Hæ Mambó! Stórsveit Reykjavíkur spilar Latin tónlist

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu mánudaginn 14. mars kl. 20. Flutt verður Latin tónlist af ýmsum gerðum og frá ólíkum tímum, m.a. tengd hljómsveitum Tito Puente, Perez Prado , Xavier Cougart, Dizzy Gillespie og fleiri. Einnig mun íslensk Latin tónlist eftir ólíka höfunda koma við sögu. Stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Sérstakir gestir verða slagverksleikararnir Einar Scheving, Pétur Grétarsson og Kristófer Rodriguez Svönuson. Harpa mun sprikla af lífi!!! Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut nú nýverið, annað árið í röð, islensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í flokki jazz- og blús tónlistar. Miðar í miðsölu Hörpu og á harpa.is Hey Mambo! - The Reykjavik Big Band goes Latin The Reykjavík big band plays the Silfurberg hall at Harpa Concert House on Monday March 14th at 8pm. The program will consist of different types of Latin music from different periods. The program will consist of music connected with the bands of Tito Puente, Perez Prado , Xavier Cougart, Dizzy Gillespie, to name a few. Some Icelandic Latin music will also appear on the program. The band will be conducted by Samuel J. Samuelsson and percussionists Einar Scheving, Pétur Grétarsson and Kristófer Rodriguez Svönuson will appear as special guests. The Reykjavik Big Band just received the Icelandic music awards for jazz record off the year for the second year running. Tickets at the Harpa box office and at harpa.is