Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Vísindadagur á Keldum 2018

Vísindadagur Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur að undanförnu verið haldinn annað hvert ár. Hann hefur fest sig í sessi sem vettvangur fyrir kynningu á starfseminni og er nú haldinn í áttunda sinn. Ráðstefnan verður allan daginn, skipt upp í nokkra ráðstefnuhluta. Meginefni ráðstefnunnar eru rannsóknir og vísindastörf að Keldum, nú með almennara sniði en áður í tilefni sjötíu ára starfsafmælis Keldna. Ráðstefnan verður haldin í bókasafni Tilraunastöðvarinnar og er aðgangur öllum heimill og að kostnaðarlausu. Á Vísindadegi Keldna 2018 verður fræðsluefni um helstu nýjungar um rannsóknir og greiningar á dýrasjúkdómum. Vísindadagurinn verður samráðsvettvangur hagsmunaaðila, einkum dýralækna og starfsmanna í dýrasjúkdómageiranum. Stefnt er að því að koma saman starfsmönnum Keldna og starfandi dýralæknum á Íslandi á þessum vísindadegi. Níu fyrirlesarar munu sjá um fræðsluna, einn gestur erlendis frá, hinir eru sérfræðingar á Keldum. Erlendi gestafyrirlesarinn er Martin Krarup Nielsen frá University of Kentucky - Maxwell H. Gluck Equine Research Center, sérfræðingur í sníkjudýrum og hann mun halda tvo fyrirlestra. Í vísindanefndinni sem sér um undirbúning og skipulag eru: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Þórunn Sóley Björnsdóttir.

Ashkenazy og Nobu

Í nóvember 2018 heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Í farteskinu verða tvær ólíkar efnisskrár og hér hljómar sú fyrri sem eins konar upphitun fyrir það sem í vændum er. Með í för verður japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii. Hann er stórstjarna í heimalandi sínu og það ekki að ósekju. Þessi 28 ára gamli snillingur hefur verið blindur frá fæðingu en lætur það ekki aftra sér og lærir jafnvel erfiðustu verk píanóbókmenntanna eftir heyrn. Nobu hreppti gullverðlaun í Van Cliburn-píanókeppninni árið 2009 og hefur komið fram í öllum helstu tónleikahöllum heims; mynddiskur með tónleikum hans í Carnegie Hall árið 2012 var valinn diskur mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone. Á efnisskrá tónleikanna eru framúrskarandi verk eftir tvo meistara rómantíkur og síðrómantíkur. Píanókonsert Chopins er ljóðrænn og glæsilegur í senn. Sinfónía Rakhmanínovs er hans dáðasta hljómsveitarverk og hefur verið fastagestur á efnisskrám hljómsveita um allan heim frá því það hljómaði fyrst árið 1908. EFNISSKRÁ Fréderic Chopin Píanókonsert nr. 2 Sergej Rakhmanínov Sinfónía nr. 2 HLJÓMSVEITARSTJÓRI Vladimir Ashkenazy EINLEIKARI Nobuyuki Tsujii Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00

Rocky Horror - Búninga föstudagspartísýning!

English below Klikkuð föstudagspartísýning 20. apríl kl 20:00 á Rocky Horror í Bíó Paradís þar sem þú getur sungið með! Myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta! (en þú getur samt sungið með þar sem enginn texti verður undir þegar söngaatriðin eru) *************************************************************************************************************************** Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien. Hitaðu upp fyrir PALLA - ef þú ert nú ekki þegar búinn að því!! English Spoof sci-fi and camp horror makes ‘The Rocky Horror Picture Show’ a one of a kind cult classic, this bizarrely entertaining and highly satisfying musical is a huge box-office draw. When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a dark, old mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist. Friday Night party screening, – April 20th at 20:00. Wear a costume if you like and come party with us!

Útgáfutónleikar Danimal & Bara Heiða á Húrra

Tónlistarsystkinin Bara Heiða og Danimal gáfu nýlega út plötuna „Danimal - Says Hi. Bara Heiða - So Do I“ sem hlaut frábærar viðtökur. Platan er einstaklega skemmtilega uppbyggð þar sem lög Danimal hljóma á fyrri helming plötunnar en Bara Heiða fær að njóta sín á þeim seinni - Sannkölluð systkinaplata! Systkinin hafa lengi verið viðloðandi tónlistarsenuna og vakið athygli sitt í hvoru lagi. Bara Heiða (Heiða Dóra Jónsdóttir) hefur átt þó nokkra smelli á síðustu árum þar sem léttleikandi og skemmtilegar tónar í bland við áhugaverða og kímna texta hafa vakið verðskuldaða athygli. Lög hennar hafa reglulega sést á vinsældarlistum útvarpsstöðva og munu án efa halda áfram að gera það í náinni framtíð. Danimal (Daníel Jón Jónsson) hóf ungur að aldri að semja og spila tónlist en aðeins 16 ára gamall byrjaði hann að troða upp á börum Reykjavíkur. Síðan þá hefur hann varla slegið slöku við, m.a. stofnað indíhljómsveitina Hide Your Kids, þar sem hann er bæði söngvari og lagahöfundur, ásamt því að gefa út smáskífur og skemmtileg tónlistarmyndbönd. Í tilefni af góðum viðtökum plötunnar ætla þau systkini að halda langþráða útgáfutónleika á Húrra þann 20. apríl. Miðasala er hafin á: https://tix.is/is/event/5846/utgafutonleikar-danimal-og-bara-hei-a-a-hurra/ Einnig verður hægt að kaupa miða við inngang. Að sjálfsögðu verður platan til sölu á svæðinu og á dúndurtilboði. Tónleikarnir hefjast einn bjór yfir 21:00. Vonumst til að sjá sem flesta!