Happdrætti Háskóla Íslands
Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík
Vefsíða | www.hhi.is |
---|---|
Kennitala | 600169-3009 |
Netfang | |
Sími | 563 8300 |
Flokkar
Opnunartími
Dags. | Opnunartímar |
---|---|
Virka daga | 08:00 - 16:00 |
Helgar | Lokað |
Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er alfarið í eigu Háskóla Íslands og rekið með það að markmiði að afla fjár til byggingaframkvæmda og tækjakaupa fyrir Háskólann. Allt frá stofnun happdrættisins árið 1933, hefur það fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands. Húsnæði og tæki Háskólans eru því ekki keypt fyrir skattfé almennings, heldur að lang stærstum hluta fyrir framlög HHÍ. Yfir 20 byggingar hafa risið fyrir happdrættisfé.
HHÍ rekur þrjú happdrættisform: Flokkahappdrætti, skafmiðahappdrætti og skjávélahappdrætti. Afgreiðslutími er alla virka daga frá klukkan 8 - 16, nema tvo síðustu dagana fyrir Aðalútdrátt en þá er opið frá klukkan 8 - 18.