Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

KexJazz // Kvartett Marínu

Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel, þriðjudaginn 27.mars, kemur fram Jazzkvartett söngkonunnar Marínu Óskar Þórólfsdóttur. Efnisskrá tónleikanna er samsett úr húmorískum standördum, léttleikandi bossanóvum og hnyttnum vókalísum; allt sérvalið úr lagasafni Marínu, sem mætir á Kex Hostel með Jazz kvartettinn sinn í fyrsta skipti. Með henni verða Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Marína Ósk, sem er nýkomin heim úr jazzsöngnámi við Tónlistarháskólann í Amsterdam, hefur getið sér gott orð sem textahöfundur, fyrir skemmtilega framkomu, hnyttið lagaval og gott eyra fyrir spuna. Tónlistin á Kex hostel hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.