Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Smáhúsasmiðja í vetrarfríi

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru tveir vöruhönnuðir sem eru með smáhús á heilanum. Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 13:00 - 15:00 ætla þær að bjóða upp á vinnustofu fyrir krakka í vetrarfríi. Þar geta þátttakendur búið til húsgögn og aðra hluti fyrir smáhús. Fullorðnir eru líka velkomnir og börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 á milli kl. 12 - 17 þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Friends pub quiz með "Í eSSSinu"

Stelpurnar "í eSSSinu" á KissFm 104,5 halda Friends pub quiz á Húrra! 🎉🎉 Veglegir vinningar eru í boði fyrir 1-3. sæti og frumlegasta nafnið! Meðal vinninga eru gjafabréf fyrir sigurvegarana á dominos, le kock, bryggjuna, go kart og í bíó! Dustið rykið af Friends DVD seríunum og rifjið upp þessa iconic þætti því þessir vinningar eru ekki af verri endanum! (Psst! Mest fjórir í liði)

Vesturbærinn - íbúafundur borgarstjóra

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins íbúafundar miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.00 í safnaðarheimili Neskirkju um málefni Vesturbæjar. Hverfin innan borgarhlutans eru Skerjafjörður, Litli Skerjafjörður, Hagar, Melar, Skjól, Grandar, Vesturbær, Vesturhöfn og Örfirisey. Nánar um dagskrá á upplýsingasíðu > http://reykjavik.is/vesturbaer-ibuafundur-21-februar

Vistir - Þórdís Gerður og hljómsveit á Múlanum

Sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir kemur fram á næstu tónleikum Múlans ásamt hljómsveit sinni. Á þessum tónleikum verður flutt tónlist eftir Þórdísi Gerði, sem samin var á árunum 2013-2015. Meginmarkmið verkefnisins eru tvö. Annars vegar að finna sellóinu hlutverk sem leiðandi hljóðfæri í jazzi og spunatónlist. Hins vegar að nálægast jazz og spuna eins og að um klassíska kammertónlist væri að ræða. Það er gert með því að æfa út frá þeirri hugmynd að ekkert hljóðfæri sé á nokkrum tímapunkti mikilvægara en annað, sama hvað á það er spilað og hvort á það sé spilað, og að sama skapi að laglínur, spuni, undirspil og þagnir hafi jafnmikið vægi. Með þessari nálgun er reynt að ná því fram að spuni hljómi eins og skrifuð tónlist og að skrifuð tónlist hljómi eins og spuni. Flytjendur eru Andri Ólafsson á kontrabassa, Guðmundur Pétursson á gítar, Matthías Hemstock á slagverk, Steingrímur Karl Teague á píanó og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Vistir, Þórdís Gerður In this concert there will be performed music by cellist Þórdís Gerður Jónsdóttir, written in 2013-2015. The two main goals of the project are finding the cello a place as a principal instrument in jazz and improvised music and playing jazz and improvising as if it were classical chamber music. This is done by rehearsing the music with that in mind that no instrument is at any point more important than other instruments, regardless what it is playing or if it’s being played at all, and that all musical material is as important, no matter if it is melody, accompaniment, improvisation or rests. By playing and practising music in this way the goal for through composed material to sound as improvisation and improvisation as through composed music. Performers are Andri Ólafsson on double bass, Guðmundur Pétursson on guitar, Matthías Hemstock on percussion, Steingrímur Karl Teague on piano and Þórdís Gerður Jónsdóttir on cello. The concert starts at 21 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 2500. Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram flest miðvikudagskvöld á Björtuloftum, Hörpu með 16 tónleikum til 23. maí. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar koma fram í dagskránni. Múlinn er á sínu 22. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2500, 1500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is