Almenn hjálp

Að nota Leit.is

Það er auðvelt að leita á Leit.is. Mögulegt er að leita á þrenna vegu. Almenn leit, leit í símaskrá og fyrirtækja leit.

Notendur slá inn orð sem lýsir því sem leitað er að eins nákvæmlega og mögulegt er, því nákvæmari sem leitin er því betri niðurstöður fást. Þegar leitarorðið ákveðið og sá flokkur sem leitað er eftir er smellt á Leita hnappinn og niðurstöðurnar birtast.

Dæmi: Tölvur

Leit.is mun finna þær síður og skjöl á netinu sem innihalda þetta orð og vægi eftir því hversu oft leitarorðið kemur fyrir á vefsíðunum.

Leit með orðtökum eða setningum

Einnig getur þú leitað með því að slá inn setningar, frasa eða orðtök sem lýsa því nákvæmar sem þú leitar að.

Dæmi: 13“ fartölva fyrir skólann

Leit.is mun finna skjöl og síður sem innihalda eins mörg af þessum orðum eða setninguna alla og flokka eftir því hversu vel þær eiga við þína leit. Þannig að sú síða sem kemur fyrst í leitarniðurstöðunum inniheldur flest af þessum orðum eða setninguna alla. Leit.is skilar öllum viðeigandi niðurstöðum jafnvel þó að þær innihaldi ekki öll leitarorðin.

Skráning á Leit.is

Til að breyta skráningu einstaklinga á Leit.is þarf að hafa samband í síma 415-5700 eða senda tölvupóst á samband@leit.is. Nánari upplýsingar má finna hér Hjálp.

Fyrirtæki og einstaklingar geta fengið sérstaka skráningu á Leit.is. Frekari upplýsingar um þá skráningu má finna hér : Skráning á Leit.is.

Bannmerkingar á Leit.is

Mögulegt er að fá bannmerkingu við símanúmer fyrirtækja og einstaklinga í leitaniðurstöðum Leit.is. Nánari upplýsingar um slíkar merkingar má finna hér: Bannmerkingar á Leit.is.