Hafnarfjörður

Hafnarfjörður
220, Hafnarfjörður

Viðburðir

Bjartir dagar - menningarhátíð í Hafnarfirði

Hafnarfjörður

12973252 1163454520353826 5988720211217942254 o

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 20.-24. apríl næstkomandi en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2003. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin er þátttökuhátíð og byggir á því að ýmsar stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á barnamenningu og þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti í umsjá Skátafélagið Hraunbúar hluti hátíðahaldanna. Ýmsir tónlistarviðburðir með Heima hátíð Menningar og listafélag Hafnarfjarðar í farabroddi skipa einnig stóran sess í dagskránni og á föstudagskvöldið verða vinnustofur listamanna opnar fram á kvöld og eru Hafnafirðingar og nærsveitamenn hvattir til að ganga í bæinn. Sem dæmi um atriði má nefna leikhús, kórtónleika, bíó, töfrasýningar, sögugöngur, leikskólalist og hæfileikakeppni félagsmiðstöðva. Eitthvað fyrir alla á Björtum dögum! Dagskráin í heild sinni: http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/bjartir-dagar-i-hafnarfirdi Miðvikudagur: http://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-1 Fimmtudagur: http://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-21-april Föstudagur: http://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-fostudaginn-22-april Laugardagur: http://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-laugardagur-23-april Sunnudagur: http://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-24-april

