Tveir vitar
Garðskaga , 250 Garði
Kennitala | 521010-0880 |
---|---|
Netfang | |
Sími | 422 7214 |
Flokkar
Opnunartími
Dags. | Opnunartímar |
---|---|
Alla daga | 11:00 - 21.00 |
Veitingahúsið Tveir vitar er til húsa í Byggðasafninu á Garðskaga. Yfir sumartímann er hægt að fá sér hressingu allan daginn og langt fram á kvöld. Af svölum veitingastofunnar er stórfenglegt útsýni þar sem horfa má á sólina setjast við Snæfellsjökul og sjá sólina gylla allan Snæfellsnesfjallgarðinn, Akrafjallið, Esjuna og Reykjanesfjallgarðinn. Sett hefur verið upp mynd með örnefnum á svölum veitingastofunnar sem sýnir fjallgarðinn frá Snæfellsjökli og að Grindavík. Öflugur sjónauki er á Garðskaga þar sem skoða má sjófugla að veiðum og sjá hvalina stökkva.