Háskólabíó

Hagatorg
107, Reykjavík

Viðburðir

Jimmy Carr í Háskólabíói.

Háskólabíó

10171862 10152664359878171 5391473440486372990 n

Uppistand á heimsmælikvarða með hinum eina sanna Jimmy Carr, í Háskólabíói 22. mars næstkomandi. Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Carr geystist inn á grínvöllinn árið 2000 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Jimmy hefur selt yfir milljón DVD diska og verið gestgjafi í ótal sjónvarpsþáttum en uppistand fyrir framan áhorfendur er tvímælalaust hans sérgrein og nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sýningin hans, Gagging Order, er stútfull af óviðjafnanlegum húmor; greindarlegum, ruddalegum og jafnvel algerlega óásættanlegum bröndurum. Gagging Order hefur fengið frábærar viðtökur og óhætt að lofa útkeyrðum hláturtaugum að henni lokinni.* *Athugið að gestir eru vinsamlegast beðnir um að skilja eftir samviskuna, sómakenndina og almenna kurteisi eftir heima.

Hreimur Men’s Choir & The Ugly Fools

Háskólabíó

Hreimur og halfvitar e1428928506236

Celebrating their 40th birthday, the Hreimur Men’s Choir from Þingeyjarsveit in the north-east of Iceland, joins forces with a band of goons from the same vicinity, Ljótu Hálfvitarnir (The Ugly Fools), who are famous for their cheerful music and funny antics. Expect a lot of fun!

Karlakórinn Hreimur og Ljótu hálfvitarnir í Háskólabíói

Háskólabíó

10998657 10153127899430050 3480325360985952072 n

Í tilefni af 40 ára starfsafmæli þingeyska karlakórsins Hreims taka þeir höndum saman með gleðisveitinni þjóðþekktu Ljótu Hálfvitunum sem eiga ættir sínar að rekja til sömu sýslu. Viku eftir tónleikana fyrir norðan gefst sunnlendingum kostur á að berja herlegheitin eyrum í Háskólabíói. Karlakórinn Hreimur byrjaði sem bændakór en hefur í gegnum árin þróast og er í dag skipaður mönnum á öllum aldri sem koma frá ýmsum starfstéttum og koma menn keyrandi allt að 80 km leið á æfingar. Ljótu hálfvitana þarf vart að kynna en þeir eru þekktastir fyrir líflega og skemmtilega sviðsframkomu. Á efnisskrá verða alkunn karlakórslög í bland við lög þeirra Hálfvita og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Stjórnandi: Steinþór Þráinsson Undirleikari: Steinunn Halldórsdóttir Einsöngvari: Ásgeir Böðvarsson Hálfvitar: Sömu og venjulega Við lofum góðri skemmtun, og ef þú ert ekki hálfviti þegar þú kemur verðurðu hálfviti þegar þú ferð! Miðaverð 5.000 kr.

Roger Waters - The Wall

Háskólabíó

11953649 10153285129443171 7533707573912582047 o

Sena kynnir í samstarfi við Picturehouse Entertainment: Roger Waters - The Wall. Einstakur bíóviðburður sem fer fram aðeins þessa einu kvöldstund í kvikmyndahúsum um allan heim. Kvikmyndin er eftir sjálfan Roger Waters og Sean Evans og fjallar um stærsta tónleikaferðalag sem nokkur listamaður hefur lagt upp í. Áhorfendur fá að sjá tónleika Waters í bestu mögulegum gæðum, slást í för með honum á tónleikaferðalaginu og fylgjast með honum gera upp fortíðina á áhrifaríkan máta auk þess sem í myndinni er deilt harkalega á stríðsrekstur. Kvikmyndin er einstaklega eftirminnileg og hrífandi og því ljóst að um ógleymanlega kvöldstund verður að ræða þann 29. september í Háskólabíói. „MYND SEM ENGINN AÐDÁANDI MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA! - ROLLING STONE

Rúnar Júl 70

Háskólabíó

11999730 10153336569043171 6323585610383209117 o

Sveitapiltsins draumur - Laugardaginn 31. október Rúnar Júlíusson hefði orðið sjötugur í ár og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Háskólabíói 31. október 2015 kl. 20:00. Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músík undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvalaliði söngvara og hljóðfæraleikara. Þessir tónleikar fylltu Stapann tvisvar fyrr á árinu og koma nú til Reykjavíkur vegna fjölda áskorana. Miðasala hefst hefst fimmtudaginn 23. september kl. 10 á Tix.is Allt um tónleikana: www.sena.is/runar70

Fjallabræður Album Release Concert

Háskólabíó

Fjallabraedur

Fjallabræður (Mountain Brothers, the manliest of band names) have just released their third album! Celebration! Happiness! They’re going to play their new stuff at Háskólabíó to celebrate, and you should come!

