Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Lottu heimsókn!

Andrea og Stefán leikarar úr Leikhópnum Lottu sýna okkur stutta söngvasyrpu með uppáhalds persónum sínum úr ævintýraskóginum.

Sunnudagsleiðsögn: Elina Brotherus Leikreglur

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, í Listasafni Íslands, sunnudaginn 18. febrúar kl. 14. Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus. Elina Brotherus (f. 1972 í Finnlandi) fæst að mestu við gerð sjálfsmynda og landslagsmynda. Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin eru unnin á árunum 2014-2017 og einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill. Verk Elinu vöktu snemma athygli vegna nálgunar hennar á notkun ljósmiðla til endurspeglunar á tilfinningalífinu og leikriti hins daglega lífs. Hún kannar persónulegar en í senn sammannlegar upplifanir, sjálfsmyndina, tímahugtakið, nærveru og fjarveru ástarinnar. Elina Brotherus nam ljósmyndun í Helsinki og býr í Finnlandi og Frakklandi. Hún hóf að sýna verk sín í lok 10. áratugarins sem hluti af hinum þekkta Helsinki School hópi ljósmyndara í Finnlandi og hafa verk hennar síðan verið sýnd víða, s.s. í Centre Pompidou í París; Neue Berliner Kunstverein í Berlín; Þjóðarlistasafni Finnlands Ateneum í Helsinki og Louisiana nútímalistasafninu í Danmörku. Verk Elinu voru sýnd í i8 Gallery í Reykjavík árið 2000 og á samsýningu í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2006. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018 Ljósmynd: Elina Brotherus, Orange Event, 2017. Úr myndaröðinni Règle du Jeu / Leikreglur. Courtesy Elina Brotherus and gb agency, Paris / carte blanche PMU 2017

Kammermúsíkklúbburinn #6

Kammermúsíkklúbburinn býður að venju upp á fjölbreytta tónleika en í Norðurljósasal fær kammertónlist af ýmsum toga að óma, perlur tónbókmenntanna í flutningi tónlistarmanna úr fremstu röð. Efnisskrá: Johannes Brahms: Píanótríó nr. 2 í C-dúr op. 87 D. Shostakovich: Píanótríó nr. 2 í e-moll op. 67 Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Domenico Codispoti, píanó --- The Chamber Music Society hosts six concerts in Harpa this season (2017-2018). A wide variety of chamber music will be performed by some of Iceland‘s finest musicians in Harpa‘s excellent Norðurljós recital hall, which has become a home for the prestigious Chamber Music Society. Programme: Johannes Brahms: Piano Trio nr. 2 in C-major op. 87 D. Shostakovich: Piano Trio nr. 2 in e-minor op. 67 Performers: Sigrún Eðvaldsdóttir, violin Bryndís Halla Gylfadóttir, cello Domenico Codispoti, piano

The Sacrifice - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below The Sacrifice fjallar um Alexander, leikara sem kominn er á eftirlaun. Hann ákveður að halda upp á afmælið sitt ásamt nánustu vinum sínum og ættingjum á heimili sínu uppi í sveit. Skyndilega berast óljósar fregnir um yfirvofandi kjarnorkustyrjöld; heimsendaspá virðist við það að rætast og mikil skelfing grípur um sig í hópnum. Alexander snýr sér að Guði og lofar honum að fórna öllu því sem honum er kærast, þar á meðal vinum sínum og fjölskyldu, ef Guð kemur í veg fyrir styrjöldina. Þegar Alexander vaknar daginn eftir er allt fallið í ljúfa löð og hættan liðin hjá. En loforðið við Guð stendur þó enn. The Sacrifice var tekin á eyjunni Gotlandi þar sem Ingmar Bergman hafði tekið nokkrar af sínum myndum, en auk þess lék Erland Josephson aðalhlutverkið og Sven Nykvist var kvikmyndatökumaður, en báðir höfðu þeir mikið unnið með Bergman. Guðrún Gísladóttir lék eitt af aðalhlutverkunum í The Sacrifice, en það var hennar fyrsta kvikmyndahlutverk. Ekki missa af Meistaravetri sunnudaginn 18. febrúar 2018 kl 20:00! English At the dawn of World War III, a man searches for a way to restore peace to the world and finds he must give something in return. Don´t miss out on The Sacrifice, February 18th 2018 at 20:00!