Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Ungsveitin á Myrkum

Bandaríska tónskáldið John Luther Adams hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst fyrir verk sem tengjast náttúru og náttúruvernd. Eitt þeirra er Sila: The Breath of the World, en í heimssýn Inúíta er Sila andinn sem glæðir allt lífi: sjálfur heimsandinn. Inúítar nota þetta orð yfir náttúruöflin en einnig yfir meðvitund – til dæmis meðvitund okkar um heiminn og meðvitund heimsins um okkur sjálf. Verkið Sila er samið fyrir hóp flytjenda sem er dreift um stórt rými, áheyrendur geta gengið um og fundið sér þann stað sem þeim hentar best. „Þetta er tónlist sem andar“ segir tónskáldið; hver einasti flytjandi er einleikari sem flytur sína rödd á þeim hraða sem viðkomandi þykir fara best. Allir eru velkomnir að upplifa þetta magnaða tónverk sem Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytur í anddyri Hörpu undir leiðsögn Daníels Bjarnasonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sæunn og Víkingur á Myrkum músíkdögum

Íslensk samtímatónlist hefur verið í brennidepli víða um heim undanfarin misseri. Í febrúar 2017 var haldin Íslandsvika í hinni nývígðu tónleikahöll Elbphilharmonie í Hamborg og í apríl hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles 10 daga hátíð sem helguð var íslenskri tónlist. Í báðum tilvikum voru pöntuð ný íslensk tónverk og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum hljóma þau í fyrsta sinn hér á landi. Glæsilegur píanókonsert Hauks Tómassonar hlaut frábærar viðtökur bæði í Hamborg og Los Angeles þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson flutti hann undir stjórn Esa-Pekka Salonen. Páll Ragnar Pálsson samdi sellókonsert sinn innblásinn af lýsingu í skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, en verkið samdi hann fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur sem er einn okkar fremsti sellóleikari. Stjórnandi tónleikanna er Daníel Bjarnason, en hann var einmitt listrænn stjórnandi Reykjavíkurhátíðarinnar í Los Angeles ásamt Esa-Pekka Salonenn og stýrði þar frumflutningi á verkum Þuríðar og Páls Ragnars. EFNISSKRÁ Magnús Blöndal Jóhannsson: Adagio Páll Ragnar Pálsson: Quake fyrir selló og kammersveit Sebastian Fagerlund: Drifts Haukur Tómasson: Píanókonsert nr. 2 HLJÓMSVEITARSTJÓRI Daníel Bjarnason EINLEIKARAR Sæunn Þorsteinsdóttir Víkingur Heiðar Ólafsson

South Park Pub Quiz á Húrra

Beisikk South Park pub quiz með öllu tilheyrandi. Skemmtilegar spurningar, vegleg verðlaun og hámark fjórir í liði. Kvissið verður á ensku. Basic South Park pub quiz in english. There will be questions, there will be a price for the top performing team. Maximum four people per team, and the quiz itself will be in english.

Msea.Kryshe.Francesco Fabris

Raftónleikar með Kryshe og Msea í Mengi fimmtudaginn 25. janúar kl. 21. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.000 krónur. Þúsundþjalasmiðurinn Christian Grothe kemur fram sem Kryshe í fyrsta sinn í Mengi þar sem hann leiðir áheyrendur í gegn um draumkenndan rafhljóðheim. Með trompet og gítar í farteskinu ásamt hljóðgervlum og eigin rödd leyfir hann áheyrendum að loka augunum og finna sig í nýrri vídd. Tónlist hans má lýsa sem lágstemmdri, drafandi og brothættri. http://facebook.com/kryshemusic www.kryshe.com Msea er tónskáldið og söngkonan Maria-Carmela Raso. Í sínum tilraunakenndu tónsmíðum leitast hún við að blanda saman vettvangshljóðritunum, rafhljóðum og rödd þar sem lögin færast frá hávaðatónlist yfir í lágstemmdari tóna, spuna og fagrar melódíur. Msea kemur alla jafna fram með hljómsveit en í þetta sinn færir hún hljóðfærin frá sviðinu inn í tölvu og útsetur lögin á þann máta. Msea býður upp á einstaka upplifun þar sem hver viðburður er ólíkur þeim fyrri. https://www.facebook.com/mseasik/ www.mariacarmelasounds.com Francesco Fabris er hljóðlistamaður, framleiðandi og tónskáld sem starfar sem hljóðtæknimaður hjá Greenhouse Studios. Hann vinnur tónlist sína með hljóðgervlum og sýnir gangvirk vídeó samtímis sem hann býr til með forritun. http://www.francescofabris.com/ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Kryshe is the solo, live and studio project by Christian Grothe. With the use of trumpet, guitar, his voice and electronics he creates colourful soundscapes. Sometimes soft and dreamy sometimes dark and distorted. It is enveloping, minimal music with a fragility that belies its emotional potency. Music to explore and deep listening. http://facebook.com/kryshemusic www.kryshe.com Msea is a project by composer, performer, and vocalist Maria-Carmela. Her original music experiments with elements of the natural and digital world. Melodies are combined with soundscape, noise, improvisation, and often different instrumentation. Sometimes solo, and sometimes a small orchestra, Msea aims to create a new experience with every performance. https://www.facebook.com/mseasik/ www.mariacarmelasounds.com Francesco Fabris is a sound artist, producer, composer, multi-instrumentalist, and current audio engineer at Greenhouse Studios. He works with live electronics, interactive sound, AV performances, and video productions. http://www.francescofabris.com/ Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.000 kr.

Jane Telephonda á KEX Hostel

Jane Telephonda fylgir eftir útgáfu plötunnar Boson of Love með tónleikum í Gym & Tonic-salnum á KEX Hostel.