Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Happy Hour at Mengi

Introducing our first happy hour ping pong session for 2018! Beer and wine all 650kr Ping Pong DJ sets from UK's Elliot Mitchell and Harriet Brampton (AKA Pissed and Handsy) FREE ENTRY 4pm - 7pm ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Við kynnum fyrsta föstudags-hangs ársins 2018! Drykkir á tilboðsverði og borðtennismót frá kl. 16 - 19 Tónlistin verður í höndum bresku skífuþeytaranna Elliot Mitchell & Harriet Brampton (AKA Pissed and Handsy). ÖLL VELKOMIN - SJÁUMST Í SVEIFLU!

Föstudagsröðin - Stríð og friður

Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari varð til ógrynni tónlistar sem með einum eða öðrum hætti tjáir þær ógnir sem blöstu við. Hér hljóma verk eftir tónskáld frá þremur löndum – Tékklandi, Frakklandi og Sovétríkjunum – sem öll kynntust hildarleiknum á sinn hátt. Gideon Klein var gyðingaættar og samdi meistaralegt strengjatríó sitt í fangabúðum nasista árið 1944. Níu dögum eftir að hann fullgerði tríóið var hann fluttur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Olivier Messiaen barðist fyrir Frakkland í styrjöldinni og var um skeið stríðsfangi nasista. Í fangabúðunum fékk hann leyfi til að semja tónlist og þar varð til eitt mesta kammerverk 20. aldar, Kvartett fyrir endalok tímans. Hér hljómar meðal annars þáttur verksins fyrir einleiksklarínett, Hyldýpi fuglanna, leikið af Osmo Vänskä sem er frábær klarínettleikari auk þess að vera snillingur með tónsprotann. Tónleikunum lýkur á sinfóníu nr. 6 eftir Shostakovitsj, sem hann lauk við rétt um það leyti sem heimsstyrjöldin síðari braust út. Þetta er verk sterkra andstæðna, þar sem djúpur tregi og léttari stemningar togast á. EFNISSKRÁ Gideon Klein Tríó fyrir strengi Olivier Messiaen Þættir úr Kvartett fyrir endalok tímans Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 6 STJÓRNANDI OG KLARÍNETTLEIKARI Osmo Vänskä

Elina Brotherus: Leikreglur / Rules of the game

Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus. (english below) Elina Brotherus (f. 1972 í Finnlandi) fæst að mestu við gerð sjálfsmynda og landslagsmynda. Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin eru unnin á árunum 2016-2017 og einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill. Verk Elinu vöktu snemma athygli vegna nálgunar hennar á notkun ljósmiðla til endurspeglunar á tilfinningalífinu og leikriti hins daglega lífs. Hún kannar persónulegar en í senn sammannlegar upplifanir, sjálfsmyndina, tímahugtakið, nærveru og fjarveru ástarinnar. Elina Brotherus nam ljósmyndun í Helsinki og býr í Finnlandi og Frakklandi. Hún hóf að sýna verk sín í lok 10. áratugarins sem hluti af hinum þekkta Helsinki School hópi ljósmyndara í Finnlandi og hafa verk hennar síðan verið sýnd víða, s.s. í Centre Pompidou í París; Neue Berliner Kunstverein í Berlín; Þjóðarlistasafni Finnlands Ateneum í Helsinki og Louisiana nútímalistasafninu í Danmörku. Verk Elinu voru sýnd í i8 Gallery í Reykjavík árið 2000 og á samsýningu í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2006. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018 Ljósmynd: Elina Brotherus, Orange Event, 2017. Úr myndaröðinni Règle du Jeu / Leikreglur. Courtesy Elina Brotherus and gb agency, Paris / carte blanche PMU 2017 --- The National Gallery of Iceland presents new works of the internationally acclaimed photographer Elina Brotherus. Elina Brotherus (b. 1972, Finland) is best known for her self-portraiture and landscape photography. In Brotherus' works one can perceive her presence as she appears in all of the photographic and video works of the exhibition, blunt and vulnerable. The works are made in 2016-2017 and they can be characterized as multi-layered narratives that fluctuate between humour and tragedy. In many of them, Elina sets her rules of the game and follows them within the frame of the camera, which is at once her playmate and reflective of her soul. Elina's work received attention early on for her approach to the use of light-based media as a tool for reflecting the inner life of a person and the performance of everyday life. In her works she explores personal and yet collective human experiences, identity, perceptions of time, presence and the absence of love. Elina Brotherus studied photography in Helsinki and lives in Finland and France. Her works were first exhibited in the late 1990s as part of the reputed Helsinki School group of photographers in Finland and her works have since been shown widely, such as at the Centre Pompidou in Paris; Neue Berliner Kunstverein in Berlin; National Gallery of Finland, Ateneum, in Helsinki and Louisiana Museum of Modern Art in Denmark. Elina's works were shown at the i8 Gallery in Reykjavik in 2000 and at a group exhibition in Gerðarsafn in Kópavogur, Iceland, in 2006. Curator: Birta Guðjónsdóttir The exhibition is part of The Icelandic Photo Festival 2018 Image: Elina Brotherus, Orange Event, 2017. From the series: Règle du Jeu / Rules of the Game. Courtesy Elina Brotherus and gb agency, Paris / carte blanche PMU 2017

