Café Loki
Lokastíg 28, 101 Reykjavík
Vefsíða | www.loki.is |
---|---|
Kennitala | 471205-0440 |
Netfang | |
Sími | 466 2828 |
Flokkar
Opnunartími
Dags. | Opnunartímar |
---|---|
Mán. - Laug : | 09:00 - 21:00 |
Sunnudaga : | 11:00 - 21:00 |
Opnunartími Textíl:
11-17 alla daga í tengslum við Café Loka
Café Loki er íslenskt kaffihús með heimabökuðu flatbrauði og rúgbrauði, kjötsúpu og plokkfiski. Við byggjum á heimilislegri Íslenskri matarhefð, hráefnið allt er fyrsta flokks. Við bökum mest allt sjálf og annað er sérbakað fyrir okkur. Íslenskt góðgæti I-IV inniheldur ýmsa smakkrétti t.d. rúgbrauð með plokkfiski eða Skútustaðasilungi, harðfisk og hákarl. Sumir segja að síldin okkar sé sú besta í bænum. Réttur dagsins í hádeginu virka daga er Soðning og brauðsúpa (með miklum rjóma) á mánudögum. Gratíneraður plokkfiskur á þriðjudögum. Fiskréttur á miðvikudögum. Fimmtudagar eru kjötdagar, kokkurinn fær þá að leika sér og svo á föstudögum eru heimagerðar fiskibollur. Við erum staðsett beint á móti Hallgrímskirkju með mjög gott útsýni yfir að kirkjunni, Reykjavík og Bláfjöllin. Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar er á hægri hönd þegar maður virðir fyrir sér útsýnið. Loki Laufeyjarson sem Lokastígurinn er nefndur eftir á orðið sinn eigin bjór hér á Loka og 12m2 málverk unnið úr sögum úr Goðafræðinni prýðir aðalsal Loka. Verkið er málað af Sigga Val (www.facebook.com/siggivalur) og Raffaellu (www.facebook.com/raffaella.sigurdardottir)