Gamla bíó

Ingólfsstræti 2a
101, Reykjavík

Viðburðir

Kaleo í Gamla Bíó 9. Júlí

Gamla bíó

13254842 907155276079051 7377372969431963025 o

Prime í samstarfi við Mid Atlantic og Thule kynna Kaleo í Gamla Bíó laugardagskvöldið 9. Júlí. Ath. Þetta eru einu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í sumar. Nú er að verða komið ár síðan Kaleo héldu síðast tónleika á Íslandi og má segja að ýmislegt hafi gerst í millitíðinni. Lagið Way Down We Go kom út og myndband sem tekið var ofan í Þríhnjúkagíg vakti mikla athygli. Lagið sem hefur mikið verið spilað í bandarísku útvarpi hefur einnig verið áberandi í bandarísku sjónvarpi. Strákarnir fluttu lagið meðal annars í Conan O'Brian en einnig hefur lagið verið notað í sjónvarpsþáttum eins og Suits, Empire, Orange is the new black og mörgum fleirum. Lagið var einnig valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Einnig komu út lögin "Can't go on without you" sem hefur hljómað í útvarpstækjum landsmanna undanfarið og "No Good" en síðarnefnda lagið var hluti af stórvirkinu "Vinyl" sem Martin Scorsese og Mick Jagger framleiddu fyrir HBO sjónvarpsstöðina. Plata þeirra A/B kemur út nú í byrjun sumars á vegum Atlantic Records og mun hún innihalda bæði ný lög og einnig nokkur lög sem voru á fyrstu plötu Kaleo sem kom út hér heima en þó í nýjum búningi. Strákarnir eru búnir að vera á ferð of flugi um Norður Ameríku að undanförnu en einnig tóku þeir stutt tónleikaferðalag um Ástralíu fyrr á þessu ári. Þeir koma því heim í miklu stuði og má lofa því að tónleikarnir verði frábærir. Miðasala hefst fötudaginn 27. maí klukkan 12:00 á Midi.is