Bjartir dagar í Hafnarfirði

Hafnarfjörður

17855108 1959906644150199 7552685267992743115 o

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á fyrstu bæjarhátíð sumarsins 2017! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði þar sem stofnanir bæjarins, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum. Ýmsir tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár og má þar nefna tónlistarhátíðina HEIMA og BRÆÐRALAG - stórtónleika stórtónleikar Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Lækjarskóla. Kynntu þér heildardagskrána á https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/ ------------------------------------------------------------------------------- Miðvikudagurinn 19. apríl – síðasti vetrardagur ------------------------------------------------------------------------------- Kl. 10 Þriðjubekkingar syngja inn sumarið og Bjarta daga á Thorsplani. Allir velkomnir! Kl. 16:30 Töframaðurinn Einar einstaki í Bókasafninu. Kl. 17 Afhending menningarstyrkja í Hafnarborg. Menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi í Apótekinu og tilkynnt um bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2017. Kl. 17:30 Töframaðurinn Einar einstaki í Bókasafninu. Kl. 18:30-22:30 Flensborgarkórinn – opin æfing í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Linnetstíg 6. Allir velkomnir. Kl. 20:00-23 HEIMA, tónlistarhátíð í heimahúsum. Þrettán listamenn koma í sitthvoru HEIMA-húsinu. Opnunarhátíð kl. 19 í anddyri Bæjarbíó ------------------------------------------------------------------------------- Fimmtudagurinn 20.apríl – Sumardagurinn fyrsti ------------------------------------------------------------------------------- Kl. 10 Viltu sigla? Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts býður bæjarbúum út að sigla fram eftir degi. Kl. 11 Víðavangshlaup á Víðistaðatúni. Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH. Kl. 12-13 Bæjarstjórn grillar pylsur í nýbyggðu grillhúsi á Víðistaðatúni. Fríar pylsur í boði á meðan birgðir endast. Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Kl. 14:00 Söguganga um gamla bæinn undir leiðsögn Ingvars Viktorssonar. Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg. Kl. 12-14 Hraustir menn og háværir í Hafnarborg. Karlakórinn Þrestir með opna æfingu í Hafnarborg. Kl. 13 Skátamessa í Hafnarfjarðarkirkju Kl. 13:45 Skrúðganga frá Hafnarfjarðarkirkju Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni í umsjón skátafélagsins Hraunbúa. Fram koma Aron Hannes, Sirkus Íslands, Birta og Hekla, atriði úr Með allt á hreinu sýningu Víðistaðaskóla og frá Listandsskóla Hafnarfjarðar. Kassa- klifur, andlitsmálun, hoppukastalar og ýmsir skátaleikir. Kl. 16 Kassabílarallý Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppendur þurfa að koma með eigin bíla – þátttökugjald er ókeypis. Keppnistæki deilda innan AÍH verða til sýnis á hátíðarsvæðinu. Fögnum sumri saman á Víðistaðatúni! ------------------------------------------------------------------------------- Föstudagurinn 21. apríl - gakktu í bæinn ------------------------------------------------------------------------------- Kl. 11-17 Óvissubækur verða til útláns á Bókasafninu fyrir alla aldurshópa. Hvaða bók leynist í pakkanum? Kl. 18-22 Söfn og vinnustofur listamanna opnar • Alice Clark, pop-up verslun í Dvergshúsinu. • Dverghamrar í Dvergshúsinu, gengið inn frá Brekkugötu. Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís mála í olíu, akrýl, vatnsliti og fleira. Einnig opið laugardag frá kl. 14-18. • Rimmugýgur í Dvergshúsinu sýnir handverk og vopn. • Gamla Prentsmiðjan, Suðurgötu 18. Í húsinu eru myndlistarkonur með vinnustofur. Helga Björnsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Ragnhildur Steinbach, Sif Guðmundsdóttir og Sjoddý. Auk listaverka eftir Ingrúnu Ingólfsdóttur í minningu hennar. • Elín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 49. Kindarlegt keramik og laglegir leirmunir. Léttar veitingar og allir velkomnir. • Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8. Málarinn við höfnina fagnar sumrinu og sýnir traktor og sveitamálverk á vinnustofu sinni. Léttar veitingar og stemming. Einnig opið Sumardaginn fyrsta og um helgina frá 13-17. • Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Umhleypingar. Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir sýnir vatnslitamyndir og akrýlverk. • Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 17. Sérstök sýning á verkum nokkurra hafnfirskra listamanna úr Íshúsinu. • Kvöldopnun í Hafnarborg. Ljóðgjörningur og leiðsögn um sýninguna Bókstaflega kl 21. Kynning á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2017. • Pakkhús Byggðasafnsins. Kl. 19:30 Fróðleiksmolar Byggðasafnsins í samvinnu við Fróða, félag sagnfræðinema. Kl. 21:00 Þjóðlagadagskrá í flutningi þjóðlagasveitarinnar Þulu sem er skipuð ungmennum á aldrinum 15-17 ára. Þau hafa hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilegan flutning. Kl. 20 Hafnarfjörður hefur hæfileika. Hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna haldin í Lækjarskóla. Kl. 20:30 Mannakorn í Bæjarbíó. Ein ástsælasta hljóm- sveit landsins kemur fram í Bæjarbíói. Miðasala á midi.is ------------------------------------------------------------------------------- Laugardagurinn 22. apríl ------------------------------------------------------------------------------- Kl. 11-17 Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Kl. 11-15 Bókasafn Hafnarfjarðar. • Föndur á barna- og unglingadeild fyrir alla fjölskylduna. • Kl. 11-13 Ástandsskoðun hjóla hjá Dr. Bæk. Komdu með hjólhestinn í fría ástandsskoðun hjá Bókasafninu. • Kl. 12 Kryddjurtaræktun. Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, verður með sýnikennslu. Nauðsynlegt að skrá sig á eddahrund@hafnarfjordur.is • Kl. 13-14 Andlitsmálun fyrir börn Kl. 13:00 Töfrar skógarins í Gráhelluhrauni. Lífinu í skóginum gefinn sérstakur gaumur en skógurinn er einnig þekktur undir nafninu "Tröllaskógur". Leiðsögumaður: Steinar Björgvinsson. Gangan tekur um 1,5 klst. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni. Mæting við hesthúsin í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg. Kl. 13-17 Fléttum saman og höfum gaman. Hulda Hreindal Sig. býður gestum og gangandi að skreyta handrið brúarinnar við Tónlistarskólann með marglitum fléttum. Kl. 14 og 16 Bræðralag. Tónleikar bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs í Íþróttahúsinu við Strandgötu í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Lækjarskóla. Kl. 17-19 Stofutónleikar Duo Ultima á Selvogsgötu 20. Guido Bäumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó leika verk af nýjum disk, French Connection, og bjóða upp á léttar veitingar með frönsku yfirbragði. Allir velkomnir, ókeypis inn. Kl. 20:30 Mannakorn í Bæjarbíó. Ein ástsælasta hljóm- sveit landsins kemur fram í Bæjarbíói. Miðasala á midi.is ------------------------------------------------------------------------------- Sunnudagurinn 23. apríl ------------------------------------------------------------------------------- Kl. 10 Minjaganga Byggðasafns Hafnarfjarðar um Kaldársel og nágrenni. Undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar.Kl. 17-19 Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg. Leiðsögn um sýningu úr stofngjöf kl. 14. Fjölskyldusmiðja kl. 15. Kl. 11-17. Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Kl. 14. Minjaganga. Ungmennahúsið Húsið 17:00 - Húsið opnar, veitingar og tónlist 18:00 - tónlistarmenn byrja, kókos, birta, kiddi og jói pé Kl. 20 Tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg. Svissneski tónlistarmaðurinn Stefan Thut leikur ásamt nemum úr Listaháskóla Íslands. Kl. 21 Mið-Ísland að eilífu í Bæjarbíó. Brakandi ferskt uppistand þar sem fimm uppistandarar stíga á svið. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Miðasala á midi.is