Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Sunnudagsleiðsögn. Elina Brotherus - Leikreglur

Bára Kristinsdóttir leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, sunnudaginn 25. mars kl. 14. Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus. Elina Brotherus (f. 1972 í Finnlandi) fæst að mestu við gerð sjálfsmynda og landslagsmynda. Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin eru unnin á árunum 2014-2017 og einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill. Verk Elinu vöktu snemma athygli vegna nálgunar hennar á notkun ljósmiðla til endurspeglunar á tilfinningalífinu og leikriti hins daglega lífs. Hún kannar persónulegar en í senn sammannlegar upplifanir, sjálfsmyndina, tímahugtakið, nærveru og fjarveru ástarinnar. Elina Brotherus nam ljósmyndun í Helsinki og býr í Finnlandi og Frakklandi. Hún hóf að sýna verk sín í lok 10. áratugarins sem hluti af hinum þekkta Helsinki School hópi ljósmyndara í Finnlandi og hafa verk hennar síðan verið sýnd víða, s.s. í Centre Pompidou í París; Neue Berliner Kunstverein í Berlín; Þjóðarlistasafni Finnlands Ateneum í Helsinki og Louisiana nútímalistasafninu í Danmörku. Verk Elinu voru sýnd í i8 Gallery í Reykjavík árið 2000 og á samsýningu í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2006. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018 Ljósmynd: Elina Brotherus, Orange Event, 2017. Úr myndaröðinni Règle du Jeu / Leikreglur. Courtesy Elina Brotherus and gb agency, Paris / carte blanche PMU 2017

Strokkvartettinn Siggi - Sígildir sunnudagar

Strokkvartettinn Siggi býður upp á fjölbreytta efnisskrá sem hverfist um þriðja strengjakvartett rússneska tónskáldsins Alfred Schnittke frá árinu 1983. Í upphafi hans vitnar Schnittke í verk fyrri meistara og vinnur síðan úr þeim. Fyrst ber að nefna brot úr Stabat Mater eftir Orlando di Lasso frá 16. öld. Í kjölfarið hljómar stef úr Grosse Fuge eftir Beethoven og svo hið þekkta einkennismótíf Shostakovich (D-Es-c-h). Á þessa efnisskrá veljum við til flutnings 8. strengjakvartett Shostakovich sem notar áðurnefnt mótíf óspart auk þess að leika Grosse Fuge eftir Beethoven og valda hluta úr Stabat Mater eftir Orlando di Lasso. Efnisskrá: Beethoven Shostakovich Hlé di Lasso Schnittke --- Siggi String Quartet offers a rich program revolving around Alfred Schnittke´s third string quartet written in 1983. In its opening Schnittke quotes the works of former masters and evolves them throughout the piece. Those quotes come from Stabat Mater by the 16th century composer Orlando di Lasso, Beethoven´s Grosse Fuge and Shostakovich´s personal motive (D-Es-c-h) which dominates his 8th string quartet. In this program we will perform Schnittke´s third quartet in addition to the pieces it relates to; Beethoven´s Grosse Fuge, the 8th string quartet of Shostakovich and selected parts of Stabat Mater by Orlando di Lasso. Programme: Beethoven Shostakovich Interval di Lasso Schnittke

The Straight Story- Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um mörg hundruð kílómetra langt ferðalag sem hinn 73 ára gamli Alvin Straight fór í frá Laurens í Iowa til Zion fjalls í Wisconsin, árið 1994, á sláttuvélatraktor. Hann fór í þessa undarlegu ferð til að bæta samband sitt við alvarlega veikan, brottfluttan, 75 ára gamlan bróður sinn, Lyle. Ekki missa af The Straight Story í leikstjórn David Lynch sunnudaginn 25. mars 2018 kl 20.00! English An old man makes a long journey by lawnmower to mend his relationship with an ill brother. David Lynch and you on a true Black Sunday! Don´t miss out on The Straight Story Sunday March 25th 2018 at 20:00!