 13. apríl kl. 18 verða uppskerutónleikar YRKJU - tónskáldastofu Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem frumflutt verða tvö ný verk Gunnars Karels Mássonar og Halldórs Smárasonar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. - DAGSKRÁ - Þriðjudagur 12. apríl 13:15-15: 45 Kaldalón -- Sinfóníuhljómsveitin á 21. öld Málþing um stöðu sinfóníuhljómsveita í samtímanum. Frummælendur: Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Davíð Brynjar Franzson, tónskáld, Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ilan Volkov, hljómsveitarstjóri og María Huld Markan Sigfúsdóttir, tónskáld. Fundarstjóri: Njörður Sigurjónsson, dósent Málþingið er haldið í samstarfi við Rannsóknarstofu í tónlist (RíT) sem starfar á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis Miðvikudagur 13. apríl 15:00 Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Masterklass með Séverine Ballon, sellóleikara. Aðgangur ókeypis 18:00 Eldborg -- Yrkja, uppskerutónleikar Gunnar Karel Másson: Brim (frumflutningur) Halldór Smárason: rekast (frumflutningur) Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason. Aðgangur ókeypis 21:00 Mengi, Óðinsgötu 2 Tectonics-spunakvöld Fram koma á þriðja tug tónlistarmanna sem tengjast Tectonics með einum eða öðrum hætti. Gestgjafi: Ilan Volkov Aðgangur ókeypis Fimmtudagur 14. apríl 18:00 Norðurljós -- Ablinger Peter Ablinger: Voices and Piano, Flöte und Rauschen, TIM Song Flytjendur: Berglind Tómasdóttir flauta, Peter Ablinger rödd og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. 19:00 Opið rými Hörpu -- Sveimur Hafdís Bjarnadóttir: Sveimur (frumflutningur) Sveimur-Spinoff (frumflutningur) -- samstarfsverkefni Hafdísar Bjarnadóttur og nemenda við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Guy Wood. Flytjendur: Hafdís Bjarnadóttir, Sigurður Halldórsson, Guy Wood, Ungsveit og meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemendur Listaháskóla Íslands. 20:00 Eldborg -- Fyrri hljómsveitartónleikar Jim O'Rourke: Come Back Soon (Evrópufrumflutningur) Davíð Brynjar Franzson: On Matter and Materiality, fyrir selló og hljómsveit (frumflutningur 2. útgáfu) Hlé Frank Denyer: a linear topography (frumfluningur) Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Séverine Ballon selló, hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov 21:30 Norðurljós -- Mitchell og Magnason Roscoe Mitchell flytur eigið efni á saxófón. Borgar Magnason flytur eigið efni á kontrabassa. Föstudagur 15. apríl 12:45 Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Tónskáldið Peter Ablinger flytur fyrirlestur um verk sín. Aðgangur ókeypis 18:00 Norðurljós -- Séverine og Sigurður Steingrimur Rohloff: Magic Number (frumflutningur) Evan Johnson: dozens of canons: Anaïs Faivre Haumonté (frumflutningur) Flytjandi: Séverine Ballon selló Hlynur Aðils Vilmarsson: Svíta fyrir sjálfspilandi dórófón (frumflutningur) Johan Svensson: Verk fyrir víólu og dórófón (Íslandsfrumflutningur) Hafdís Bjarnadóttir: Febrúardagur, fyrir dórófón, rafhljóð og harmónikku Flytjendur: Sigurður Halldórsson dórófónn, Flemming Viðar Valmundsson harmónikka og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóla. 19:00 Opið rými Hörpu -- Stiginn / Stigin : Ingi Garðar Erlendsson: Stiginn / Stigin : fyrir tvær blásarasveitir (frumflutningur) Flytjendur: Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, stjórnandi: Snorri Heimisson, Skólahljómsveit Kópavogs, stjórnandi: Össur Geirsson, hljómsveitarstjóri í flutningi Stigans: Ingi Garðar Erlendsson 20:00 Eldborg -- Síðari hljómsveitartónleikar Peter Ablinger: Quartz Roscoe Mitchell: Conversations for Orchestra (frumflutningur) Útsetningar: Christopher Luna-Mega og Daniel Steffey Hlé Þráinn Hjálmarsson: As heard across a room María Huld Markan Sigfúsdóttir: Aequora (frumflutningur) Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov 22:00 Norðurljós -- Kira Kira og Goodiepal Kira Kira: Call it Mystery -- Alchemy For Impatience (Evrópufrumflutningur) og Gefum í (frumflutningur) Flytjendur: Kira Kira ásamt handvalinni orkestru og kór. Stjórnandi: Pétur Ben Video er eftir Overture Goodiepal: My Motor Skills Have Failed (frumflutningur) Flytjendur: Goodiepal, Nynne Roberta Pedersen, Fanny Sif Pedersen og S.L.Á.T.U.R.