Jimmy Carr Háskólabíói

Háskólabíó

12485998 10153564146768171 8383977984004462130 o

SALA Á NÝJU SÝNINGUNA ER Í FULLUM GANGI Á TIX.is Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Í síðustu ferð sinni til Íslands seldist upp á fjórar sýningar Carrs á örskotsstundu, mun færri komust að en vildu og áhorfendur lágu bókstaflega í hláturkrampa undir uppistandinu. Nú ætlar Carr að kæta Íslendinga með brakandi ferskum bröndurum í glænýrri sýningu: Funny Business. Einungis 800 miðar eru í boði á þessa sýningu í Háskólabíói 5. mars og aðeins er um eitt gott miðaverð að ræða: 6.990 kr. Eingöngu er selt í númeruð sæti. Miðasala hefst fimmtudaginn 21. janúar kl. 10 á Tix.is. Daginn áður, miðvikudaginn 20. janúar kl. 10, fer fram póstlistaforsala Senu. Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er hægt að bæta við fleirri aukasýningum. ------------------ Jimmy verður einnig með sýningu í Hofi, Akureyri, föstudaginn 4. mars og örfáir miðar eru til á hana.

BUBBI OG DIMMA-STÓRIR STRÁKAR FÁ RAFLOST

Háskólabíó

1961742 816811485113431 5843776830262860942 o

BUBBI & DIMMA Í HÁSKÓLABÍÓI 11.MARS 2016 BUBBI & DIMMA Samstarf Bubba Morthens og hljómsveitarinnar Dimmu þarf vart að kynna en skemmst er að minnast frábærra tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpu í mars á þessu ári. Fyrir jólin kom út tvöfaldur CD/DVD tónleikapakki sem tekin var upp á þeim tónleikum og hefur diskurinn fengið feiknagóðar viðtökur. Þá réðust þeir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur tóku þeir fyrir plöturnar Geislavirkir með Utangarðsmönnum og Das Kapital plötuna Lili Marlene . Þessir tónleikar slógu svo rækilega í gegn að í framhaldinu kom tvíeykið fram á nokkrum helstu tónlistarhátíðum landsins s.s. Eistnaflugi, Bræðslunni , Þjóðhátíð og Airwaves. Á ferðum hópsins um landið hefur myndast ógnargóð stemning og mikil vinátta skapast, því kemur ekki annað til greina en að halda þessu gæfuríka samstarfi áfram og í tilefni af þvi að Bubbi verður sextugur 2016 verður lagt í verkefni sem er ekki minna spennandi en það fyrra en það er að leika lög hinnar goðsagnakenndu sveitar EGÓ. Dimmu drengirnir hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni að EGÓ sé ein af þeim hljómsveitum sem hefur mótað þá hvað mest sem og að hljóðfæraleikararnir sem skipuðu EGÓ hafi haft mikil og mótandi áhrif á þá. Það verður því gríðarlega spennandi að fylgjast með þessum hópi túlka þessa tónlist á sinn hátt.. Tónleikarnir verða í Háskólabíói föstudaginn 11. mars og má ljóst vera að ekkert verður til sparað til að skapa umgjörð þar sem lög eins og: Stórir strákar fá raflost, Móðir, Fjöllin hafa vakað, Mescalin og fjölmörg önnur verða sett inn í þungan og harðan hljóðheim Dimmu. Um EGÓ Egó gaf út 4 plötur og hefur starfað með hléum og í nokkurum útgáfum frá 1982 og allt til ársins 2009. Egó var í raun nokkurs konar afsprengi Utangarðsmanna a.m.k að hluta til. Grípum hér aðeins niður í umfjöllun um upphaf Egó en meira má lesa um hljómsveitina á www.bubbi.is Þegar minnst er á hljómsveitina Egó er það varla hægt nema Utangarðsmenn komi þar við sögu, enda saga sveitanna samofin sterkum böndum, því um tíma voru þrír meðlimir síðarnefndu sveitarinnar meðlimir Egósins. Það má segja að með Utangarðsmönnum hafi einstaklingarnir orðið þekktir, en með Egóinu urðu þeir vinsælir. Það nægir í þessu sambandi að nefna að fyrsta plata Egósins sat lengur á topp 10 yfir söluhæstu plötur landsins en allar plötur Utangarðsmanna áður samanlagt. Eða eins og einn aðdáandi orðaði það: Egóið? -hún var æðisleg, Utangarðsmenn? -ég var skíthrædd við þá. MIÐASALA Miðasala hefst á www.tix.is mánudaginn 21. desember kl 12:00. Ekki missa af þessum stórviðburði í íslensku rokksögunni. Þetta er aldeilis tilvalin gjöf í jólapakka rokkarans og allra aðdáenda Bubba og Dimmu. ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA Dagsetning 11. Mars 2016 Staðsetning Háskólabíó Tímasetning kl 20:30 Húsið opnar kl 19:30 Miðasala www.tix.is Allar nánari upplýsinar er að finna á facebooksíðu Bubba, Dimmu og umboðsskrifstofunar prime https://www.facebook.com/Bubbi-Morthens https://www.facebook.com/dimmamusic https://www.facebook.com/PrimeUmbodsskrifstofa/

