Fastus ehf.
Veit á vandaða lausn
Síðumúla 16, 108 Reykjavík
Vefsíða | www.fastus.is |
---|---|
Kennitala | 640406-1270 |
Netfang | |
Sími | 580 3900 |
Flokkar
Opnunartími
Dags. | Opnunartímar |
---|---|
Virka daga | 08:30 - 17:00 |
Lau og Sun | Lokað |
Fastus er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum, ferðaþjónustu og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.
Fastus þjónustar meðal annars mötuneyti fyrirtækja, skóla og heilbrigðisstofnana. Mikil áhersla er lögð á lausnir við hönnun vinnurýma sem hámarka góða vinnuaðstöðu og umhverfi. Með réttri hönnun og skipulagi eldhússins skapast betri vinnuaðstaða og afköstin aukast.
Fastus býður einnig upp á margþættar lausnir fyrir hótel og veitingastaði, til að mynda; mismunandi eldunarlausnir, þvottahús, flutningakerfi og fleira. Reynsla starfsmanna nýtist viðskiptavinum okkar við mat á lausnum og val á tækjabúnaði. Hjá Fastus er einnig mikið úrval af fallegum húsgögnum og innréttingum fyrir veitingastaði og er lögð áhersla á gæði, hönnun og endingu þegar húsgögn eru valin.
Heilbrigðissvið Fastus þjónar sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og Sjúkratryggingum Íslands, dvalar- og hjúkrunarheimilum, rannsóknarstofum og einstaklingum með fjölbreyttu vöruúrvali. Má þar nefna hjúkrunar- og sjúkrarúm, skurðarborð, sótt- og dauðhreinsitæki, hjálpartæki fyrir umönnun ungra sem aldraðra, rannsóknarvörur, vökva- og sprautudælur, leiðari, bæklunarvörur, sjúkraþjálfunarvörur, loftdýnur og ýmsar aðrar vörur til varnar sáramyndun.
Mikil tækni- og vöruþekking er innan fyrirtækisins. Sérhæfing starfsmanna er á mismunandi heilbrigðissviðum og hefur starfsfólk okkar fengið mikla menntun og þjálfun erlendis. Tæknifólk Fastus sækir reglulega námskeið til útlanda og tryggir þar með að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir geti ávallt fengið framúrskarandi þjónustu hjá okkur.