Mamma Mia! Singalong föstudagspartísýning!

English below Mamma Mia! er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia! FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 16. FEBRÚAR 2018 KL 20:00 – MIÐASALA ER HAFIN Ætlar þú að vera með okkur og syngja með á MAMMA MIA! Tryggðu þér miða strax því síðast varð uppselt! English The story of a bride-to-be trying to find her real father told using hit songs by the popular ’70s group ABBA. Sophie has just one wish to make her wedding perfect: to have her father walk her down the aisle. Now she just has to find out who he is… Join the music, laughter and fun of the irresistibly charming Mamma Mia! The Movie. Academy Award-winner Meryl Streep leads an all-star cast, including Pierce Brosnan and Colin Firth – as well as up-andcomers Amanda Seyfried and Dominic Cooper, in this musical celebration of mothers, daughters and fathers, and true loves lost and new ones found. Based on the Broadway smash-hit and filled with the ABBA songs you know and love, it’s the feel-good experience that will have you singing and dancing over and over again. Friday February 16th at 20:00 – Tickets are available! Join us for a GREAT Sing-a-long screenings

Útgáfutónleikar Dr. Spock - Leður á Húrra.

Það hefur löngum verið sagt að febrúar sé með allra skemmtilegustu mánuðum og í ár verður þar engin breyting á. Dr. Spock þeysast fram á vínylvöllinn með stórkostlegan óð til gleðinnar sem ber nafnið Leður. Guli hanskinn er aldrei langt undan og sækir frekar á ef eitthvað er. En þeir láta ekki þar við sitja heldur hlaða í útgáfutónleika á Húrra á útgáfudaginn 16. febrúar nk. Dr. Spock er með allra skemmtilegustu tónleikasveitum og verður ekkert sparað og öllu til tjaldað á Húrra þetta kvöld. Miðasala er hafin á tix.is en þar má einnig tryggja sér vínylinn á sérstökum kostakjörum. Húrra er að vanda opið frá kl. 17 en dagskrá hefst kl. 21:00, og mun DJ Matti sjá um að hita upp gesti þangað til að Dr. Spock stígur á svið. Stundvísir gestir fá glaðning á barnum. Nefndin

Konudags/Valentínusardags/Öskudags PARTY

Þreföld gleði í Stúdentakjallaranum á föstudaginn! Fögnum Konudeginum, Valentínusardeginum og Öskudeginum í einu og sama partýinu. Konudagsborgari Stúdentakjallarans 2018 Nautaborgari í Brioche brauði með ruccola, Havarti osti, hráskinku, karmelluðum lauk og hungansdijon-mayo. Borinn fram með frönskum. Boli - 590 kr. Cuban Ale - 1.400 kr. DJ ÍVAR PÉTUR frá 21-01. - Triple fun at Stúdentakjallarinn on Friday! Celebrating Icelandic Women's day, Valentines day and Ash day (Icelandic Halloween) all in the same party. Stúdentakjallarinn's 2018 Women's day burger Beef burger in Brioche bread with rocket salad, Havarti cheese, prosciutto, caramelized onions and honeydijon-mayo. Served with fries. Boli (beer) - 590 kr. Cuban Ale - 1.400 kr. DJ ÍVAR PÉTUR from 9pm-1am.

Ljótu hálfvitarnir á Hard Rock Cafe

Ljótu hálfvitarnir hafa hingað til verið ákaflega íhaldsamir þegar kemur að tónleikastöðum í Reykjavík en nú er aldeilis ætlunin að breyta til, þeir ætla nefnilega að troða upp á Hard Rock Café í fyrsta skipti helgina 16. og 17. febrúar. Flest annað verður þó eins og venjulega, fyndnir hattar, litlir gítarar og hressu lögin í bland við aðeins minna hressu lögin. Og bjór. Þeir ljótu hefja leik kl. 22 en húsið verður opnað kl. 20.30 Miðaverð er 3.900 kr