Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

KrakkaZumba með Skrítlu!

Skrítla býður uppá fjölskyldu Zumbapartý. Zumba er dansform sem hentar mjög þeim vinkonum Skoppu og Skrítlu því það einkennist fyrst og fremst af gleði og jákvæðni. Allir dansa með sínu nefi og ekkert er rétt eða rangt. Dúndrandi skemmtileg tónlist og allir gleyma sér í dansi og gleði.

Sunnudagsleiðsögn - Hafið / La Mer

Sunnudagsleiðsögn í umsjá Æsu Sigurjónsdóttir, sýningarstjóra um sýninguna Hafið / La Mer eftir Ange Leccia, sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Franski myndlistarmaðurinn Ange Leccia (f. 1952) er fæddur á Korsíku og sérstaða eyjunnar hefur ætíð heillað hann sem skapandi myndhverfing á mörkum tíma og rúms. Hann tók að vinna með kvikmyndatæknina sem listform snemma á níunda áratug liðinnar aldar og hafa tilraunir hans sett mark sitt á vöxt vídeómiðilsins í franskri samtímalist. Leccia er stofnandi og forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de Tokyo, París. Verk hans hafa verið sýnd í helstu liststofnunum svo sem á Documenta Kassel, Guggenheim safninu í New York, á Feneyjatvíæringnum, Skulptur Projekte Münster, og Pompidou menningarmiðstöðinni í París. Myndbandsverk Leccia byggja á sjónrænum endurtekningum, sterkum litum, tónlist og þögnum. Hann nýtir möguleika stafrænnar tækni til hins ýtrasta, sækir í sarpinn, moðar úr sínum eigin myndforða, og skapar grípandi frásagnarform sem byggir á klippi og hljóðbútasamsetningum úr kvikmynda- og dægurheimi tónlistar. Innsetningar Leccia draga áhorfandann inn í sjálfstæða veru kvikra mynda. Hann leiðir áhorfandann inn í átök myndanna og miskunnarlaust ofbeldi þeirra en um leið inn í veröld sem kalla mætti umdæmi fagurfræðinnar, þar sem áhorfandinn skynjar tilvist sína handan tungumálsins. Hafið (La Mer) er þekktasta verk Leccia sem hann umbreytir sífellt og aðlagar sýningarrýminu hverju sinni. Þar sjást æskustöðvar hans á Korsíku, hafið sem hann myndar aftur og aftur, sífellt með nýjum tækjum. Tíminn birtist sem röð kyrrstæða ramma eða í runu augnablika sem þjóta hjá, síflæðandi eins og aldan sem brotnar á ströndinni, líkt og endurtekið söngl án upphafs, miðju og endis. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Pulp Fiction @Stúdentakjallarinn

(English below) Sýnum Pulp Fiction í sunnudagsbíóinu okkar að þessu sinni! Sunnudagurinn 21. janúar Kl. 20 FRÍTT POPP og góð stemming. Happy hour til kl. 19 og eldhúsið opið til kl. 21:30. - Showing Pulp Fiction at our Sunday cinema this time. Sunday, January 21st 8pm FREE POPCORN and good vibes. Happy hour until 7pm and kitchen open until 9:30pm.

Thirst - Meistavetur Svartra Sunnudaga

English below Thirst er enn eitt meistaraverkið eftir leikstjóra Oldboy og Sympathy for Mr. Vengeance. Hér er á ferðinni stílhrein og skemmtileg mynd sem kemur stöðugt á óvart með kolsvörtum húmor, ofbeldi og erótík. Ekki missa af Thirst á Meistaravetri Svartra Sunnudaga, 21. janúar kl 20:00! English Through a failed medical experiment, a priest is stricken with vampirism and is forced to abandon his ascetic ways. Chan-wook Park´s Thirst, – on Black Sunday January 21st 2018 at 20:00!