Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Sunnudagsspjall með Guðrúnu og Brynhildi

Listamennirnir Guðrún Trygvadóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir ræða við gesti um verk sín á sýningunni Verulegar. Verulegir listamenn og veruleg verk að umfangi og innihaldi, sem vert að forvitnast meira um. Hvernig er að mála verk sem er 4x4 m? og hvernig er að vinna stóra skúlptúra úr steypu og gleri? Komið - spyrjið - og ...

Söngvar og dansar dauðans - Sígildir sunnudagar

Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja hinn þekkta ljóðaflokk Söngva og dansa dauðans eftir rússneska tónskáldið Modest Mussorgsky. Að auki verða flutt verk eftir rússnesku tónskáldin Cecar Cui, Balakiriev, Borodin og Rimsky-Korsakov. Þessi fimm tónskáld voru samtímamenn og bjuggu allir og störfuðu í St.Pétursborg í Rússlandi um miðbik 19.aldar. Þeir voru allir sjálfmenntaðir tónlistarmenn og höfðu sterkar skoðanir og mikla trú á framlagi sínu til rússneskrar tónlistarmenningar. Tónskáldahópurinn þessi var oftast nefndur hinir voldugu fimmmenningar og er oftast kenndur við Nýja rússneska skólann og vildu semja þjóðlega rússneska tónlist sem átti að vera uppbrot frá hinum ríkjandi vestrænu hefðum þess tíma. Á tónleikunum hljóma einnig nokkur sönglög eftir Pjotr Tchaikovskí. Hann var samtímamaður þeirra fimm en átti í mjög flóknu sambandi við fimmmenningana og voru þeir oft á tíðum mjög grimmir í hans garð og gagnrýndu harðlega. Ólíkt þeim öllum útskrifaðist Tchaikovskí frá Tónlistarháskólanum í Pétursborg. Hann vildi fylgja vestrænum stíl og hefðum í tónsmíðum en það átti alls ekki upp á pallborðið hjá fimmmenningunum. Hinir voldugu fimmmenningar náðu ekki flugi sem samstígur hópur eftir því sem árin liðu og fóru þeir hver sína leið, bæði í tónsmíðum sem og í öðrum hugðarefnum. Þrátt fyrir allt má segja að áhrifa þeirra hafi gætt á rússneska tónlist fram á okkar daga. Cécar Cui (1835-1918) Styttan í Tsarskoe Selo / Ljóð: Púshkin Þú og þér / Ljóð: Púshkin Alexander Borodin (1833-1887) Fagri garðurinn / Ljóð: George Collin Mily Balakiriev (1837-1910) Lævirkinn - sönglag eftir Glinka sem Balakiriev útsetti sem píanóverk / Ljóð: N.Kukolnikov Eij, uchnem – rússneskt þjóðlag í útsetningu Balakirievs Nikolaj Rimsky Korsakov (1844-1908) Aria Lels úr óperunni Snæstúlkan / Libretto: Aleksandr Ostrovsky Pjotr Tchaikovsky (1840-1893) Ljóð Mignon / Ljóð: Goethe Söngur sígaunastúlkunnar / Ljóð: Polonski Á dansleiknum/ Ljóð: A. Tolstoj – Hlé – Modest Mussorgsky ( 1839-1881) Söngvar og dansar dauðans 1. Vöggukvæði 2. Serenaða 3. Trepak 4. Hershöfðinginn Höfundur ljóða: Golenishchev-Kutuzov --- This concert will offer the performance of the well-known song cycle Songs and Dances of Death by the Russian composer Modest Mussorgsky. Other works will be performed by Russian composers César Cui, Balakirev, Borodin and Rimsky-Korsakov. These five composers were contemporaries and all lived and worked in Saint-Petersburg in the second half of the 19th century. The group was often referred to as „the Mighty Five“. Though they lived at the same time and frequently worked side by side they differ considerably in their versatile musical creations. These five composers are usually associated with the new Russian school in music. They composed national Russian music which was supposed to be a break away from the German tradition reigning at that time. The German composer Johannes Brahms was their contemporary and some of his songs will be also performed at the concert. Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzosoprano Anna Guðný Guðmundsdóttir piano

Nostalgia - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below Myndin fjallar um rússneskan háskólamann sem heimsækir Ítalíu í þeim tilgangi að rannsaka líf tónskálds sem framið hafði sjálfsmorð. Stórbrotin og ómissandi á Meistaravetri Svartra Sunnudaga þar sem Tarkovsky er heiðraður! Ekki missa af Nostalgia á Svörtum Sunnudegi 28. janúar kl 20:00! English A Russian poet and his interpreter travel to Italy to research the life of an 18th-century composer. Don´t miss out on Andrei Tarkovsky´s Nostalgia Sunday January 28th at 20:00!