Gamla bíó

Ingólfsstræti 2a
101, Reykjavík

Viðburðir

KALEO Í GAMLA BÍÓI

Gamla bíó

10633213 730431667084747 2661488989302419537 o

Hljómsveitin Kaleo heldur tónleika í Gamla bíó þann 11. júlí næstkomandi. Þar munu strákarnir frumflytja nýtt efni sem er væntanlegt á næstu misserum, ásamt lögum af þeirra fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin gerði eins og kunnugt er samning við bandaríska plötufyrirtækið Atlantic Records síðasta haust og nú fyrr á árinu flutti sveitin til Texas í Bandaríkjunum. Kaleo hafa verið á ferð og flugi um Bandaríkin bæði á sínu eigin tónleikaferðalagi en einnig ásamt áströlsku sveitinni Vance Joy. Milli tónleika eyða þeir tíma sínum í hljóðveri þar sem unnið er hörðum höndum að næstu breiðskífu sveitarinnar. Búast má við frábærum tónleikum þar sem sveitin fær til liðs við sig úrvals hljóðfæraleikara. Strákarnir verða aðeins á landinu í eina viku en þeir koma hingað til lands til þess að taka upp myndband. Áður en þeir mæta til landsins spila þeir á tónlistarhátíðunum Bonnaroo og Summerfest í Bandaríkjunum en þeir munu einnig koma fram á tónlistarhátíðinni ACL í haust sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. ATH. Aðeins þessir einu tónleikar! Miðasala á midi.is