Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Strætóferð með borgarstjóra um nýju Reykjavík

Áhugasamir skrái sig á Tix.is https://tix.is/is/buyingflow/purchase/5646/ Ekkert kostar í ferðina. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri býður upp leiðsögn í strætó um borgina. Lagt er af stað frá Ráðhúsi Reykjavíkur en farnar verða tvær ferðir sú fyrri klukkan ellefu og sú seinni klukkan eitt. Farið verður yfir sviðið í arkitektúr, hönnun og uppbyggingu í Reykjavík sem nú gengur í gegnum sitt mesta umbreytingaskeið. Pláss er fyrir 60 farþega í hvorri ferð en 30 fá sæti. Hægt er að bóka sig í strætóferðir borgarstjóra á Tix.is, https://tix.is/is/buyingflow/purchase/5646/ Ferðin er ókeypis. Örfáir miðar eftir.

Til Hamingju - sölusýning íslenskra hönnuða

Til Hamingju​​ Etymology From til (“to”) + hamingju the genitive of hamingja (“happiness”). Adverb til hamingju 1. congratulations. Sölusýning íslenskra hönnuða PopUp Verzlun & HönnunarMars 10 ára! Laugardaginn 17. mars. 2018. KEX / Gamla Nýló Skúlagata 28, 1sta hæð. Opið 11 - 17. Í tilefni af 10 ára afmæli hönnunarmarsins verður haldið upp á áratug af hönnun með stórkostlegri sölusýningu sem sýnir flóru hönnunar á íslandi. Hönnuðir, fyrirtæki og studio koma saman á sýningunni sem verður sett upp á 1stu hæð Kex Hostels í gamla Nýló húsnæðinu, laugardaginn 17. (hönnunar) mars, kl 11:00 - 17:00. Sölusýningin samanstendur af 20 þátttakendum sem verða á staðnum með vörur sínar til sölu fyrir almenning, ásamt því að Lady Brewery brugghúsið sem er í eigu tveggja hönnuða býður þyrstum gestum uppá bjór og söl. Saltkaup styður við bakið á "Til hamingju" sölusýningu PopUp Verzlunar og Hönnunarmars. Amikat, Mynka, Studio Fræ, Varpið, Emmanuelle Hiron, Iidem, EDDO Design, DisDis, Fluga, And Anti Matter, DÖGG design, Dimmblá, Theodóra Alfreðsdóttir, LAUUF, Dóttir, DÓRA Húsgögn, ANGAN, Lauga&Lauga, Fánapokar & AD. Verslaðu beint af hönnuðum, fyrirtækjum og studio-um ! Hipp Hipp Húrra … & góða skemmtun!

Álfasmiðja í Listasafni Íslands

ÁLFASMIÐJA í Listasafni Íslands, laugardaginn 17. mars kl. 13 -14. Í tengslum við sýninguna Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar . Álfasmiðjan er hugsuð fyrir forvitin og fróðleiksfús börn á aldrinum 5 - 10 ára. Í álfasmiðjunni fá börn tækifæri til að semja og myndskreyta eigin álfasögur. Sagðar verða sögur af álfum og börnin munu fræðast almennt um álfa og þeirra heimkynni. Þá fá börnin einnig að fara inn í álfakirkju - þar sem leynast ýmsar gersemar. Álfar og huldufólk eru vættir sem líkjast mönnum í útliti og háttum en eru fríðari og tígulegri og búa í íburðarmiklum híbýlum í klettum, hólum og steinum um allt land. Öll börn sem taka þátt í álfasmiðjunni útskrifast með sérstakt skírteini í álfafræðum! Foreldrum er velkomið að taka þátt. Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Verið velkomin!

Málþing um sýningarhönnun / Exhibition Design Symposium

The Exhibition Design Symposium brings together local designers, artists and curators to discuss the present and future state of exhibition design in Iceland. The event’s agenda is organized around four presentations exploring different exhibition design approaches including critical curatorial practice, public space interventions, immersive environments and performative spaces. Visitor experience, technology, participation, spatial politics, interdisciplinary approaches and collaboration, are among the aspects of exhibition design to be examined through a round-table discussion. Participants: Anna María Bogadóttir, architect and curator Finnur Arnar, artist www.finnurarnar.com Marcos Zotes, architect and artist www.basalt.is www.unstablespace.com Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, theater designer and curator

St. Patrick's Day POP QUIZ @Stúdentakjallarinn

(English below) St. Patrick's Day!! Skyndipróf að hætti Stúdentakjallarans. Pop quiz kóngarnir okkar Jón Már og Árni Freyr mæta með gítarana, englaraddirnar og splunkunýjar og dúndurgóðar spurningar. Hvenær? Laugardaginn, 17. mars. Klukkan hvað? Kl. 21:00. Eins og alltaf verða dúndurflott tilboð á barnum. Fullt af bjór og Somersby fyrir vinningsliðið. Pop quiz kvöldin hafa ekki valdið vonbrigðum til þessa og munu ekki byrja á því núna! Sjáumst hress! - St. Patrick's Day!! Stúdentakjallarinn's version of a pop quiz. Our pop quiz kings Johnny Mauhr and Ernie Freijr will be back at it with their guitars, angel voices and brandspanking new and bomb questions. When? Saturday, March 17th. What time? At 9pm. Like always there will be sick specials at the bar. Lots of beer and Somersby for the winning team. The pop quiz nights have not disappointed anyone and will not start now! See you there!

Afmælisfagnaður og lokapartý HönnunarMars / The Closing Party!

✨ Afmælisfagnaður og lokapartý! ✨ HönnunarMars stendur á tímamótum. Hátíðin fagnar 10 árum og því er vert að staldra við og stilla stefnuna. En svo fer allt í hringi og kannski er ekki nema við hæfi að fagna fortíð, framtíð og nútíð með snúningi í hinni einu sönnu Perlu, sem einmitt hefur tekið hringinn og er sannarlega komin aftur. Fögnum árunum, árangrinum og nýjum tímum saman á veitingastaðnum Út í bláinn þann 17. mars kl. 21:00–01:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! – ✨ A Birthday Celebration and a Closing Party! ✨ DesignMarch has reached a milestone. The festival is celebrating its 10th anniversary, which is the perfect time to take stock and rethink the way forward. And as things go in cycles, there’s no better place to celebrate the turning years than the one and only Perlan – an iconic venue whose circular walls have seen many changes in fashion and fortune, and which is now entering its own exciting new era. So let’s celebrate the past, present and future together, at the Út í bláinn restaurant, on 17 March from 21:00–01:00. All are welcome!