MedicAlert á Íslandi

Merki sem bjargar mannslífum

Sóltúni 20, 105 Reykjavík

MedicAlert á Íslandi
Vefsíða www.medicalert.is
Kennitala 480390-2889
Netfang
Sími 533 4567

Opnunartími

Dags. Opnunartímar
Virka daga 10:00 - 12:00
MedicAlert á Íslandi

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í aldarfjórðung. Í Íslandsdeildinni, eru yfir 5000 merkisberar, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum merkisberum í yfir 40 löndum.

Um er að ræða þríþætt kerfi: merki úr málmi, plastspjald með ákveðnum upplýsingum auk tölvuskrár. Merkið er borið í keðju um háls eða úlnlið. Plastspjaldið, sem er í kreditkortastærð fyrir veski, er með fyllri upplýsingum. Loks eru ýtarlegastar upplýsingar á tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans, en þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert.

Á merkið eru skráð 3 atriði:

Símanúmer vaktstöðvar á Íslandi, sem hringja má í allstaðar að úr heiminum án endurgjalds. Sjúkdómsgreining eða áríðandi upplýsingar um viðkomandi og að lokum: Persónunúmer, sem veitir aðgang að upplýsingum á tölvuskrá Slysa- og bráðadeildar . Þegar læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn, lögregluþjónar og aðrir sem koma að sjúklingi í neyð geta þeir með aðstoð MedicAlert fengið lífsnauðsynlegar upplýsingar á svipstundu, sem geta gert útslagið um gang mála í meðferðinni. Oft segja áletranir á merkið allt sem þarf, en einnig geta framangreindir aðilar hringt í neyðarnúmerið, gert grein fyrir sér og síðan fengið nánari upplýsingar, svo sem um áríðandi lyfjanotkun.
Dæmi um sjúkdóma: Flogaveiki, Hjartasjúkdómur, Sykursýki, Blæðingarsjúkdómur, Bráðaofnæmi, Astma, Alzheimer og Einhvefa.