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2016

Háskólabíó

14053775 1162576610452748 1804191384474206314 o

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 - Kvikmyndahátíð í Háskólabíói Myndirnar sem sýndar verða á norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói 14. - 18. september eru: Ísland Þrestir // Sparrows Leikstjórn & handrit: Rúnar Rúnarsson Framleiðsla: Mikkel Jersin Danmörk Under sandet // Land of Mine Leikstjórn & handrit: Martin Zandvliet Framleiðsla: Mikael Rieks Finnland Hymyilevä mies // The Happiest Day in the Life of Olli Mäki Leikstjórn: Juho Kuosmanen Handrit: Mikko Myllylahti og Juho Kuosmanen Framleiðsla: Jussi Rantamäki Noregur Louder Than Bombs Leikstjórn: Joachim Trier Handrit: Eskil Vogt og Joachim Trier Framleiðsla: Thomas Robsahm Svíþjóð Efterskalv // Framhaldslíf Leikstjórn & handrit: Magnus von Horn Framleiðsla: Madeleine Ekman Árið 2015 hlaut kvikmyndin Fúsi (Virgin Mountain) eftir Dag Kára verðlaunin. Baltasar Kormákur og Agnes Johansen sáu um framleiðslu á myndinni.

Jöklaland - veröld breytinga í Háskólabíói

Háskólabíó

14352598 10153661956045728 5866408171820826423 o

Háskóli Íslands býður ásamt Profilm og Sjónhendingu í bíó á meðan húsrúm leyfir í Háskólabíói þann 22. september nk. kl. 17.30. Þá verður sýnd kvikmyndin „JÖKLALAND –veröld breytinga“ eftir Gunnlaug Þór Pálsson en hún er framleidd af Profilm og Sjónhendingu. „JÖKLALAND –veröld breytinga“ er ný íslensk heimildamynd sem fjallar í stuttu máli um rannsóknir vísindamanna á hopi og bráðnun jökla sem eru augljós merki loftslagsbreytinga. Fjöldi vísindamanna frá Háskóla Íslands kemur fram í myndinni en ásamt þeim er Vatnajökull í aðalhlutverki. Fylgst er með vísindamönnum grandskoða skriðjökla hans, lón og sanda. Myndin verður sýnd í stóra sal Háskólabíós og er hún um 60 mínútur að lengd. Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl.17:00.

Franska kvikmyndahátíðin 2017

Háskólabíó

15895396 760637874089586 7568564191123119468 n

Franska kvikmyndahátíðin hefst á morgun! Ellefu úrvalsmyndir, tíu franskar og ein kanadísk. Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français og kanadíska sendiráðið, kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 27. janúar – 10. febrúar í Reykjavík og 28. janúar – 3. febrúar á Akureyri. Myndirnar á hátíðinni verða 11 talsins, 10 franskar og ein kanadísk. Eins og áður er fjölbreytnin í fyrirrúmi, svo að allir ættu að finna mynd við sitt hæfi. Þá er einnig að finna teiknimynd fyrir börnin. Flestar myndirnar eru með enskum texta, nema teiknimyndin Huldudrengurinn sem er með íslenskum texta. Einnig eru myndirnar Hún og Stór í sniðum með íslenskum texta. Opnunarmynd hátíðarinnar er nýjasta kvikmynd Pauls Verhoevens, Elle (2016). Myndin er sálfræðitryllir af bestu gerð. Hún var opinbert val á Cannes kvikmyndahátíðinni 2016 og var tilnefnd af Frakklands hálfu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Aðalleikkona myndarinnar, Isabelle Huppert fer afar vel með hlutverk sitt í myndinni og hefur nú þegar hlotið fern verðlaun fyrir leik sinn, meðal annars Gotham verðlaunin í New York. Hægt er að kaupa 5 mynda passa á 6.160 kr. í miðasölunni í Háskólabíói.

Russell Howard - Round The World

Háskólabíó

12239711 10153441382623171 3638600420898253754 n

Russell Howard er uppistandandari á heimsmælikvarða sem nýtur mikillar hylli um þessar mundir og er marglofaður af gagnrýnendum sem hafa meðal annars útnefnt hann "ofurstjörnu grínsins" (Time Out). Hann er jafnframt einn allra vinsælasti og aðsóknarmesti uppistandari Bretlandseyja og þáttastjórnandi eins vinsælasta sjónvarpsþáttar í heimi: Russell Howard's Good News. Russell Howard stígur senn á svið með glænýtt uppistand í fyrsta sinn í þrjú ár og fer nú um allan heim með sýninguna Round The World. Sýningin á Íslandi fer fram þann 21. júní árið 2017 í Háskólabíói. Miðaverð er aðeins 6.990 kr. og einungis 800 miðar eru í boði.

Jim Gaffigan - Noble Ape Tour

Háskólabíó

18623233 10154916557223171 7980457942746961487 o

MIÐASALA Á TIX.IS/GAFFIGAN Leikarinn, rithöfundurinn, framleiðandinn og fjölskyldufaðirinn Jim Gaffigan er þekktur fyrir hnyttna brandara um föðurhlutverkið, leti, kræsingar og fleira. Nú kemur hann til Íslands með túrinn Noble Ape og fullt af splunkunýju efni. Einungis um 800 númeruð sæti eru í boði og er miðaverð aðeins 8.990 kr. Nánar hér: www.senalive.is/gaffigan